Óskað eftir ljóðum í ljóðasamkeppni

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í sextánda sinn til árlegu ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur í keppnina er til og með 12. desember og skal ljóðum skilað með dulnefni. Hverju ljóði skal fylgja umslag merkt með dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra ljóðum sem fá […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í fjórtánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Dómnefnd velur úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur […]

Þýðingastyrkir MÍB

Styrkir til þýðinga á íslensku, síðari úthlutun ársins. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum. Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun. Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, síðari úthlutun, fyrir […]

MÁLSTOFA UM SÖFN OG HÁSKÓLASTARF

Boðað er til málstofu um þýðingu safna fyrir háskólastarf á Íslandi þann 5. desember kl. 15:00-17:00 í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Hvaða þýðingu hafa söfn fyrir háskóla landsins við upphaf 21. aldar að mati sex safnstjóra, þeirra Hafþórs Ingvasonar á Listasafni Reykjavíkur, Ólafar K. Sigurðardóttur í Hafnarborg, Bjarna Guðmundssonar Landbúnaðarsafni Íslands, Unnar Birnu Karlsdóttur á Minjasafni […]

Endurbókun – Sýning á bókverkum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi

Sjö listakonur sýna nú fjölbreytt bókverk unnin úr gömlum bókum undir yfirskriftinni Endurbókun í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Bókverk er samheiti yfir listaverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hugmyndaflug listamannsins eina takmörkunin. Bókverk geta verið fjölfölduð eða einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverksins […]

Útgáfuhóf – Kátt skinn og gloría

Hjartanlega velkomin/n í fallega salinn í Mengi þar sem við fögnum útkomu ljóðabókarinnar Kátt skinn og gloría eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Ef þú ert á rölti um miðbæinn geturðu kíkt kæruleysislega við – eða lagt leið þína lóðbeint og einvörðungu á Óðinsgötu til þess að hlusta smá, súpa smá og tékka á bókinni á vinaverði. Teikningar […]

Málþing um Tove Jansson 9. nóv. kl. 13-15

Málþing um finnska rithöfundinn Tove Jansson í Norræna húsinu sunnudaginn 9. nóvember kl. 13:00-15:00. Málþingið markar opnun Norrænu bókasafnavikunnar 10.-16. nóvember 2014. Dagskrá: Opnun Norrænu bókasafnavikunnar og tröllateikning Brian Pilkington kynnt. Stefán Pálsson veltir fyrir sér hverjar séu flottustu sögurpersónurnar í Múmíndal. Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um Tove sem myndlistarmann. Salka Guðmundsdóttir fjallar um skáldverk sem […]

Snarl 4 – Skært lúðar hljóma

Erðanúmúsik, rassvasaútgáfufyrirtæki Dr. Gunna, gefur nú um helgina út safndiskinn SNARL 4 – SKÆRT LÚÐAR HLJÓMA. Síðasta SNARL – SNARL 3 – kom út árið 1991. Á SNARL 4 eru 25 lög með þeim hljómlistarmönnum og hjómsveitum sem hæst/lægst standa á Íslandi í dag. Þetta eru neðanjarðarlistamenn sem fá takmarkaða spilun í útvarp og eru […]

Lengist í taumnum eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson

Útgáfuneindin WHEEL OF WORK kynnir, með látum og meðlæti, ljóðabókina LENGIST Í TAUMNUM eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson. Fagna má gripnum og fanga hann mánudaginn 20. október nk. klukkan 17:00 í galleríinu Ekkisens, Bergstaðastræti 25b, 101 Reykjavík. Í boði verða ljóð og aðrar veitingar. Um bókina Í bókinni má meðal annars rekast á hagrænan skapara […]

MannauðsMountain afhjúpað

Afhjúpun verksins MannauðsMountain eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur fer fram laugardaginn 11. október kl. 17 í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. Verkið tekst á við veruleika hins undirskipaða vinnandi manns og vísar beint í Mountain, verk Sigurðar Guðmundssonar frá áttunda áratugnum, þar sem hann túlkaði þennan sama veruleika með ljósmynd af sér sjálfum liggjandi undir hrúgu af slitnum […]

„Að þið skulið vera að þessu“

Hátíðardagskrá og sýning tileinkuð fjörutíu ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur

Á þessu ári eru fjörutíu ár síðan hin sívinsæla barnabók, Jón Oddur og Jón Bjarni (1974), kom út. Guðrún Helgadóttir, skapari þeirra bræðra og fjölmargra annarra ógleymanlegra persóna, á því fertugsafmæli í ár – sem rithöfundur. Í tilefni af þessu efnir Borgarbókasafn Reykjavíkur, í samstarfi við Bókmenntaborg í Reykjavík og Forlagið, til hátíðardagskrár fyrir aðdáendur […]

Nýjar raddir í íslenskum bókmenntum

3. hefti Tímarits Máls og menningar 2014

Þetta hefti er helgað nýjum röddum í íslenskum bókmenntum. Þetta er alls konar fólk, úr öllum áttum, á ýmsum aldri og með ólíka lífsreynslu. Sum þeirra hafa þegar vakið athygli fyrir skrif sín, gefið út bækur og birt sögur og ljóð hér og þar, önnur kveða sér hér hljóðs í fyrsta sinn. Sum þeirra hafa […]

Stofnfundur MÁF/VAVINAFÉLAGSINS í dag kl. 15:00 í Vatnsmýrinni

Hér með tilkynnist… …að margumbeðinn stofnfundur Máf/vavinafélagsins fer fram laugardaginn næstkomandi, þann 4. október, í garðskálanum við Norræna Húsið í friðlandinu í Vatnsmýrinni kl. 15:00. Auk hefðbundinna stofnfundarstarfa (sem gulltryggt er að fari fram á stuttum tíma og með snörpum hætti) verður boðið upp á hið 1sta ritúal félagsins, framkvæmt af stofnendunum Snorra Páli Jónssyni […]

Örsögusamkeppni

Í tilefni Lestrarhátíðar í október standa Borgarbókasafn og Vodafone fyrir örsögusamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 10-16 ára. Dagana 1. til 26. október verður hægt að senda sögur í SMS-skilaboðum í númerið 901 0500. Sögurnar mega vera að hámarki 33 orð en að öðru leyti er aðferðin frjáls. Sögunni skal fylgja nafn og aldur höfundar […]

Margrét M. Norðdahl í Ganginum 2. október

Íslenski myndlistamaðurinn Margrét M. Norðdahl opnar sýningu sína ‘RÚTÍNUR ll / ROUTINES II Endurtekin munstur / Repeating mundane patterns’ í Gallerí Gangi næstkomandi fimmtudag á milli 17 og 19. Margrét verður sjálf viðstödd opnun og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir að venju. Sýningin stendur fram í miðjan nóvember. Opnunartímar eftir samkomulagi, […]

Draugasögukeppni

Við dimma, dimma Tjarnargötuna, við dimma, dimma Tjörnina, stendur eldgamalt hús, fullt af krókaleiðum, leynirýmum og óútskýrðum hljóðum….þorir þú að mæta og hlýða á draugasögur? Við skorum á þig að taka þátt í að flytja bestu frumsömdu draugasöguna! Keppt verður í þremur flokkum- þjóðlegasta draugasagan, fullorðins draugasagan og barnadraugasagan. Dómarar verða þrír- hræðslupúki, hörkutól og […]

STATTU ÞIG STELPA

Smágerðir dauðar eða drep í lífi eins eða sérhvers manns - þó aldrei sýnileg sár né áþreifanleg ör.

Mánudagskvöldið 29. september opnar gjörningamyndbandið STATTU ÞIG STELPA eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur í sýningarýminu Harbinger á Freyjugötu 1, Reykjavík. Verkið stendur yfir í þrjár nætur frá 29. september til 1. október, frá kl. 23 til 06. STATTU ÞIG STELPA er hluti af halarófu verka eftir Snorra Pál og Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem sameinast undir titlinum EF TIL […]

Framtíðin í barnabókmenntum | Málþing í Norræna húsinu

Fyrirlestrar og pallborðsumræður um stöðu og framtíðarhorfur barnabókarinnar á Norðurlöndunum, föstudaginn 10. október 2014. 10.00–12.00 Fyrirlestrar – með kaffihléi: Óttarr Proppé, alþingismaður og bóksali, setur þingið. Sigurður Ólafsson, umsjónarmaður skrifstofu Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kynnir verðlaunin og hlutverk þeirra. Nina Goga (NO): Visual exploration of tales and themes in contemporary Norwegian picture books. Nina Goga […]

Híerónýmusardagur – alþjóðlegur dagur þýðenda 2014

Þýðendur um allan heim halda upp á 30. september, sem kenndur er við heilagan Híerónýmus, enda hefur dagurinn verið opinberlega viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur þýðenda og túlka í tæpan aldarfjórðung þótt hugmyndin að þýðendadegi sé nokkuð eldri. Íslenskir þýðendur fagna líka og síðustu tíu ár hefur Bandalag þýðenda og túlka efnt til viðburða til að […]

Segulskekkja eftir Soffíu Bjarnadóttur

Listilega skrifuð frumraun sem vekur upp áleitnar spurningar Kona fær óvænt símtal sem sendir hana í ferðalag frá Karijoki til Flateyjar um miðjan vetur til að mæta í jarðarför. Í vetrareyjunni rekur sálma, drauma og minningar á land sem þvinga hana til að rýna í sitt eigið sár og horfast um leið í augu við […]

Okkar eigin – Höfundasmiðja á Flateyri

Á meðal leiðbeinenda eru Rúnar Guðbrandsson, Tyrfingur Tyrfingsson, Víkingur Kristjánsson, Lilja Sigurðardóttir, Hlín Agnarsdóttir, Árni Kristjánsson og fleiri. 4 helgar, hver með sinni áherslu en allar tengdar fyrir þann hóp sem sækir þær allar. Fyrsta helgin: Að opna á sér hausinn: Tyrfingur Tyrfingsson og Rúnar Guðbrandsson Önnur helgin: Að opna í sér hjartað: Hlínar Agnars […]

EF TIL VILL SEK 20. sept. til 3. okt.

Halarófa verka eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur (SG) og Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson (SP) Ber bök og óvarin, viðbúin stöðluðum höggum og holskeflum. Ósamhæfðir fætur, hver af sinni tegund, keppast við torfærur — sameinast sönnunargögnum og nýskapa ummerki. Þvælast í skömm milli skjólhúsa — lausnalaus mátun á sambrýndum hlutskiptaflötum. Það blæðir, en ekki úr krossnegldum lófum: eilíf […]

Stjórn RSÍ mótmælir bókaskatti

Stjórn Rithöfundasambands Íslands mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á bækur. Með slíkri aðgerð er vegið til framtíðar að sjálfsmynd þjóðar sem býr í tungumáli og bókmenntum. Nágrannaþjóðir, svo sem Færeyingar og Norðmenn, hafa metnað og dug til að standa vörð um þjóðtungu og menningararf með því að afnema með öllu virðisaukaskatt af bókum. Jafnvel í Stóra-Bretlandi […]

Kvíðasnillingarnir – Hversu mikið hnjask þolir eitt strákshjarta?

Í sögu þriggja drengja, sem brátt verða unglingar og fyrr en varir fullorðnir menn, dregur höfundur upp frumlega og sprellfjöruga mynd af hlutskipti karla í samtímanum. Lesandinn flakka á milli áratuga í huggulegri pappírstímavél; dregur að sér moldardauninn í Hostel Torfbæ, heyrir kjökur og blús á Aumingjahælinu, kastar mæðinni í Griðarstað stráka og kynnist aragrúa […]

Biðja UNESCO að bregðast við hækkuðum bókaskatti

Nokkur hundruð undirskriftir hafa þegar safnast á lista þar sem skorað er á UNESCO að bregðast við hækkuðum virðisaukaskatti á bækur á Íslandi, en líkt og fram hefur komið í fréttum var skattþrepið hækkað úr 7% í 12%. Reykjavík er Bókmenntaborg UNESCO. Líkt og segir í bréfinu, sem er á ensku, „var það mikill heiður […]

Opnar æfingar Berglindar Maríu

Frá og með föstudeginum 12. september og til 10. október mun Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld, standa að opnum æfingum í um það bil 40 mínútur á dag alla virka daga í almannarými Hörpu, nánar tiltekið í Hörpuhorninu. Þar mun Berglind æfa verk Brian Ferneyhoughs ‘Cassandra’s Dream Song’ fyrir opnum tjöldum og eru gestir […]

Listamannaspjall um Samhengissafnið

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall Önnu Líndal um Samhengissafnið / Línur í Harbinger fimmtudaginn 11/9 ( í dag ) kl. 16.00. Þar mun Anna segja frá bókverki sem unnið var sérstaklega fyrir sýninguna og opna lokaða kassa. Samhengissafnið er hjúpur fyrir áþreifanlega hluti, staka atburði, upplifun eða samfélagslegan núning sem skilur eftir sig […]

Ætar kökuskreytingar

Þriðja ljóðabók Emils Hjörvars Petersen, Ætar kökuskreytingar, kemur út næstkomandi fimmtudag, 4. september 2014. Forlagið Meðgönguljóð er útgefandi bókarinnar. Ætar kökuskreytingar er ljóðabók fyrir fólk sem leitar að sannleik og fegurð í samfélagi sem telur hamingjuna felast í veislum þar sem boðið er upp á kökur með ætum skreytingum. Bókin er sú sjötta í kaffibollaseríu Meðgönguljóða—grasrótarforlags sem sérhæfir sig í útgáfu […]

Veggmynd Errós afhjúpuð að Álftahólum í Breiðholti, laugardaginn 6. september kl. 14

Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar afhjúpunar á vegglistaverki Errós á Álftahólum 4-6 í Breiðholti laugardaginn 6. september kl. 14 að viðstöddum listamanninum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpar veggmyndina. Sama dag verður sýning á verkum Errós opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi kl. 16 ásamt sýningu á verkum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur og Mojoko & Shang Liang frá […]

Alheimsupplestur til stuðnings og heiðurs uppljóstraranum Edward Snowden

Mánudagskvöldið 8. september verður dagskrá tileinkuð Edward Snowden á Loft Hostel, Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. Dagskráin er hluti af alheimsupplestri til heiðurs honum sem skipulagður er af Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Berlín. Þetta sama kvöld verða upplestrar um heim allan, frá Lillehammer til Cape Town og Nýja Sjálandi til Íslands, þar sem yfir 200 rithöfundar og […]

Palestínskar konur, býflugur og blóm

Helga Sigurðardóttir og Margrét Kristjánsdóttir sýna í Anarkíu

Laugardaginn 6. september klukkan 15 verða opnaðar tvær nýjar myndlistarsýningar í Anarkíu í Kópavogi. Í þetta sinn eru það þær Helga Sigurðardóttir og Margrét Kristjánsdóttir sem sýna verk sín. Sýning Helgu Sigurðardóttur í neðri sal Anarkíu ber yfirskriftina Um býflugurnar og blómin. Þar er annars vegar um að ræða ljósaskúlptúra, gerða úr pappamassa, og hins vegar vatnslitaverk, máluð á vatnslitastriga og […]

Samhengissafnið / Línur

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á sýningu Önnu Líndal  Samhengissafnið / Línur Sýningin opnar þann 30. ágúst, kl. 17 Samhengissafnið er hjúpur fyrir áþreifanlega hluti, staka atburði, upplifun eða samfélagslegan núning sem skilur eftir sig punkt í vitundinni.  Árið 1435 skrifaði Leon Battista Alberti.  “Punktur er merki/tákn sem ekki er hægt að skipta upp í einingar,  þegar […]

Uppsprettan lýsir eftir handritum

Uppsprettan er nýtt fyrirbæri í íslensku leiklistarlífi og er einskonar pop-up leikhús. Uppsprettan N°3 verður haldin í Tjarnarbíói 22. september n.k. og núna erum við að auglýsa eftir handritum og því sendum við ykkur þennan tölvupóst og biðjum ykkur endilega um að áframsenda á félaga ykkar. Uppsprettan auglýsir eftir handritum. Við hjá Uppsprettunni erum að […]

Starfslaun listamanna

Við vekjum athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um starfslaun listamanna. Umsóknarfrestur rennur út 30.september. Sækja skal um listamannalaun á vefslóðinni www.listamannalaun.is sem leiðir umsækjanda beint inn á umsóknarsíðu listamannalauna hjá Rannís.

Gestir úr austri í Anarkíu

Það er okkur Anarkíufélögum mikill heiður að kynna myndlistarmennina Serhiy Savchenko frá Úkraínu og Alexandr Zabavchik frá Hvíta-Rússlandi fyrir íslenskum listunnendum, en næstkomandi laugardag, 9. ágúst, opna sýningar þeirra í listasölum Anarkíu. Sýning Serhiy Savchenko ber titilinn The erotic in figure and landscape, eða hið erotíska í fígúru og landslagi. Serhiy, sem er frá Úkraínu, […]

Listamannaspjall/sýningarlok í Harbinger

Harbinger hóf göngu sína 14/6 með sýningu Bjarka Bragasonar Ef til vill það sem hann í(perhaps that in which he). Þeirri sýningu er nú að ljúka og af því tilefni verður Bjarki með listamannaspjall á morgun, laugardaginn 12. júlí kl 15. Auk þess eru breyttir opnunartímar vegna sýningarloka fðstudagur 11/7 16 -18 laugardagur 12/7 14 […]

Stefán Bogi brennur

Stefán Bogi Sveinsson hefur sent frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber heitið Brennur. Stefán Bogi hefur komið víða við og meðal annars vakið athygli í liði Fljótsdalshéraðs í spurningaþættinum Útsvari nokkur undanfarin ár. Brennur er hans fyrsta ljóðabók og hefur að geyma 37 ljóð sem ort eru á undanförnum árum, en Stefán hefur að […]

Tilkynnt um nýræktarstyrki MÍB

Plan B, Stálskip, Úlrika Jasmín og Kvíðasnillingarnir hljóta Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2014 Miðstöð íslenskra bókmennta veitti í dag fjórum nýjum höfundum Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra. Kristín Helga Gunnarsdóttir, nýr formaður Rithöfundasambands Íslands tilkynnti hverjir hlytu styrkina í ár í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, kl. 16:00 í dag. Þetta er í sjöunda skiptið […]

Sumarslamm!

Sumarslamm Bókmenntaborgarinnar, Meðgönguljóða og ORT: Við slömmum inn sumarið í ljóðaslammkeppni á Loft hostel í dag laugardaginn 24. maí kl. 17:00. Reglurnar eru einfaldar: Hver slammari hefur þrjár mínútur til að heilla dómara og flytja þarf blaðalaust. Dæmt verður fyrir sviðsframkomu, skáldskap og frumleika. Skráning er hafin hjá ritstjorn@medgonguljod.com Pólski ljóðaslammarinn Wojciech Cichon verður yfirdómari […]

Útgáfuhóf Flæðarmáls í dag

Ljóða- og smásögusafnið Flæðarmál verður formlega gefið út í dag þann 22. maí og verður að því tilefni blásið til heljarinnar útgáfuhófs á Loft Hostel. Fljótandi veitingar og aðrar í föstu formi, bókaflóð, "Hverjir voru hvar", upplestur úr bókinni og stórsveitin Kælan Mikla mun leika nokkur lög. Bókin verður einnig til sölu á staðnum á […]

Annar árgangur 1005

Annar árgangur tímaritraðarinnar 1005 lítur dagsins ljós í dag, laugardaginn 10. maí. Af því tilefni efnir 1005 til útgáfuhátíðar á BSÍ (þ.e. Umferðarmiðstöðinni) í Reykjavík kl. 16.00 þennan sama dag. Þar gefst bókmenntaunnendum kjörið tækifæri til að njóta stundarinnar og bókmenntanna. 1005 færir lesendum sínum að þessu sinni fjórfaldan glaðning, alls um 400 síður. Þetta […]

Kristín Helga Gunnarsdóttir nýr formaður RSÍ

Í kvöld á aðalfundi Rithöfundasambandsins voru talin atkvæði í stjórnarkjöri, en Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson tókust á um formannsstólinn á meðan Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson vildu embætti meðstjórnanda. Fóru leikar svo að Kristín Helga verður formaður og Hallgrímur Helgason meðstjórnandi. Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson voru sjálfkjörnir í stjórn.

Úthlutun þýðingarstyrkja 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingarstyrkja á íslensku, fyrri úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku. Eftirtalin verk hlutu […]

Skáldskapurinn í sagnfræðinni og sagnfræðin í skáldskapnum

Í kvöld, miðvikudaginn 7. maí, kl. 20:00 munu útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Loft Hostel við Austurstræti. Þátttakendur eru Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Sigrún Pálsdóttir, rithöfundur, Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Sjón, rithöfundur. Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagnfræði. Hvað […]

Samsuðuuppboð til styrktar Listum án landamæra

Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24 27. apríl, 18.00 Síðastliðinn miðvikudag opnaði listasýningin SAMSUÐA á Kjarvalsstöðum. Átta listamenn tóku þátt og unnu tveir og tveir saman, einn fatlaður og einn ófatlaður. Verkin sem komu út úr samstarfinu verða boðin upp á sunnudaginn kemur, 27. apríl klukkan 18.00, til styrktar hátíðarinnar List án landamæra en sú hátíð leggur áherslu […]

ISOLARIO: Fyrirlestur um ljóðagerð Guðbergs Bergssonar

Föstudaginn 25. apríl, kl. 18.00 Húsnæði Esperantosambandsins Skólavörðustígur 6b Fyrirlesari Birna Bjarnadóttir, dósent í íslenskum bókmenntum við Manitóbaháskóla. Hún hefur rannsakað fagurfræði íslenskum nútímabókmenntum um árabil en er nú í rannsóknarleyfi á Íslandi og dvelur í Reykavík þangað til í maí. Aðgangur ókeypis. Kaffi og kleinur 500 kr.

Flæðarmálið hópfjármagnað

Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda sem leitar hópfjármögnunar í gegnum Karolina Fund. Í verkinu hefur ljóðum og smásögum verið raðað saman svo textarnir myndi sérstakt flæði ólíkra radda sem allar mætast í Flæðarmáli. Bókin er samstarf ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands sem njóta leiðsagnar Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra Forlagsins. Hægt er að lesa ljóð […]

Bjarni Bernharður sýnir í Anarkíu

Laugardaginn 5. apríl kl. 15 – 18 verður opnuð sýning á verkum Bjarna Bernharðar í efri salnum í Anarkíu listasal í Kópavogi. Á sýningunni eru akrýl- og olíumyndir. Sýningin er sölusýning og er verðinu still í hóf. Sýningin mun standa til 4 maí. Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 (norðanmegin) í Kópavogi. Þá […]