Mótþrói

Á mánudaginn næstkomandi verður Mótþrói – ljóðahátíð og útgáfuhóf í Iðnó klukkan átta, þar sem tvær ljóðarkir líta dagsins ljós. Fá gestir frítt eintak af báðum ljóðörkunum meðan birgðir endast.

Skáldin sem koma að verkefninu eru Anna Hafþórsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Ella Wiberg, Eydís Blöndal, Fríða Ísberg, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Hólmfríður María Bjarnardóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Nanna Vibe, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sólveig Eir Stewart, Stefanía dóttir Páls, Úlfur Bragi Einarsson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.

„Lífið er fallegra þegar maður er þunnur“

Vaxtarverkir þúsaldarkynslóðarinnar

Það er skrýtið að vera ungur í dag. Við göngum um með tæki í vasanum sem geta veitt okkur alla heimsins þekkingu og komið okkur í snertingu við einstaklinga hinum megin á hnettinum með því bókstaflega að veifa fingri. Við getum tekið smálán og hoppað upp í næstu flugvél til Benidorm en berjumst samt við […]