Ástríðulausi listamaðurinn

Sýning Arnar Alexanders Ámundarsonar í Listasafni Reykjavíkur er ekki fyrirferðarmikil og maður gæti alveg óvart haldið að hún væri alls ekkert sýning, heldur bara ókláraður undirbúningur fyrir uppsetningu. Þetta er svona sýning milli sýninga, afsakandi, hikandi og svo óörugg að hún neyðist hálfpartinn til að skýra tilvist sína með ítarlegum útskýringum á hvað sé list inn […]

Göngutúrinn: listform 21. aldarinnar

Um Everybody's Spectacular, seinni hluti

Göngutúrinn er listform 21. aldarinnar. Eða eitthvað í þá áttina gæti manni dottið í hug að lokinni Everybody´s spectacular þar sem þó nokkrar sýningar gengu einmitt út á að ganga. Þær voru þó nokkuð ólíkar, og þær tvær sem ég nefni hér og sá sama dag eiga fátt annað sameiginlegt en landfræðilega staðsetningu á Skólavörðuholtinu […]

Af leikhúsi og leikhúsmisnotkun

Um sýningarnar Still Standing You og Stripp á Everybody´s Spectacular

Á sviðinu situr kona. „Þetta er Olga. Hún Olga, vill að þú vitir að þú megir horfa á hana,“ segir hin konan á sviðinu. Nokkurn veginn þannig byrjar sýningin Stripp, heimildarleikhús sem fjallar um þriggja mánaða reynslu íslenskrar leikkonu af nektardansi í Berlín og leikhúsmisnotkun. Það væri ekki fjarri lagi að segja að þetta leyfi, […]

Samkomulagið

Jólasaga eftir Snæbjörn Brynjarsson

Snjónum kyngdi niður. Yfirleitt fylgdu hvassir vindar slíkum snjóþunga en þetta kvöld var stillt og hljóðlátt, svo snjórinn hrannaðist þögult upp í blauta og þunga skafla. Fjörðurinn hafði þegar verið einangraður í heilan mánuð sem var ekki svo skrítið á þessum tíma árs, enda var hann umlukinn bröttum fjöllum sem meira að segja á sumrin voru snævi þakin. Tindar þeirra gnæfðu yfir allt og hver svo sem leit upp í átt til þeirra fann hversu smáar og ómerkilegar manneskjurnar bjuggu þennan fjörð voru.