Formáli og fyrsti kafli úr Sólhvörfum

desember, 2016 vetrarsólhvörf   Rautt vax drýpur. Saman dást feðgarnir að kransinum og ræða hversu vel þeim tókst að krækja könglana í grenisprotana og binda borðana á rétta staði svo kertisloginn næði ekki til þeirra. Þeir höfðu farið eftir leiðbeiningum sem sonurinn fékk í skólanum nokkrum vikum fyrr, í fyrsta bekk læra börnin að búa […]

Tíminn drepinn

Hugleiðingar um bóksöluhrun, fantasíur, glæpasögur og fagurbókmenntir

Átök eru í aðsigi. Eða hvað? Undanfarnar vikur hef ég lesið hálfkveðnar vísur eftir íslenska rithöfunda og annað bókmenntafólk um hvað valdi hinu svokallaða hruni í bóksölu á Íslandi eftir að því var flaggað að hún hefur dregist saman um þriðjung. Höfundar úr ólíkum kreðsum hafa hnýtt hver í annan og gert tilraun til að […]

Enginn gálgafrestur

Tannhjól gnístast saman, þjöppuð, tönn fyrir tönn. Jaðrar drauma eru að baki; skipsflök í sandi. Skuldum vafin svíf ég gegnum hliðið, hlekkjuð ung bakaramey. Negldur á krossi hlær gamall smiður og gefur mér auga fyrir auga. Hvimleið er þessi hringrás. Skyldi honum ekki líka leiðast? Hrafnar tveir hliðverðir undirmeðvitundar lækka flugið með háværu krunki. Það […]

Skáldskapur vikunnar: Níðhöggur

Brot úr þriðja bindi Sögu eftirlifenda eftir Emil Hjörvar Petersen

Níðhöggur (sýnishorn) til niðurhals: Hér er er gripið niður í tvo kafla um miðbik bókarinnar, án þess þó að megin atburðarásinni sé spillt. Saga eftirlifenda III: Níðhöggur, lokabók þríleiksins, er væntanleg í október næstkomandi. Forsíðumynd Níðhöggs teiknaði Sigmundur Breiðfjörð. Fyrri tvær bækur þríleiksins eru:

Aflausnarseiður eftir Emil Hjörvar Petersen

  Samviskan rauðglóandi gegn samvistun kuldagadds og gildi höfuðstóla nær hámarki við suðumark. Kýldar voru sællífis vambir kýldir voru rakir kjálkar allar vertíðir allan ársins hring. Höggin fannst okkur gjarnan þægileg því við þrifumst í gufunni úr þeim suðupotti sem við kölluðum tilvist. En nú, í soðningu úthverfa sýna veggjakrotin handan suðumarks: Aðeins dynjandi trumbur […]