Opið bréf til gatnamálastjóra

Kæri herra gatnamálastjóri þú meistari öngstrætanna leiðir okkar hlutu víst fyrr eða síðar að skarast oft hef ég velt því fyrir mér hvar þú haldir þig og virðist nú hafa rambað á miðju völundarhússins hjarta glitvefnaðarins hvern hefði grunað að það væri einmitt hér í þessari brynningarholu úr alfaraleið kæri herra gatnamálastjóri þú ert vefarinn […]

Göng til Gaza

Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt á sömu lund: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar […]

„Hún var útgerðarkona úr Stykkishólmi og fyrsta manneskjan með starfhæfa eiturkirtla.“

‒ Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje

Framan á kápu bókarinnar er ritað stórum stöfum „textar“: eins almenn lýsing og hugsast getur, en um leið örlítið villandi, því miðað við almenna málvitund og fyrri störf höfundar gæti lesandi auðveldlega haldið að hér sé búið að taka saman og gefa út rapptexta herra Kötts. Það var jú í tónlist sem hann náði fyrst […]

Frjómagn erginnar

‒ Um Greitt í liljum eftir Elías Knör

Greitt í liljum er önnur ljóðabók Elíasar Knörr (Knarrar?) sem út kemur á íslensku. Opinberlega mun Elías heita Portela að eftirnafni, upprunninn í Galisíu á Spáni þar sem hann hóf sinn skáldferil. Fyrri bók hans á íslensku, Sjóarann með morgunhestana undir kjólnum, frá árinu 2010, hefur undirritaður því miður ekki lesið en semsagt: hér höfum […]

Þula ‒ jöklabréf

Peningar bragðast eins og aska. Ég bjó þar til nýlega undir jökli, eins og þú veist. Að vinna, ég þarf enn að borða. Úti í sveit, mögulega haldinn votti af útópískri þrá, löngun til að stíga út fyrir samfélagið, búa til nýtt samfélag einhvers staðar langt í burtu. Sem er auðvitað kjaftæði. Túristarnir vildu vita […]

Þrjú ljóð eftir Kára Pál

Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]

Við svofelld annarleg orð

Um bókina Fjögur skáld – upphaf nútímaljóðlistar á íslensku eftir Þorstein Þorsteinsson

Nýtt rit um nútímaljóðlist eftir Þorstein Þorsteinsson sætir óneitanlega tíðindum og er fagnaðarefni af að minnsta kosti tveimur ástæðum. Sú fyrri er að síðast þegar hann sendi frá sér bók var það jú Ljóðhús, stórt og mikið verk um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita árið 2007 og hlýtur einfaldlega að […]