Hin ótrúlega sannsögusýning

Fyrsta júní verður blásið til sannsöguráðstefnunnar NonfictionNOW í Háskólabíói með málstofu og sýningu kvikmyndarinnar Draumalandið, sem byggir á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Næstu daga á eftir verða málstofur í Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um „sannsöguleg skrif í öllum sínum fjölbreytileika“, einsog segir í tilkynningu, auk sérstakra fyrirlestra í Silfurbergi í Hörpu og höfundakvölda með íslenskum […]

Ljóð um skýrar kröfur byltingarinnar

Við viljum ganga í Evrópusambandið eða ekki og Noreg eða ekki og kjósa um nýja stjórnarskrá eða ekki. Við viljum vera frjáls. Við viljum vera sjálfstæð. Við viljum vera reið og að á okkur sé tekið mark. Krafan er skýr og krafan er þessi: Við mótmælum Landspítalanum og flugsamgöngunum og jarðgöngunum. Við mótmælum Stöðvarfirði og […]

Fasistar á bókamessu

– Á annað hundrað sænskra rithöfunda sniðgengur Bókamessuna í Gautaborg

Á forsíðu sænska tímaritsins Nya Tider getur að líta (24. apríl, 2017) fréttir um sadisma og mannfyrirlitningu  á yfirlitssýningu Marinu Abramovic í Moderna Museet, um samsæri mannréttindasamtaka og „manneskjusmyglara“  um að koma flóttamönnum til Evrópu, viðtal við hægriöfgamanninn Geert Wilders með fyrirsögninni „Við höfum verið nýlenduvædd“ og frétt um að til að mæta Jarðarstundinni – Earth Hour, […]

Óskiljanleg upphefð: Um Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa

Öll verðlaun verða að eiga sér prófíl – einhvern karakter sem skilur þau frá öðrum verðlaunum, einhverja fagurfræðilega afstöðu – og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar falla að manni sýnist iðulega í skaut hnyttnasta skáldi landsins. Þar drottnar húmorinn, svo að segja – í öllu falli er sigurvegarinn oftast nær mjög hnyttinn og árið 2016 var engin undantekning þegar […]

Að tigna vörtuna í kontrast

 – Garðaleiðir eftir Skarphéðinn Bergþóruson

Spurningarnar sem koma yfirleitt upp í huga mér þegar ég les ljóðabækur eru (ekki endilega alltaf þessar og ekki endilega alltaf í þessari röð): Hvað vill bókin segja mér, ef þá nokkuð? Hvernig myndi ég lýsa stemningunni í bókinni? Hverju líkist þessi texti (og hvernig er hann ólíkur því sem hann líkist)? Hvað gerir textinn […]

FUBAR: Sennilega besta danssýning menningarsögunnar

Ég fer sjaldan í leikhús af þeirri ástæðu einni að ég hef lítið búið í Reykjavík um ævina og flestar leiksýningar fara ekkert út fyrir borgarmörkin. Við erum bara ekki nógu oft í sama lífhvolfinu, ég og allar leiksýningarnar, og þetta kúltúrland er stundum dálítið allt á sama blettinum. Þar sem ég hef búið erlendis […]

Hið einstaka er illfáanlegt

Viðtal við Arngunni Árnadóttur, höfund Að heiman

Ein af áhugaverðari skáldsögum jólabókaflóðsins er skáldsagan Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar – og sömuleiðis fyrsta skáldsagan sem forlagið Partus Press gefur út, og með því fororði að hér sé komin ein eftirtektarverðasta „frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld“. Hvorki meira né minna. Starafugli lék eðli málsins samkvæmt forvitni á að […]

Gæskan má aldrei vera feik

viðtal við Sölva Björn Sigurðsson, höfund Blómsins

Fimmta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Blómið, gerist á afmælisdegi athafnamannsins Benedikts Valkoff  árið 2015. En kjarni hennar – eða hvatinn að baki flestum atburðum bókarinnar – er dularfullt hvarf systur hans, Margrétar, sem á sér stað nákvæmlega 33 árum fyrr. Á tæpum 300 blaðsíðum grefur Sölvi síðan dýpra og dýpra í þennan fjölskylduharmleik þar til mann […]

Skuld þýðandans

Erindi flutt á ráðstefnu ÞOT 30. september síðastliðinn

Kæru gestir. Ég hætti að þýða bækur árið 2009, fyrir sjö árum síðan, næstum upp á daginn. Það var haust, sonur minn var nýfæddur og ég hafði ekki sofið vikum saman. Ég var með tóma vasa og í tilvistarkreppu – vanur að vera fátækur en ekki vanur að vera fátækur og eiga barn – og […]

Bob Dylan, nóbelskáld

Það er ekki áhugavert að velta því fyrir sér hvort Bob Dylan sé góður tónlistarmaður eða ekki, hvort hann sé rödd kynslóðar eða ekki, hvort hann sé verður allrar viðurkenningar eða ekki. Augljóslega er ekkert mál að finna ótal dæmi um skáldskap frá honum sem virðist klaufalegur, sem og skáldskap sem hefur haft djúpstæð áhrif á […]

Ljóð um dóttur mína

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er uppgjafa framúrstefnuskáld, útnárabúi og úrvinda skáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, þar á meðal Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum! (2007) sem er án efa ein þyngsta ljóðabók aldarinnar (í grömmum talið). Hann […]

Endurbókun í Listasafni Ísafjarðar

Rætt við Gunnar Jónsson yfir myndlistarsýningu og hádegisverði

Safnahúsið á Ísafirði hýsir einsog nafnið gefur til kynna söfn en þó fyrst og fremst eitt safn: hið mikilfenglega héraðsbókasafn Ísafjarðarbæjar. En þar eru líka Héraðsskjalasafnið og ljósmyndasafn bæjarins. Í einum sal á annarri hæð hússins er svo að finna Listasafn Ísafjarðar. Í ár hefur meðal annars verið þar sýningin Vex eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur […]

Stórmennskubrjálæðingurinn er alltaf einn

Um Richard III (a one woman show) í Suðureyrarkirkju 11. ágúst 2016

RICHARD IIIAðalhlutverk: Emily Carding Önnur hlutverk: Gestir Aðlögun úr leikriti William Shakespeare: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Emily Carding Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Hver er andstæðan við post scriptum? Pre scriptum? Forskrift? Uppáskrift? Ávísun á lyf? Heitið á útúrdúr sem birtist áður en maður kemur sér að sjálfu efninu? Þetta er í öllu falli þess lags útúrdúr: […]

Ljóð um greint rými og fleiri stök

Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]

Í klóm knæpunnar (Tram 83 og síðnýlendan)

Skáldsagan Tram 83 eftir kongómanninn Fiston Mwanza Mujila – sem ég las á sænsku – gerist mikið til inni á knæpunni sem bókin heitir eftir. „Borgarlandið“ þar sem knæpan er staðsett er námubær – borg eða land, höfundurinn segir að hún sé hvorugt og bæði. Aðalsöguhetjurnar eru rithöfundurinn og leikskáldið Lucien og vinur hans, braskarinn […]

Prince (1958-2016)

Það voru áreiðanlega 15 þúsund manns sem skildu okkur að – mannhafið fyrir framan mig og hann einsog pínulítill tindáti í móðu lengst, lengst í burtu – ég var lúinn og einn og drónið var endalaust, mannfjöldinn kannaðist bara við tón af og til, likk af og til, og þá fóru hrollstunur um hópinn. Og […]

Hálfvolgur Kalli

Bækurnar um Kalla kalda eftir Filippus Gunnar Árnason með teikningum eftir Önnu Þorkelsdóttur eru orðnar þrjár talsins: Kalli kaldi og snjósleðinn, Kalli kaldi fer í búðina og Kalli kaldi og veiðiferðin. Allar bera þær undirtitilinn „Skemmtileg saga fyrir stráka og stelpur“. Í snjósleðabókinni ætla Kalli og vinur hans Bjarni að fara út að renna sér […]

Einsog hún hafi alltaf verið þarna

Um þjóðsöguna Sóla og sólin eftir Ólöfu Sverrisdóttur með myndskreytingum eftir Rio Burton

Sóla er eitt af börnum Grýlu en sker sig úr fjölskyldunni fyrir að þykja vænt um börn og vilja ekki hrekkja nokkurn mann. Hún er fædd á sumardaginn fyrsta og fékk nafnið af þeim sökum – en eitt árið lætur sólin ekki sjá sig á afmælisdaginn. Þá fer Sóla á stúfana eftir nöfnu sinni. Hún […]

Litamanifestóið: Alþýðusaga

Um Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt, með myndskreytingum eftir Oliver Jeffers

Söguþráðurinn er sirkabát svona: Daníel ætlar að fara að lita en þegar hann opnar litakassann sinn eru þar engir litir heldur bunki af bréfum. Bréfin eru frá litunum, sem eru farnir í verkfall. Kröfur þeirra eru ekki samræmdar – en þó mætti kannski segja að allir vilji þeir betri kjör, þótt hver þeirra skilgreini kjörin […]

Blekkingin um alsælu líkamans

Um Kroppurinn er kraftaverk eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur

„Líkaminn er ekkert hús“, sagði sonur minn þegar ég spurði hann hvers vegna sér hefði ekki þótt Kroppurinn 1 er kraftaverk , eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur, vera skemmtileg. Og fékkst ekkert til að útskýra það frekar. Líkaminn er bara ekkert hús. Nú skortir Aram Nóa ekki hugmyndaflug og er vel vanur […]

Lopapeysurómantík og grásleppuhobbí

Um Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson

Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur – með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson – er fyrsta bókin af fjórum um Gumma og Rebba. Hún kom út árið 2012 en sú nýjasta, Gummi fer í fjallgöngu, kom út núna fyrir jólin. Í einhverjum skilningi er þetta kunnugleg saga, þótt ég geti ekki beinlínis sagt hvar ég hef heyrt hana áður. Gummi er lítill strákur sem er í sveit hjá ömmu sinni og afa. Í dag fær hann að fara til sjós í fyrsta sinn með afa sínum.

„Ekki vissi ég að þú værir í löggunni!“ – viðtal við Bryndísi Björgvinsdóttur

Á meðan ég les hana hugsa ég: Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttir er bók af því tagi sem gæti kannski bjargað heilli kynslóð frá ólæsi. Ekki bara er hún skemmtileg – bæði ha-ha skemmtileg og áhugaverð – heldur er líka nógu gott tempó í henni til að halda athyglisbrostnustu lesendum við efnið. Hún ætti auðvitað að […]

23 kenningar um Yahya Hassan

Síðasta vor fékk danska bókmenntatímaritið Kritik fjögur skáld til að rýna í bókina Yahya Hassan eftir Yahya Hassan, sem er nýkomin út á íslensku. Skáldin voru Ulf Karl Olov Nilsson, Athena Farrokhzad, Pedro Carmona-Alvarez og Eiríkur Örn Norðdahl. Dómur þess síðastnefnda, sem er einnig ritstjóri Starafugls, birtist hér einsog hann var prentaður, á ensku. Annar dómur – „frumsaminn á íslensku“ – mun birtast þegar líður á jólabókaflóðið.

Að útdeila réttlæti: Viðtal við Steinar Braga

Nýjasta skáldsaga Steinars Braga, Kata, á það ekki bara sameiginlegt með fyrri bók hans, Konum (2008), að ofbeldi gegn konum sé í forgrunni heldur er einsog þær verði að umræðusvelg sem lesendur þeytast í kringum lengi eftir að þeir lesa bækurnar – og raunar, í báðum tilvikum, nokkru áður en þær komu einu sinni út, […]

71: After the Gold Rush með Neil Young

Harvest var númer 78. Það er plata sem ég þekki miklu betur. Plata sem mér finnst frábær. Ég fór út að hlaupa með þessa í eyrunum áðan og hún fór að mestu framhjá mér – það er eitthvað hversdagslegt og þægilegt við hana, en ég get ekki sagt að hún hafi hreyft neitt við mér. […]

72: Purple Rain með Prince

Purple Rain hefst á eins konar predikun sem bráðnar út í eitíssmellinn Let’s Go Crazy – svo allt verður eitt, einsog í babtistakirkjum bandaríkjanna (eða réttara sagt, einsog þær kirkjur koma manni fyrir sjónir í bíómyndum), sviti, stuð, trú, harmur heimsins og líbídó: Dearly beloved, we have gathered here today To get through this thing called […]

73: Back in Black með AC/DC

AC/DC er harðvíruð í sálina á mér. Ég veit ekki hvort það er nokkuð sem ég get að því gert. Þegar ég var svona átta-níu ára var sýnd auglýsing í sjónvarpinu – það var verið að auglýsa Bylgjuna – með upphafstónunum úr You Shook Me All Night Long. Ég man ekki hvað gerðist – það var áreiðanlega […]

74: Otis Blue með Otis Redding

Í rokkplötusafninu hans pabba voru Otis Redding, Wilson Pickett, Aretha Franklin og Ray Charles saman á tvöfaldri plötu. Gott ef Otis og Wilson voru ekki á sitthvorri hliðinni á einni. Ég er meiri Wilson maður, þótt ég kunni líka ágætlega við Otis. En það er kaldhæðnislegt að á Otis Blue séu áhugaverðustu lögin annars vegar […]

Ritstjórnarpistill: Að deila list og deila um list

Ég veit ekki hvort deildu.net eða Piratebay eru réttu aðilarnir til að útdeila – eða græða á 1 – ókeypis menningarafurðum, en mér finnst stundum einsog gagnrýnin á dreifinguna (eða þjófnaðinn) gangi meira og meira út á að menningarafurðir megi bara alls ekki vera ókeypis, og það sé einfaldlega frekja að krefjast aðgengis (altso: menningin tilheyrir […]

75: II með Led Zeppelin

Ég held ég kunni öll lögin á þessari plötu á gítar. Eða hafi a.m.k. kunnað þau þegar ég var 19 ára. Allavega mörg. Kannski er það munurinn á Jimmy Page og Jimi Hendrix – með fullri virðingu fyrir þeim fyrrnefnda, sem er einn af allra bestu riffsmiðum 20. aldarinnar: Maður getur hermt eftir Jimmy Page. Endorfínskt […]

Lyktin af blóði þess sem skrifar

– Viðtal við Soffíu Bjarnadóttur

Á heimasíðu Forlagsins segir um skáldsögu Soffíu Bjarnadóttur, Segulskekkju, að hún sé „saga um lífsviljann og þá krákustíga sem manneskjan fetar í leit að sátt við eigin tilvist.“ Hildur von Bingen er við uppgröft í Karijoki í Finnlandi þegar móðir hennar fellur frá og hún ferðast til Flateyjar um miðjan vetur til að mæta í […]

79: Star Time með James Brown

Yfirleitt næ ég ekki að klára heila plötu á hlaupunum – ekki nema platan sé óvenju stutt eða ég hlaupi óvenju langt. Flestar plötur fara yfir 40 mínútna múrinn og ég hleyp yfirleitt 30-40 mínútur. Þá hlusta ég á restina á meðan ég teygi mig og læt plötuna kannski ganga líka þegar ég kem úr […]

80: Odessey & Oracle með The Zombies

„Changes“ með sixtísbandinu The Zombies er eitt af þessum lögum sem ég man ekki hvernig enduðu á tölvunni minni. Kannski var það á einhverjum safndiski. Kannski halaði ég því niður af einhverri heimasíðu. Mig rekur óljóst minni til að hafa kannski fundið það á bloggi Dr. Gunna en það er sem sagt mjög óljóst. Fínt […]

81: Graceland með Paul Simon

Ég tengi sólóferil Pauls Simon allan við einhvers konar menningarstuld 1. Einsog hann hafi farið ránshendi um afrískan og afrísk-amerískan menningarheim. Sem hann auðvitað gerði. En það er líka ósanngjarnt – þetta er góð tónlist, frábær tónlist á köflum. Bræðingur á Paul Simon og suður-afrískri þjóðlagatónlist. Mér finnst leiðinlegt að vera fúll yfir þessu. Titillagið […]

76: Imagine með John Lennon

Imagine er ekki á Spotify. Ég get ekki sagt að það hafi gert mig mjög leiðan. Þetta er ekki alveg sá Lennon sem ég hef í uppáhaldi á tyllidögum. Ekki það ég sé í kórnum sem telur Yoko Ono hafa skemmt hann – nema að svo miklu leyti sem þau skemmdu hvort annað. Grapefruit Yoko […]

77: The Clash með The Clash

Ég er á bókamessu í Gautaborg, á fínu þriggja turna fjögurra stjörnu hóteli hinumegin við götuna frá tívolíinu Liseberg í hverfi þar sem er varla hægt að fá matarbita fyrir minna en 180 SEK (3000 kall – matur á veitingastöðum í Svíþjóð er almennt miklu ódýrari en á Íslandi). Morgunverðurinn er dásamlegur – ég missti af honum […]

78: Harvest með Neil Young

Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að Neil Young hafi tekið upp þessa plötu í bakspelkum eftir mótorhjólaslys, útúrdópaður á verkjalyfjum, hallandi sér upp að magnaranum með lokuð augun og beðið þess að þetta helvíti væri búið og hann gæti snúið sér að batanum. Þessu get ég áreiðanlega slegið upp. Augnablik. Nei. Ég […]

82: Axis: Bold As Love með Jimi Hendrix

Þar til ég var svona 18-19 ára ætlaði ég að verða gítarleikari. Það voru að vísu alltaf frekar „raunhæfir“ gítarleikaradraumar, snerust að mestu um að „eiga hljóðfærabúð og spila á gítar“ eða „kenna í tónlistarskóla og spila á gítar“. Ég var meira að segja að velta því fyrir mér á tímabili að gerast „fæðingarlæknir sem […]

Tilraunir í félagslegu krúttraunsæi

Viðtal við Sverri Norland, höfund Kvíðasnillinganna

Ég segi nokkrar sögur í Kvíðasnillingunum. Fyrsti hluti fjallar um vináttu drengjanna þriggja, „kvíðasnillinganna“. Þar eru þeir litlir og frekar saklausir strákar í leit að ævintýrum. Sá næsti lýsir því hvernig þeir reyna seinna á þrítugsaldri að slá í gegn í ferðamannabransanum með því að stofna farfuglaheimilið Hostel Torfbæ og síðan barinn Hipster Torfbar. Um leið klúðra þeir svo nokkrum ástarsamböndum við hæfileikaríkar og klárar stelpur. Þriðji og síðasti hluti fjallar um það þegar Steinar, aðalpersónan, gerist húsvörður í Íslendingakoti, eða „Aumingjahælinu“, heilsulind fyrir gjaldþrota og dapra Íslendinga sem rekin er af góðhjörtuðum útrásarvíkingi. Íslendingakot er eins konar ruslakista fyrir allt misheppnaðasta fólk þjóðarinnar.

84: Lady Soul með Arethu Franklin

Það verður ekki beinlínis sagt að Aretha Franklin sé með litla og brothætta rödd sem þurfi sérstaklega að halda uppi með nýjustu tækni og vísindum, en það er magnað að hlusta á muninn á upprunalegu útgáfunni á „Chain of Fools“ – sem opnar þessa plötu – og endurhljóðblönduðu og óklipptu útgáfuna sem kemur sem bónusefni […]

85: Born in the USA með Bruce Springsteen

Ég var svolítið hikandi gagnvart þessari plötu. Annars vegar fíla ég ímynd Bruce Springsteens – fíla verkalýðsfílinginn. Sérstaklega á glamúrtímum. Við megum alveg við meiri rifnum gallabuxum, smurolíuputtum og heimaklippingum. Bruce Springsteen er einfaldlega legit, representing, keeping it real einsog það hét hjá tónlistarmönnum í geira þar sem slíkt skipti einu sinni máli. Hins vegar […]

86: Let it Be með Bítlunum

Það myndast önnur tegund af venslum – sem verða vel að merkja ekki fölsuð – þegar þjóð tekur upp á að endurskíra borgir eða lönd upp á sína eigin tungu. Kaupmannahöfn og Árósar standa en Lundúnir og Kænugarður eru á undanhaldi. Ætli Nýja Jórvík hafi nokkurn tímann verið annað en rembingur? Þessi venslamyndun á sér […]

87: The Wall með Pink Floyd

Nú hljóma ég áreiðanlega dálítið einsog Sindri Eldon en þessi plata er án minnsta hugsanlega vafa ofhlaðnasta flúrrúnk sem ég hef á ævinni hlustað á. Ég er hreinlega miður mín eftir hlustunina. The Wall með Pink Floyd er „verk“ – einhvers konar rokkópera á kókaínstílum – sem veit ekki hvort það vill heldur vera óður […]

88: At Folsom Prison með Johnny Cash

Ég syng ekki alltaf opinberlega en þegar ég syng opinberlega þá syng ég Folsom Prison Blues. Það var eiginlega bara einu sinni, með Hallvarði Ásgeirssyni – sem söng að mig minnir San Quentin – á minningartónleikum um Johnny Cash rétt eftir að hann dó 2003. Aðrir sem komu fram voru Megas og Súkkat, Kimono, Rúnar […]

89: Dusty in Memphis með Dusty Springfield

Dusty er fyrsta konan á topp 100 listanum. Fyrstu línurnar í fyrsta laginu eru því eðli málsins samkvæmt daðrandi: „Just a little lovin’ / early in the mornin’ / beats a cup of coffee / for startin’ off the day“ (raunar voru það vel að merkja hjón sem sömdu lagið og líklega ósanngjörn einföldun að popp kvenna snúist […]

90: Talking Book með Stevie Wonder

Þessa á ég á vínyl. Eða mamma á hana en ég er með hana í gíslingu í kassa uppi á lofti á Ísafirði. Þegar ég var svona 16-17 ára spilaði ég tvö laganna á henni mjög mikið – talsvert meira en hin. Maybe Your Baby og Superstition eru flottustu fönklög sem ég þekki, án nokkurs […]

91: Goodbye Yellow Brick Road með Elton John

Það er undarlegt – eða kannski er það ekkert undarlegt – hversu mikið af persónulegum minningum koma upp í hugann þegar ég hlusta á þessar plötur. Hvernig ég er alltaf orðinn sex ára aftur. Fimm ára. Níu ára. Hvernig þetta voru allt einu sinni eftirlætis tónlistarmennirnir mínir. Elton John er engin undantekning – kannski var hann […]

Samband hljóðs og myndar: Wilhelm Scream

Stutt viðtal við dansarana Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur sem íslandsfrumsýna nýtt verk á Reykjavík Dancefestival.

Wilhelm Scream er hreyfitónleikur tveggja dansara og hlutasveitar, þar sem dansararnir stýra samtali milli myndar og hljóðs. Svo hófst fréttatilkynning sem Starafugli barst (á ensku) um dansverk þeirra Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur sem flutt verður á Reykjavík Dancefestival þann 30. ágúst næstkomandi. Og hélt svo áfram: