Lifi hinn skapandi kraftur í leikverkstæðum þjóðarinnar

Maípistill um leikhús

Lífvænt musteri við Hverfisgötu Það var verulegt ánægjuefni að verða vitni að kvikandi lífi á leiksviðinu í aðalsal Þjóðleikhússins í sýningum á þeim tveimur verkum sem þar voru frumsýnd þegar leið að lokum leikárs. Annað þeirra, Húsið, er fjörutíu ára gamalt leikrit eftir Guðmund Steinsson og hefur aldrei áður verið sett á svið; hitt var […]

Ofursýningar austan Atlantsála: Edda – Jóhannesarpassían – Afturgöngur

Síðari marspistill um leikhús

Bandaríski leikhúsmaðurinn Robert Wilson hefur undanfarna áratugi sviðsett slík ógrynni sýninga um heim allan að vart verður tölu á komið. Snemma í mars frumsýndi Det Norske Teatret í Osló Eddu, uppfærslu Wilsons á útleggingu Jons Fosse á norrænni goðafræði, en textann sækir Fosse í ýmis Eddukvæði; í Völuspá og Hávamál að ógleymdri Þrymskviðu, Eddu Snorra […]

Þórbergur og hinn frjói ungi andi

Marspistill um leikhús

Goðsagnir eru þess eðlis að erfitt getur orðið að leggja á þær trúnað séu þær lagðar á mælistokk rökhyggju og raunsæis. Samt gerist það einstaka sinnum að listir bregða á goðsögur alls óvæntu ljósi sem verður til þess að hugur manns gengur sögninni á vald og flýgur handan allra hversdagslegra raka. Sú saga að Jesús […]

Göfgandi sársauki einverunnar, ástarsorg og vísindi

Febrúarpistill um leikhús

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur undanfarnar vikur verið í heimsókn í Þjóðleikhúsinu. Minnsta og fámennasta leikhús landsins drap semsé á dyr þess virðulegasta leikhúss sem við eigum og sýndi þar Gísla á Uppsölum, leiksýningu sem Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson hafa samið og byggja textann að langmestu leyti á rituðu máli sem […]

Ofbeldi – fegurð og sannleikur

Seinni janúarpistill um leikhús

Heimurinn er fullur af góðu fólki sem fremur ill verk. Í einni skáldsagna sinna leggur Agatha Christie þessi orð í munn prívatspæjaranum Hercule Poirot, þeim einstaka og áhugaverða karakter sem er trúi ég uppspuni frá rótum. Poirot er höfundarverk maddömu Christie og hefur margsinnis verið endurskapaður í meðförum þeirra leikara sem farið hafa í hlutverk […]

Hinn umtalaði Óþelló

Fyrsti janúarpistill um leikhús

Þjóðleikhúsið bauð til hátíðasýningar á Óþelló eftir Svaninn frá Avon að kvöldi annars dags jóla. Frumsýningin var daginn fyrir Þorláksmessu svo örlítið var snúið upp á hefðina. Að minnsta kosti man ég ekki til þess að jólaleikritið í musterinu við Hverfisgötu hafi áður verið frumsýnt fyrir jól. Annar í jólum var ævinlega frumsýningardagur að því […]

Heilög Aðventa og illskæð meðvirkni

Desemberpistill um leikhús

Bók Gunnars Gunnarssonar um eftirleitamanninn Benedikt varð tvisvar á vegi mínum næstliðnar vikur. Fyrst á aðventukvöldi í Grensáskirkju þar sem Möguleikhúsið sýndi leikgerð Öldu Arnardóttur á Aðventu Gunnars. Alda leikstýrði þessum einleik Péturs Eggerz byggðum á sögunni um Fjalla-Bensa og saman eru þau Alda og Pétur Möguleikhúsið. Fyrir alllöngu síðan er nefnilega liðin sú tíð […]

Hve gröð er vor æska?

Nóvemberpistill um leikhús

Ef einhver getur ráðið úrslitum um hver framtíð mannkyns verður þá er það æskulýður heims, unglingar allra landa, ungmenni þjóða. Þetta á jafnt við um pólitík og listir. Það er æskan sem nú er sem skapar þá framtíð sem verður. Það er æskan sem ræður hvort kerfin fá að haldast óbreytt og þrengja að líkama […]

Ástlaus Onegin, innblásinn Eyvindur, ódrepandi Njála og andvana blár hnöttur

Októberpistill um leikhús

Rebekka Þráinsdóttir og Örlygur Benediktsson segja í grein í leikskrá Íslensku óperunnar að jafnan sé litið á ljóðskáldsögu Púshkíns um Évgení Onegin sem fyrsta raunsæisverkið í rússneskum bókmenntum. En rómantíkin var lífseig í raunsæinu og rússnesk rómantík náði miklum hæðum þegar tónsmiðurinn Tsjækovskí gekk í arfinn frá Púskhín og skrifaði tónhendingar, hljóma og melódíur við […]

Skuggar ásta, blóðs og hefndar

Miller í Þjóðleikhúsinu

Arthur Miller vann árum saman að leikriti sem hann kallaði Ítalska harmleikinn. Hugmyndin að verkinu kviknaði af veggjakroti, sem ítrekað blasti við augum hans þar sem hann skálmaði um götur Brooklyn og gekk yfir brúna til Manhattan vikum saman eftir að leikrit hans, Allir synir mínir, sló í gegn í New York. Sú hugsun, að […]

Sannar sögur í sjálfstæðum leikhúsum

Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn samstilltum viðtökum áhorfenda að lokinni leiksýningu og þegar ljósin slokknuðu á sviðinu í Tjarmarbíói á fimmtudagskvöldið var næstum um leið og Halli, eiginmaður Sóleyjar Rósar, hafði í leikslok varpað fram spurningunni: Eru einhverjar spurningar? Enginn áhorfenda rétti upp hönd til að fá orðið og spyrja enda voru hendur […]

Ljóð Gyrðis rata víðar

Einhvern tímann sagði Þórarinn Eldjárn að ljóðið rataði til sinna. Ég skildi orð hans svo að fyrir ratvísi ljóðsins væru allar áhyggjur og þras út af dræmri sölu ljóðabóka sóun á tíma og andlegri orku. Nú hefur úrval ljóða Gyrðis Elíassonar ratað til þeirra unnenda póetíkur sem læsir eru á nýnorsku. Að því er mikill […]

Kortakaup og sexísviptir smartkórar

Septemberpistill um leikhús

Í einu ljóða Vilborgar Dagbjartsdóttur segir að það séu lítil börn með skólatöskur sem koma með haustið. Sá kveðskapur er síðan fyrir hálfri öld eða meira og þá var kortasala ekki orðin fastur liður í rekstri leikhúsanna. Þau tóku við af annars konar kerfi þar sem fólk gat keypt sér aðgöngumiða á leiksýningar á ýmsu […]

Vonir og vonbrigði: Ágústpistill um leikhús

Sitt hvað getur hrellt einn leikhúsgest sem misst hefur sakleysið en hlakkar eigi að síður til að njóta sýningar á virtum leikverkum liðinna tíma. Og mér urðu sýningar liðins leikárs á Mávinum og Hver er hræddur við Virginiu Wolf í Borgarleikhúsinu, og Sporvagninum Girnd í Þjóðleikhúsinu allar vonbrigði. Rómaður erlendur leikstjóri, Yana Ross, heimsótti Borgarleikhúsið […]

Leikhúsmál – annar hluti

Leikhús er listform sem við í vestrænni menningu kynnumst mörg hver frá blautu barnsbeini í einni eða annarri mynd. Líka þar sem leikhúsaðsókn er sögð vera afar lítil, eins og sums staðar í Mið-Evrópu. Það að almenningur í löndunum þar sækir ekki LEIKHÚS merkir ekki endilega að almenningur sæki ekki leikhús. Í langflestum skólum í […]

Leikhúsmál – fyrsti hluti

Leikhús er eitt þeirra hugtaka, sem allir vita hvað merkir, en það getur vafist fyrir manni að skilgreina í þaula hvað orðið í rauninni þýðir. Samt eru til pottþéttar skilgreiningar á fyrirbærinu leikhús, svo haldgóðar að þeim verður næstum ekki mótmælt. Eric Bentley, leikritahöfundur, leikstjóri og einhver afkastamesti leikhúsrýnir síðustu aldar á Vesturlöndum, sagði til […]