thydingarbannadar

Skuld þýðandans

Erindi flutt á ráðstefnu ÞOT 30. september síðastliðinn

Kæru gestir. Ég hætti að þýða bækur árið 2009, fyrir sjö árum síðan, næstum upp á daginn. Það var haust, sonur minn var nýfæddur og ég hafði ekki sofið vikum saman. Ég var með tóma vasa og í tilvistarkreppu – vanur að vera fátækur en ekki vanur að vera fátækur og eiga barn – og […]

Stertabenda

Kitlað í orgbotninn; Húrra fyrir Grétu!

Sest fremst og salurinn myrkvast, mikið af allskonar fólki, ungu fólki samt mest, fólki sem finnst gaman að fara í leikhús en er ekkert alltaf í leikhúsi; þetta er síðasta sýning – á síðustu forvöð að drífa sig. Leikararnir ganga á sviðið, sem er gólfið í salnum. Þeir kynna leikritið, það er engin sýningarskrá. Fínt. Ég held að leikritið sé byrjað. En það er það ekki.

Óskað eftir ljóðum í ljóðasamkeppni

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í sextánda sinn til árlegu ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur í keppnina er til og með 12. desember og skal ljóðum skilað með dulnefni. Hverju ljóði skal fylgja umslag merkt með dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra ljóðum sem fá […]

img_5602

Vertu heima á þriðjudag

Myndina tók Saga Sig en ljóðin eru úr bók Bergs Ebba Vertu heima á þriðjudag. KYRRÐARSTUND Það eru engar trommur engir lúðrar engin rúða brotin Ekkert í sjónvarpinu engar fylkingar engir fánar Þvílíkan frið hef ég ekki fundið lengi Það eru tvær klukkustundir síðan ég vaknaði Ég sit rólegur í stól borða hrökkbrauð með kavíar […]

eagleton-culture

Eagleton um menningu

Culture

Eitt af því sem hægt hefur verið að ganga að vísu hvert haust síðustu ár, og undirritaður hefur a.m.k. alltaf verið ágætlega spenntur fyrir, er ný bók frá írska bókmenntafræðingnum Terry Eagleton. Þrátt fyrir að menntun hans og sérsvið sé bókmenntir þá, eins og allir lesendur hans kannast við, er hann óhræddur við að færa […]

bolano

Samtíminn skiptir engu máli (og er í rauninni ekki til)

Stutt hugleiðing í kjölfar lesturs á „Verndargrip“ eftir Roberto Bolaño, í íslenskri þýðingu Ófeigs Sigurðssonar

Þeir Íslendingar sem svekkja sig á Nóbelsverðlaunum bandaríska þjóðlagasöngvarans Bobs Dylan, sem margir vissu ekki einu sinni að sýslaði við bókmenntir fyrr en sænska akademían leiðrétti þann misskilning snarlega með yfirlýsingu sinni í síðustu viku, ættu að geta huggað sig við að nýlega kom út fyrsta íslenska þýðingin á verki eftir „alvöru rithöfund“ – það vill […]

Print

Haustkvöld með viskíglas og vindil

Um Introducing Anna með Bjössa

Björn Thoroddsen þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hann hefur á löngum ferli gefið út fjölda platna þar sem gítarleikur hans er í forgrunni og þá þessum tíma skapað sér sess sem einn ástkærasti tónlistarmaður landsins. Eins hefur hann verið mörgum gítarleikaranum lærifaðir og er undirritaður einn þeirra. Ég sótti tíma hjá honum hjá FÍH […]

konnunarleidangur

Seint koma sumir en koma KOI

Mér líður svolítið eins og ég hafi farið í geimferðalag og geti notað það sem afsökun fyrir löngum skilatíma, en svo er því miður ekki. Í sumar varð ég þess heiðurs nefnilega aðnjótandi að fara á leiksýninguna Könnunarleiðangur til KOI og svo bara tók sumarið við með öllum sínum sólardögum og snúningum og engin urðu […]

dylan

Bob Dylan, nóbelskáld

Það er ekki áhugavert að velta því fyrir sér hvort Bob Dylan sé góður tónlistarmaður eða ekki, hvort hann sé rödd kynslóðar eða ekki, hvort hann sé verður allrar viðurkenningar eða ekki. Augljóslega er ekkert mál að finna ótal dæmi um skáldskap frá honum sem virðist klaufalegur, sem og skáldskap sem hefur haft djúpstæð áhrif á […]

villisumar

Að dæma bók eftir kápunni

ATH HÉR VERÐUR RÆTT UM EFNISATRIÐI BÓKARINNAR Á HÁTT SEM GÆTI MÖGULEGA SKEMMT FYRIR LESTRARÁNÆGJU Villisumar eftir Guðmund Óskarsson lofar góðu við fyrstu sýn. Bókin fjallar um listmálara og son hans, svo strigaklædd kápan með málningarkáminu á forsíðunni er ekki bara falleg, heldur rímar hún skemmtilega við viðfangsefni bókarinnar. Ekki skemmdi fyrir þegar ég komst […]

eyrunosk

Þrjú ljóð eftir Eyrúnu Ósk

Klámblöð og kofasmíði Skítugur plastpoki fylltur regnblautum klámblöðum er ágætis ástæða til að byggja kofa. Stríðsógn Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði klukkan tólf á hádegi prófa þeir almannavarnaflauturnar. Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði hleyp ég heim eins og fætur toga læt mömmu kveikja á útvarpstækinu og stilla á RÚV. Hver segir að kjarnorkustyrjöld geti ekki […]

svavar-connecticut

Svavar Knútur í Connecticut

Föstudagskvöldið 7, október lék Svavar Knútur tónleika í skemmu í White Memorial Conservation Center í Litchfield, Connecticut. Tónleikarnir voru skipulagðir af Gerri Griswold sem hefur áður haldið miklar Íslandshátíðir hér í fylkinu. Þær kallast Iceland Affair og meðal þeirra er tónlistarhátíðin Fire and Ice Music Festival. Hún rekur líka ferðaskrifstofuna Krummi Travel sem skipuleggur aðallega háklassaferðir fyrir […]

zombiland

Ekki fólk, ekki zombíar heldur ömurleikinn einn

Zombíland – bókaumfjöllun Höfundur: Sørine Steenholdt Þýðandi: Heiðrún Ólafsdóttir Þar sem ég las fyrstu smásöguna „Zombí“ nýbúin að svæfa son minn, lá við að ég ældi af óhugnaði. Saga af móður sem snappar með slæmum afleiðingum. Zombíland lýsir einni tilfinningu: ömurleika. Bókin vakti fyrst athygli mína þar sem henni var lýst sem pólitískri ádeilu á […]

img_0099

Þula ‒ jöklabréf

Peningar bragðast eins og aska. Ég bjó þar til nýlega undir jökli, eins og þú veist. Að vinna, ég þarf enn að borða. Úti í sveit, mögulega haldinn votti af útópískri þrá, löngun til að stíga út fyrir samfélagið, búa til nýtt samfélag einhvers staðar langt í burtu. Sem er auðvitað kjaftæði. Túristarnir vildu vita […]

DavidStefansson

Sturlaðir menn, sögulausir menn

Eru sturlaðir hryðjuverkamenn sturlaðir vegna þess að þeir eru „sögulausir“? Ég veit það ekki, en mig langar að velta því fyrir mér. Eftirfarandi brot las ég nýverið og það settist djúpt í mig: Sagt hefur verið að einn þátturinn sem greini okkur, sem dýr, frá öllum öðrum dýrum sé sú staðreynd að líf okkar verði að vera sögur, frásagnir, og þegar sögurnar okkar […]

bref-oli-gudsteinn

Af gróteskum fávitum og góðum mönnum

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson sendi frá sér kverið Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann síðastliðið vor. Ólafur, sem er fyrrum söngvari og helsti textasmiður hljómsveitarinnar Örkumls, hefur áður sent frá sér ljóðabókina Til dæmis undir höfundarnafninu Óguð. Hann hefur undanfarin ár fengist við skrif um bókmenntir og íslenskukennslu fyrir fullorðna. Hann er búsettur í Berlín, Þýskalandi. […]

a-brief-history-of-seven-killings

Sjömorðasaga

Gagnrýni um skáldsöguna A brief history of seven killings eftir Marlon James

Eftir dálitla eftirgrennslan komst ég að því að skáldsagan A brief history of seven killings er skrifuð á Jamaica ensku. En ekki Jamaican Patois sem má heldur ekki rugla saman við rastafarískt orðafæri sem rithöfundurinn Marlon James beitir líka eilítið fyrir sig í skáldsögunni. Það þarf engan að undra hvers vegna hann er handhafi Booker […]