snorri-vittu-til

Vittu til: Einn lángur sumarmorgunn

Mig langar að lýsa kynnum mínum af nýju plötunni hans Snorra Helgasonar, Vittu til. Ég hef ekki skrifað mikið um tónlist áður og því má segja að ég sé að fara út fyrir þægindarammann. Það segja allir að það sé hollt að fara út fyrir þægindarammann öðru hverju. Ég er hinsvegar gamall hundur og jafnvel […]

Fringe32

New York Fringe; Dagbók (dagur 3)

New York City, dagur 3, 15i ágúst Lítið sofin en vakna fyrir allar aldir. Er þetta jet – lag? Vinn úr rúmi mínu þangað til hungrið fer að sverða að. Stel nokkrum gúmmíbjörnum til að meika sturtu. Fer svo út í búð að finna hitt og þetta en ekkert almennilegt er í boði en hnetustöng […]

mavurinn

Vonir og vonbrigði: Ágústpistill um leikhús

Sitt hvað getur hrellt einn leikhúsgest sem misst hefur sakleysið en hlakkar eigi að síður til að njóta sýningar á virtum leikverkum liðinna tíma. Og mér urðu sýningar liðins leikárs á Mávinum og Hver er hræddur við Virginiu Wolf í Borgarleikhúsinu, og Sporvagninum Girnd í Þjóðleikhúsinu allar vonbrigði. Rómaður erlendur leikstjóri, Yana Ross, heimsótti Borgarleikhúsið […]

ghostbusters

“engin kona ætti að ganga um óvopnuð” og fleiri frábærar setningar úr þessari mynd

PG-13 Ghostbusters

View post on imgur.com Hmmm…. Starafugl þarf á menningarumfjöllun að halda. Ég elska menningu.   Hvað er á þessum lista? eh tónlist, leikhús ble, myndlist ok sjónvarp er það ennþá eh? ok bíó! bingó bangó elska bíó hvað erum við með? Ghostbusters? og eh chambre bleu? ok ghostbusters… Ghostbusters!!! ég get það myndin sem ég […]

capitalism

Forsetakosningar og hin langa niðursveifla

Nú um stundir beinast augu heimsbyggðarinnar að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Tveir frambjóðendur hafa öðrum fremur skorið sig úr hópnum og vakið mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð: Donald Trump og Bernie Sanders. Þeir tveir eru vissulega gjörólíkar persónur og ekki hægt að leggja þá að jöfnu, en þrátt fyrir það má greina viss líkindi í […]

Act2016 7

Stórmennskubrjálæðingurinn er alltaf einn

Um Richard III (a one woman show) í Suðureyrarkirkju 11. ágúst 2016

RICHARD IIIAðalhlutverk: Emily Carding Önnur hlutverk: Gestir Aðlögun úr leikriti William Shakespeare: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Emily Carding Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Hver er andstæðan við post scriptum? Pre scriptum? Forskrift? Uppáskrift? Ávísun á lyf? Heitið á útúrdúr sem birtist áður en maður kemur sér að sjálfu efninu? Þetta er í öllu falli þess lags útúrdúr: […]

Screenshot from 2016-08-05 06-54-32

NAZIFIER

Bertolt Brecht var Þjóðverji og samt ekki nasisti. Þvert á móti var hann and-nasisti, vegna þess að hann var kommúnisti. Á ákveðnu tímabili var það skringileg staða og lífshættuleg. Ógnin teygði sig norður á Atlantshafseyríkið okkar með ýmsum hætti: í fyrsta lagi var Hermann Jónasson forsætisráðherra í landinu mótfallinn því að veita þeim gyðingum nokkurt […]

knightofcups-1

Kristin heimssýn Terrence Malick

Knight of Cups

Ekkert er eðlilegra en að stórir leikstjórar – eða listamenn yfirhöfuð – veki upp blendnar tilfinningar. Þegar litið er yfir söguna er alltaf gaman að lesa um augljós meistaraverk sem hlutu enga náð fyrir augum almennings þess tíma. Le Sacre du printemps Stravinskys, Moby-Dick; Or The Whale Hermann Melvilles, eða 2001: A Space Odyssey Kubricks […]

Málverkið Biðstofa dauðans eftir Ejnar Nielsen.

Heimurinn sem hryllingur

Svartsýni í heimspeki og bókmenntum

Við spurningunni afhverju maður ætti að leggja stund á heimspeki eru ýmis góð og gild svör. Hægt væri að tína til ástæður eins og að ástundun heimspekinnar þjálfi gagnrýna hugsun sem er sérhverju lýðræðissamfélagi lífsnauðsynleg.[1] Einnig væri hægt að halda því fram að heimspekihefðin sé ein ríkasta og mikilvægasta hefð hugsunar í mannkynssögunni, sú sem […]

Gímaldin Live at KEX Hostel

Sunnudaginn 26 júní, 2016, klukkan 21.00, eru tónleikar í Kex. Þá leikur Gímaldin lög af nýútkominni plötu sinni, Blóðlegum fróðleik, og nýrra efni. Frítt er inn á tónleikana en diskurinn verður til sölu á sérstöku verði og því hyggilegt að hafa með sér reiðufé. Mögulegir leyniigestir gætu komið í ljós síðar Source: Gímaldin Live at […]