Ofbeldi – fegurð og sannleikur

Seinni janúarpistill um leikhús

Heimurinn er fullur af góðu fólki sem fremur ill verk. Í einni skáldsagna sinna leggur Agatha Christie þessi orð í munn prívatspæjaranum Hercule Poirot, þeim einstaka og áhugaverða karakter sem er trúi ég uppspuni frá rótum. Poirot er höfundarverk maddömu Christie og hefur margsinnis verið endurskapaður í meðförum þeirra leikara sem farið hafa í hlutverk […]

Yfir eiturgrænan Diskóflóann

Prófessorinn og Ljóti kallinn stóðu lafmóðir á dansgólfinu og það var ljóst að þeir yrðu að semja um jafntefli á meðan þeir enn stóðu í lappirnar. Þeir tókust því í hendur. Prófessorinn viðurkenndi að Ljóti kallinn væri kannski hreint ekki svo ljótur eftir allt. Og Ljóti kallinn játaði að kannski væri ekki sérlega góð hugmynd […]

Veislan

Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið, tvær gildar opinberar stofnanir, hafa tekið höndum saman um dagskrá um verstu daga lífs míns. Þjóðleikhúsið sviðsetur leikrit, um leið og Ríkisútvarpið tilkynnir þriggja þátta röð í samstarfi við leikhúsið, upp úr bók sem var skrifuð eftir bloggfærslum sem ég lét frá mér fyrir nokkrum árum. Höfundur bókarinnar færði til orð og […]

Hinn umtalaði Óþelló

Fyrsti janúarpistill um leikhús

Þjóðleikhúsið bauð til hátíðasýningar á Óþelló eftir Svaninn frá Avon að kvöldi annars dags jóla. Frumsýningin var daginn fyrir Þorláksmessu svo örlítið var snúið upp á hefðina. Að minnsta kosti man ég ekki til þess að jólaleikritið í musterinu við Hverfisgötu hafi áður verið frumsýnt fyrir jól. Annar í jólum var ævinlega frumsýningardagur að því […]

Hæ. Við erum í vetrarfríi. Sjáumst í byrjun febrúar.

Kvöldið framundan

Klórinn í hárinu gufar upp undir birtunni frá ljósastaurnum Hitinn þurrkar gangstéttina Þú strýkur henni því þú strýkur alltaf öllu sem er hrjúft og á meðan talarðu um framtíðina:             Við gætum gengið um borgina             Brotið ljósastaura í tvennt             eins og saltstangir             Kreist rafmagnskassa             eins og svalafernur             Eins og við séum skrímsli             í gamalli japanskri bíómynd: […]

Líkhamur

Þrjú ljóð úr ljóðabókinni Líkhamur eftir Vilborgu Bjarkadóttur. Hún segir honum að í kvöld sé hún bókapersóna og því engin venjuleg stúlka. Þegar hann hyggst halda henni fastri er hún rokin í næsta kafla. Það versta er að hann hefur ekki hugmynd um á hvaða blaðsíðu hún er eða í hvaða bók svo það er […]

Miðborgarblús

Miðborgarblús handa Siggu Þegar við kynntumst smullum við strax saman bæði með snert af óhamingju í okkur og þú með eilítinn sársauka Við læddumst saman á klósettið á skítugri búllu í miðborginni til að skiptast á leyndarmálum                                  og fallegum orðum spenntum greipar á klósettskálinni                                  og föðmuðumst (manstu sprenginguna?) Bæði þá og alla tíð […]

Desembernótt og Palomino

Desembernótt Þessa desembernótt klæðist ég kjötinu og leysi fumlaust þær þrautir sem fyrir eru lagðar. Hjartslátturinn seigur vegna glimmersins í blóðinu og herðist stöðugt eftir því sem líður á. Þegar ég loksins klöngrast yfir holtið heim ærast himnastjörnurnar í trylltum fögnuði. Blóðslóðin eltir mig, tunglið líka, þú líka. Leigubílar þeysa fram og aftur um Miklubrautina, […]

Gönguferð

Éljagangur austan til á landinu, hálka eða hálkublettir á vegum. Átta háhælaðir skór hverfa ofan í kjallarann á Ellefunni. Suð-suðaustan strekkingur með snjóþekju. Kulnaður strengur skýtur frosnum þráðum. Áfram hvassviðri, jafnvel stormur í nótt. Hvítur gosbrunnur á botninum í glasinu. Frost á bilinu 1-4 stig og kólnar með kvöldinu. Sé alltaf einhvern standa og horfa […]

MUNDU, LÍKAMI

Mundu, líkami er safn þýðinga Þorsteins Vilhjálmssonar á grískum og latneskum ljóðum eftir margvíslega höfunda. Í tilefni jóla birtir Starafugl tvær þýðingar úr bókinni. Konstantínos Kavafís (1863 – 1933) er eitt fremsta skáld grískrar nútímaljóðlistar. Kavafís bjó og skrifaði í Alexandríu í Egyptalandi, sem enn var þá að miklu leyti grísk borg, og orti um […]

Gleðileg jól (og langt jólafrí)

Kæru lesendur – kæru dásamlegu, yndislegu lesendur. Fyrir hönd allra aðstandenda Starafugls, baktjaldavefara, krítíkerhersins, ljóðaritstjórans og allra hinna, óska ég ykkur gleðilegra jóla. Yfir jólin mun ljóðaritstjórinn, Jón Örn Loðmfjörð, sinna eitilhörðustu lesendum með daglegum ljóðabirtingum – en að því loknu, þegar nýja árið gengur í garð, leggjast allir í hýði fram til 1. febrúar (hugsanlega mun detta inn ein eða tvær leikhúsrýni) og mæta tvíefldir og endurnærðir til starfa. Heimspeki Starafugls er enda sú að auk áræðninnar sé íhugunin – hvíldin, pásan, glápið út í eilífðina – mikilvægasti hluti listrænnar starfsemi af öllu tagi, og þar með talið rýninnar.

Þar til í febrúar bið ég ykkur því einfaldlega vel að lifa. Við sjáumst.

f.h. Starafugls
Eiríkur Örn Norðdahl

Lífið er sorglega laust við mikilvægi

Aðeins um Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Óhætt er að slá því á föstu að samtíminn sveiflast öfganna á milli? Fjölmiðlar fræða okkur í sífellu um stríðs- og náttúruhörmungar með tilheyrandi sorg og dauða. Sorg og dauða sem erfitt er að kippa sér upp við vegna Stalínískrar tölulegrar nálgunnar sem ætíð er móðins. Fjölmiðlar fræða okkur um uggandi uppgang hægri öfgaafla, að múslimar ætli sér heimsyfirráð eða dauða og að Donald Trump ógni ekki bara heimsfriðnum, heldur ógni hann ekki síður klofum um helming mannkyns.

Við fáum veður af allslags heimssögulegum atburðum, stórum atburðum sem máski munu rata á spjöld sögunnar með tíð og tíma, enda sem neðanmálsgrein eða verða strokleðrinu að bráð.

Veisla fyrir eyrun

Um Bongó Tómasar R. Einarssonar

Tómas R. Einarsson leitar aftur til Kúbu á nýrri plötu sinni, Bongó. Á disknum eru 11 ný lög eftir Tómas en textar eru eftir hann sjálfan og Sigtrygg Baldursson auk ljóða eftir Halldór Laxness, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Stein Steinarr og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Um útgáfu sér Blánótt. Tómas leikur sjálfur á kontrabassa, Sigríður Thorlacius og Bogomil […]

„Óstöðvandi gufuskipið sorg“

 – um Af ljóði ertu komin eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Af ljóði ertu komin. Bjartur 2016. 66 bls. Nú er gamla gengið komið saman enn á ný: Dauðinn, Tíminn, Ástin – þetta eru yrkisefnin í Af ljóði ertu komin, áttundu ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur. Steinunn hefur verið að fást við þessi eilífðarefni allt frá sinni fyrstu bók, Sífellum (1969), en er langt því frá að endurtaka sig […]

Hið einstaka er illfáanlegt

Viðtal við Arngunni Árnadóttur, höfund Að heiman

Ein af áhugaverðari skáldsögum jólabókaflóðsins er skáldsagan Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar – og sömuleiðis fyrsta skáldsagan sem forlagið Partus Press gefur út, og með því fororði að hér sé komin ein eftirtektarverðasta „frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld“. Hvorki meira né minna. Starafugli lék eðli málsins samkvæmt forvitni á að […]

Hlý og draumkennd

Ófelía er ný plata frá Kristjönu Stefánsdóttur sem hún gefur út undir hljómsveitarnafninu Bambaló. Platan inniheldur 11 lög tíu frumsamin og eitt eftir Jackie Allen og Bill Anschell. Textarnir eru eftir Kristjönu sjálfa og Berg Þór Ingólfsson. Þeir ensku eru eftir Kristjönu en Bergur skrifaði á íslensku. Dimma gefur út. Kristjana syngur og leikur á […]