4 dagar í ljóðapartí
Starafugls og SUS
soleyros

Hvernig finnur ræstitæknir til?

*** Fyrirvari: Stutta útgáfan af þessum leikdómi er svona: Sjaldan hefur leikverk haft jafnmikil áhrif á mig og Sóley Rós ræstitæknir gerði. Ef þú ætlar þér að sjá það vil ég mæla með því að þú hættir að lesa – það borgar sig nefnilega að vita sem minnst og láta sýninguna þannig koma aftan að þér.

ritstjornarpistill

Ljóð um dóttur mína

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er uppgjafa framúrstefnuskáld, útnárabúi og úrvinda skáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, þar á meðal Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum! (2007) sem er án efa ein þyngsta ljóðabók aldarinnar (í grömmum talið). Hann […]

neondemon

Ertu matur eða kynlíf, mannætumódel eða Wendígó?

Ég biðst afsökunar fyrirfram. Í þessari grein mun ég fara ansi nákvæmlega í söguþráð nýjustu kvikmyndar Nicolas winding Refn, Neon Demon. Ég mun fara svo ítarlega í gegnum helstu hvörf og minni sögunnar að það er erfitt að ímynda sér að lesandinn hafi nokkra ánægju af kvikmyndinni eftir lesturinn. (Reyndar upplýsi einnig um endinn á […]

14522064_10154448039990242_579481674_o

Ljóð eftir Kristínu Svövu

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Svava (f. 1985) er sagnfræðingur og fyrrum póstberi úr vesturbænum. Hún hefur gefið út bækurnar Blótgælur (2007), Dr. Usli (2009) , Skrælingjasýningin (2011), Stormviðvörun (2015) og vinnur nú að ritsafni um klám. Nýlenduherrarnir Það gengu svo viðkunnanlegir Danir á undan […]

hallgrimur

Tvö ljóð eftir Hallgrím Helgason

Hallgrímur Helgason (f. 1959) er rithöfundur, myndlistarmaður og pistlahöfundur. Eftir hann liggja fjölmargar skáldsögur, eitt ljóðasafn, íslensku bókmenntaverðlaunin 2001, örfá bönk í bifreið forsetisráðherra, fjölmargir pistlar sem birst hafa víða – og von er á nýrri ljóðabók eftir hann hjá Forlaginu í vetur. Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda […]

img_9806

Endurbókun í Listasafni Ísafjarðar

Rætt við Gunnar Jónsson yfir myndlistarsýningu og hádegisverði

Safnahúsið á Ísafirði hýsir einsog nafnið gefur til kynna söfn en þó fyrst og fremst eitt safn: hið mikilfenglega héraðsbókasafn Ísafjarðarbæjar. En þar eru líka Héraðsskjalasafnið og ljósmyndasafn bæjarins. Í einum sal á annarri hæð hússins er svo að finna Listasafn Ísafjarðar. Í ár hefur meðal annars verið þar sýningin Vex eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur […]

king-hodges

Fall konungs: Reyfaraþríleikur Stephen King 

Mr. Mercedes, Finders Keepers og End of watch 

Á rúmlega fjörutíu ára ferli hefur Stephen King skrifað 50 bækur sem allar hafa orðið metsölubækur. Nánast alla sína höfundartíð hefur hann verið utangarðs hjá bandarísku bókmenntaelítunni. Sumir segja að ástæða þess séu vinsældir hans og umfjöllunarefni bóka hans. Að hann sé hreinlega ekki hægt að taka alvarlega sem höfund. Hann á sér óteljandi óvini […]

14324609_1096264140409859_8049306873245009362_o

Ljóð eftir Athenu Farrokzhzad

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Heiðursgestur kvöldsins, Athena Farrokhzad (f. 1983), er sænskt ljóðskáld af írönskum uppruna. Ljóðabók hennar Hvítsvíta, sem er væntanleg á íslensku, vakti gríðarmikla athygli í heimalandi hennar, var tilnefnd til Augustpriset og fleiri verðlauna og hefur komið út víða um heim. Eiríkur […]

Mótordjákninn í París

Í umræður um búvörusamningana lagði Viðar Víkingsson nýverið til YouTube-hlekk á mynd sína, Tache blanche sur la nuque eða A White Spot in the back of the Head – eða, öllu heldur: Djákninn á Myrká. Myndin er um hálftíma löng, frá árinu 1979, á frönsku, og meðal leikara eru Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Djákninn úr þjóðsögunni fer um París á mótorfák með hyrndan hjálm, ungir kaþóliskir integristar verða honum að bana fyrir meint helgispjöll en Sigurður, í hlutverki transmiðils, nær sambandi við djáknann framliðinn svo hann muni hafa sig hægan. Oblátur eru líkami Krists, segja kaþólikkar, en hvað sem því líður eru þær auðvitað líka landbúnaðarafurð.

dikt-gyrdis-vistdal

Ljóð Gyrðis rata víðar

Einhvern tímann sagði Þórarinn Eldjárn að ljóðið rataði til sinna. Ég skildi orð hans svo að fyrir ratvísi ljóðsins væru allar áhyggjur og þras út af dræmri sölu ljóðabóka sóun á tíma og andlegri orku. Nú hefur úrval ljóða Gyrðis Elíassonar ratað til þeirra unnenda póetíkur sem læsir eru á nýnorsku. Að því er mikill […]

glitch

Þrjú ljóð eftir Kára Pál

Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]

ifyouonlyknew

Göngutúrinn: listform 21. aldarinnar

Um Everybody's Spectacular, seinni hluti

Göngutúrinn er listform 21. aldarinnar. Eða eitthvað í þá áttina gæti manni dottið í hug að lokinni Everybody´s spectacular þar sem þó nokkrar sýningar gengu einmitt út á að ganga. Þær voru þó nokkuð ólíkar, og þær tvær sem ég nefni hér og sá sama dag eiga fátt annað sameiginlegt en landfræðilega staðsetningu á Skólavörðuholtinu […]

the-night-of-e7-freddy-and-naz-1

Bandaríska nóttin

um míníseríunna The night of

Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin The Night of, sem er byggð á bresku sjónvarpsþáttaröðinni Criminal Justice, er eitthvað það albesta sjónvarpsefni sem undirritaður hefur séð lengi. Nú hef ég ekki séð Criminal Justice en mig grunar að fátt sé notað úr henni nema þá söguramminn og hugsanlega útlínur að persónum. Ástæða þess er einföld. Það er Richard Price […]

hafnarfj-r-ur-town-1930

Kvöldsagan: Æðar í steini

Dísa gekk í fjörunni neðst í bænum og horfði út fjörðinn á sólina. Henni fannst gaman að labba þar þegar henni leiddist eða þegar hún vildi sleppa að heiman, eins og núna. Á meðan hún gekk um tíndi hún sprek í hrúgu sem hún lét fljóta út á sjóinn eða fleytti kerlingum. Síðan óð hún […]

ferrante

Hinn óáhugaverði hugarheimur kvenna

Um daginn var ég eitthvað að sóa lífi mínu í að skruna eirðarlaust niður Facebook-vegginn minn, eins og maður gerir, og rakst þá á athugasemd íslenskrar útvarpskonu við bloggfærslu íslensks bókaútgefanda, sem gaf áður út bækur á Íslandi en gefur nú út bækur í Danmörku, og sæg af háðslegum kommentum sem hlykkjuðust niður af skrifum […]