Heilög Aðventa og illskæð meðvirkni

Desemberpistill um leikhús

Bók Gunnars Gunnarssonar um eftirleitamanninn Benedikt varð tvisvar á vegi mínum næstliðnar vikur. Fyrst á aðventukvöldi í Grensáskirkju þar sem Möguleikhúsið sýndi leikgerð Öldu Arnardóttur á Aðventu Gunnars. Alda leikstýrði þessum einleik Péturs Eggerz byggðum á sögunni um Fjalla-Bensa og saman eru þau Alda og Pétur Möguleikhúsið. Fyrir alllöngu síðan er nefnilega liðin sú tíð […]

Kristín Svava Tómasdóttir

Úr Þunga eyjunnar

Skepnan er löt eins og fallegt karldýr og þrjósk eins og frumstætt kvendýr. Sannast sagna fer skepnan daglega um óreiðuaugnablikin fjögur, augnablikin fjögur þegar hægt er að virða hana fyrir sér þar sem hún stendur – með höfuðið milli lappanna – og rýnir í sjóndeildarhringinn með grimmdarlegu auga, augnablikin fjögur þegar krabbinn opnast: dögun, hádegi, […]

Áferðin yfirbugar innihaldið

Um heimildamyndina Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson

Er hann með GSM? hrópar drukkin stelpa að samferðarfólki sínu á mannfáum götum Blönduósar undir hábjartan sumarmorgun. Til bæjarins eru mættir nokkrir aðkomumenn af mölinni, íklæddir hallærislegum lopapeysum, vopnaðir tækjum og tólum til upptöku myndar og hljóðs; og þeir segjast vera að gera heimildamynd um þá iðju fólks að safnast saman á tilteknum stað, sýna […]

Tómas Jónsson: Sterkur frumburður

Tómas Jónsson er að góðu kunnur fyrir hljómborðsleik með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins síðustu ár. Hann gaf nýverið út sína fyrstu plötu undir eigin nafni. Tómas sér sjálfur um mest allan hljóðfæraleik. Hann fjármagnaði verkið með söfnun á Karolinafund, þar sem hann náði 109% af markmiði sínu. Platan er svo gott sem öll instrumental, […]

Gæskan má aldrei vera feik

viðtal við Sölva Björn Sigurðsson, höfund Blómsins

Fimmta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Blómið, gerist á afmælisdegi athafnamannsins Benedikts Valkoff  árið 2015. En kjarni hennar – eða hvatinn að baki flestum atburðum bókarinnar – er dularfullt hvarf systur hans, Margrétar, sem á sér stað nákvæmlega 33 árum fyrr. Á tæpum 300 blaðsíðum grefur Sölvi síðan dýpra og dýpra í þennan fjölskylduharmleik þar til mann […]

Besta kvikmynd Orson Welles (er ekki Citizen Kane)

Chimes at Midnight: Criterion Collection

Vert er að vekja athygli kvikmyndaunnenda á nýútkominni endurbættri útgáfu á vanmetnu og hálfgleymdu meistaraverki frá ekki minni manni en Orson Welles. Fagfólkið hjá The Criterion Collection gáfu nýlega út Chimes at Midnight frá 1965. Ég er búinn að bíða nokkuð lengi eftir þessu og hafði aldrei botnað í því hvers vegna ekki var búið […]

Sigurður Pálsson & Sölvi Björn Sigurðsson

Úr Uppljómunum og Árstíð í helvíti

SÖGULEGT KVÖLD (úr Uppljómunum í þýðingu Sigurðar Pálssonar) Eitthvert kvöldið, til dæmis, þegar hrekklaus túristi hefur losnað undan vorum efnahagslega hryllingi, þá er leikið snillingshendi á sembal engjanna; spilað er á spil á botni tjarnarinnar, spegillinn vekur upp mynd af drottningum og eftirlætis hirðmeyjum; þarna eru heilagar konur, slæður og samhljómandi strengir og hin víðfrægu […]

Blíðviðri í ágúst – aldrei þessu vant

um Hestvík Gerðar Kristnýjar

Hér var næstum freistast til að skella yfirskrift eins og „Dulúð í Hestvík“, „Hversdagsleg spenna og ógn“, „Uggandi andrúmsloft“ „Öðruvísi sumarbústaðarferð“ eða eitthvað viðlíka. Það hefði bara verið svo leiðinlegt.  Ritkvinnan Gerður Kristný (1970) er gömul í hettunni. Samt er hún aldurslega ekki svo átakanlega nærri grafarbakkanum. Árið 1994 gaf hún út ljóðabókina Ísfrétt. Var það […]

Með norðangarra í ermunum

um Svif eftir Agnar Má Magnússon

Ég er jazz-maður, þar fyrir utan mikill jazz-trío maður, þekki til Agnars og hlakkaði mikið til að heyra Svif. Trommarinn geðþekki Scott McLemore opnar plötuna með nice introi áður en laglínan af titillagi plötunnar Svif líður af stað, stutt og auðsyngjanleg yfir spennandi hljómagang. Fyrsta sóló á kontrabassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: mjög flott. Agnar heilsar áheyrendum sínum með […]

Ævisaga ársins

Níu snöggsoðnar hugrenningar að afloknum lestri Jóns lærða og náttúra náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson

I Ekkert bókaflóð er fullkomið án að minnsta kosti einnar bókar á borð við þessa. Hnausþykkrar, fræðilegrar en samt læsilegrar úttektar á ævi og ferli einhvers af stórmennum fortíðarinnar: stjórnmálamanns, listamanns eða skálds. Bækur fyrir almenna lesendur en reistar á kröfuhörðum grunni akademíunnar.  Blómaskeið slíkra bóka er nokkuð að baki, þegar stofuhillurnar fylltust af smáatriðum […]

Hve gröð er vor æska?

Nóvemberpistill um leikhús

Ef einhver getur ráðið úrslitum um hver framtíð mannkyns verður þá er það æskulýður heims, unglingar allra landa, ungmenni þjóða. Þetta á jafnt við um pólitík og listir. Það er æskan sem nú er sem skapar þá framtíð sem verður. Það er æskan sem ræður hvort kerfin fá að haldast óbreytt og þrengja að líkama […]

Önnur hlið Bob Dylan

Það hefur gætt ákveðinnar einsleitni í hinu mikla flóði greina um Bob Dylan sem hefur verið dembt yfir heiminn síðan hópur Svía ákvað að gefa honum verðlaun kennd við manninn sem fann upp dýnamítið. Fréttamenn og álitsgjafar hafa nær undatekningalaust tekið fram að Dylan, hvers „raunverulega nafn“ sé Robert Allen Zimmerman, sé með frumlegustu lagasmiðum […]

Ég er mannleysa, elskan, myrtu mig

Um Endurfundi Orra Harðarsonar

Fyrir tveim árum gaf Orri Harðarson (1972) út sýna fyrstu skáldsögu, Stundarfró. Við hér á Starafugli fjölluðum um verkið og höfundinn á sínum tíma. Hann hafði þá helst getið sér orð fyrir tónlistarsköpun og þýðingar. Hjá Sögum hefir nú ný skáldsaga Orra, Endurfundir,  litið dagsins ljós. Sagan er 231 síða. Sögusviðið er Akranes árið 1991. […]

Falleg, lipur og upplýsandi

Nýlega kom út bókin Íslandsbók barnanna á vegum Iðunnar sem er hluti af Forlaginu ehf. Texti bókarinnar er eftir Margréti Tryggvadóttur og myndskreyting var unnin af Lindu Ólafsdóttur. Margrét, sem ásamt því að vera bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður, hefur áður unnið við þýðingar á barna- og unglingabókum og skrifað sínar eigin bækur. Síðast kom út […]

Söngur svarðreipslagarans

Nokkur orð um Leitina að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson

Leitin að svarta víkingnum er skrifuð fyrir menn eins og mig. Vönduð og útspekuleruð alþýðleg fræðibók sem dýpkar þekkingarbrunn lesandans og finnur í honum æð af óvæntu og nýstárlegu bragðefni. Enginn flokkur lesefnis er mér kærari, og mér er merkilega mikið sama hvert umfjöllunarefnið er. Hér er það reyndar líka í algjöru uppáhaldi: grúsk í […]

Kriðpleir: Konungar hversdagsleikans

Ef við eigum að vera hreinskilin, þá er ekki margt merkilegt sem stendur upp úr þegar maður deyr. Manneskjan hefur hugsanlega einhver áhrif á sitt nánasta umhverfi. Stofnar kannski fyrirtæki sem gengur þokkalega. Við búum til líf. Það er líklega stærsta afrek flestra. Sumir búa aldrei til líf, heldur eltast við leyndardóma eða ævintýri heimsins. […]

Ég bara reið henni Dísu :-) / Ég var rétt í þessu að gilja Úlf :-)

Fyrir allra augum, sem kom út hjá JPV á dögunum, er önnur skáldsaga Sverris Norlands (1986). Sú fyrri, Kvíðasnillingarnir var gefin út árið 2014. Einnig voru útgefnar skáldsaga ein í hæfilegri lengd, Kvíðasnillingurinn (2013) og ljóðabókin Suss! Andagyðjan sefur (2006). Kvíðasnillingarnir fengu almennt séð nokkuð jákvæða dóma. Eru gagnrýnendur nokkuð samstíga í klisjunni um að […]