Hún er Kærasta nr. 3 en samt er allt nýtt. Það eru engir leikir, engar grímur, ekkert kjaftæði. Þau fikra sig varlega nær hvort öðru, andlega og líkamlega, rúnta upp og niður sitt hvora fortíðina, útskýra sig. Þumall strýkur yfir fæðingarblett. Hálfmánalagað ör er uppgötvað neðan við hægri augabrún. Hreyfingar eru stúderaðar, kækir kortlagðir. Þegar […]
