Án himins

Það var enginn himinn yfir þorpinu okkar. Þess vegna fórum við inn í borgina hinum megin við ána til að horfa á tunglið og fuglana. Borgarbúar voru ekkert sérlega sáttir við okkur en okkur var þó ekki bannað að koma. Á einni hæðinni, þar sem fyrir var steinhlaðin kirkja, reistu þeir meira að segja útsýnispall. […]