Reitt skáld, beitt með köflum

Haugabrim – Ljóð eftir Stefán Sigurðsson Orðastaður ehf gefur út. Ég verð að viðurkenna að þegar ég byrjaði að lesa ljóðabókina Haugabrim varð ég svo pirruð á stílnum að ég lét hana frá mér í fússi tvisvar með velgju yfir yfirdrifnu myndmálinu og tilgerðinni. Ég átti erfitt með að halda þræði í orðbylnum sem virtist […]

Lítil þúfa, þungt hlass

Örninn og fálkinn eftir Val Gunnarsson Mál og menning gefur út Viðvörun: Hér er að finna spilla um þemu og söguþráðinn í heild en ekki um atburðarrás bókarinnar beint. Það er orðið þekkt stef í fantasíum að nota nasista til illra verka. Oft er það til að gera grín að hernaði eða í það minnsta […]

Hold Your Own eftir Kate Tempest (2014)

Hold Your Own, ljóðabókin eftir Kate Tempest, sem best er þekkt úr bresku rappsenunni, er merkileg fyrir margar sakir. Þar er tekist á við allmargt, með bakland í klassík, í mýtum. Rauði þráðurinn í gegnum bókina er sagan af Tiresiasi, stráki sem sér snáka í skóginum eðla sig, stíar þeim í sundur og breytist í […]

Grípandi svipmyndir og léttvægar upptalningar

Um Sumartungl eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson

Mamma sagði alltaf að ég ætti ekki að lesa ljóðabækur spjaldanna á milli, maður bara dytti inn í þær svona hist og her. Kannski er það alveg rétt, hún hefur yfirleitt rétt fyrir sér. En ef maður er svona anal eins og ég og les þær síðu fyrir síðu, eitt ljóð á eftir öðru, þá […]

Eitthvað nýtt. Níu sinnum í röð.

Það er eitthvað við plötur, eitthvað sem maður fær ekki við það að hlusta á lagalista á Spotify eða iTunes eða Deezer eða þúst (sem arðræna listamennina). Uppröðun plötu er list, maður hlustar til að komast að því hvað tekur við af hverju og hvernig þetta smellur allt saman. Og maður hlustar aftur af því […]

New York Fringe; Dagbók (dagar 4 og 5)

Dagbók New York City Fringe, dagur 4 (16a ágúst) Ég legg af stað út í sólina. “Hey miss, you dropped something?” – “What?” – “You dropped me! So how about you let me take you out some time?” – “Sorry, I’m taken!” Pick up línurnar eru enn til, svei mér þá! Fyrst á dagskrá er […]

New York Fringe; Dagbók (dagur 2)

New York City; Dagur 2, 14i ágúst Heitt. Sveitt. Sturta. Sumarkjóll sem fær aldrei annars að njóta sín og hárið sleikt aftur eins og á Argentískri flamenco dansmær. Tek þá leikmuni sem ég þarf. Leita að vínglasi en finn ekki. Verður að hafa það, verð að stökkva, annars verð ég of sein. Lest A á […]

New York Fringe; Dagbók (dagur 1)

New York City Dagur 1, 13i ágúst 2016 Lendi um hádegisbil og finn eitthvað útúr þessu með að koma mér til Brooklyn þar sem ég gisti. Er tekið á móti mér af ungum ljóshærðum manni sem elskar söngleiki og hann segir mér að kærastinn hans sé sofandi enda kominn beint af túr um landið. Ég […]

Flækjur kvenna

Um Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur

Hvað er hægt að segja um Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttur? Jú að hún rennur vel þrátt fyrir að vera bæði í þriðju persónu og fyrstu allt í bland , þ.e. sögupersónan María segir frá en talar svo allt í einu um hana Maríu, sem er pínu skrítið en venst furðu hratt. Tungumálið er fagurt eins og […]

Seiðmögnuð distópía: Um Hrímland

Djákninn á Myrká,  Hungurleikarnir, The Matrix, Fringe, Dr. Faustus, Galdra-Loftur, Sjálfstætt fólk, Íslendingasögurnar, Neverwhere, þjóðsögurnar,  saga Íslands sjálf – allar en samt engin. Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson er uppfull af tilvísunum en engu að síður með því ferskara og hugmyndaríkasta sem ég hef lesið lengi. Hér er rakin saga af landi sem er svo […]

Allt breytist þegar horft er á það

Um kvikmyndina Salóme

Það er flókið að skrifa um myndina Salóme. Hún sýnir frá byrjun að hún ætlar sér ekki að fylgja hefðbundnum reglum kvikmyndagerðar, gefur lítið fyrir formúlur Hollywood og reglur um uppbyggingu. Í staðinn býr hún til lifandi málverk, stillir viðfangi sínu upp og myndar það við að mótmæla uppstillingunni, gerir sífellt spurningamerki við eigið form […]

Airwavesdagbók: Laugardagur

„Þú meinar klukkan átta? Salóme er ekki sýnd klukkan sex í dag.“ Ég er stödd í Bíó Paradís á vitlausum degi. Ókei. Nýtt plan. Sjá East India Youth á Kaffibarnum. Röðin er út fyrir horn Laugavegs og Bergstaðastrætis alla leið kringum Le Bistro. Ég reyni samt en stranda við innganginn, um 20 manneskjum frá því […]

Airwavesdagbók: Föstudagur

Ég stíg út úr leigubílnum og hurðinni feykir upp um leið. Bílstjórinn hefur skilið mig eftir fyrir utan ranga blokk í Túnunum undir því yfirskyni að hann vilji ekki að ég labbi of mikið í þessu roki. Í mínum huga hefði þá verið betra að hlusta þegar ég sagði honum hvar ætti að stoppa þó […]

Airwavesdagbók: Fimmtudagur

Á móti mér hjóla, um það bil á nákvæmlega sama stað og hvítvínsstelpurnar í gær, tveir menn á einu, tvöföldu, hjóli. Það eina sem ég heyri af samtali þeirra þegar þeir bruna framhjá er „Scheiße“. Ég held í nokkrar mínútur að ég sé í falinni myndavél. En að mörgu leyti er Airwaves ein stór falin […]

Airwavesdagbók: Miðvikudagur

„Djöfull hata ég dyraverði!“ Tvær stúlkur í yngri djamm-kantinum arka á móti mér við hafnarbakkann. Ég kem því ekki fyrir mig hvort það er vindurinn eða Bakkus sem stýrir göngulaginu. „Nei nú gleymum við þessu og fáum okkur hvítvín!“ Klukkan er hálftólf á miðvikudegi og ég, sem er dottin út úr íslensku tónlistarlífi og nýt […]

Ögn af ógn: Um Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur

Það er bannað að lokka mann inn med óljósu loforði um ofbeldi og enda svo á enn óljósari staðhæfingum um okkur og ykkur, „us against them“. Skamm. Ofbeldi segi ég. Tölum aðeins um ofbeldi. Eins og hvert annað smelluglatt gimpi laðaðist ég að Koki á forsendum þess að: a) ég þekki fyrri verk höfundar og […]

Eins og smjörsýra: Um Kötu Steinars Braga

Mig svimar og ég finn til megnrar ógleði. Ég neyðist til að setjast niður og leggja eintakið af Kötu frá mér. Ég hef verið að lesa þann hluta bókarinnar sem heitir 3/4, þann sem fjallar um statistík, magn nauðgana og prósentutölur sem segja til um hversu margar kærur um nauðgun leiða til dóma, frá því […]

„Fokking“ Shakespeare

Það er gengið að því sem gefnu að ég sé sífellt að „fokka“ í Shakespeare, kannski eðlilega. Það er einfaldlega það sem allir gera sem ekki setja upp textann eins og þeir finna hann í Quarto eða Folio útgáfum (Folio þykir fínna, „upprunaleg“ stafsetning og allt það). Nota bene er samt verið að tala um […]

„And on the Thousandth Night …“eftir Forced Entertainment

LIVE eða hugleiðing um sögur og Twitter færslur alnetsins í bland

Einu sinni fyrir langa löngu sátu sjö meðlimir Forced Entertainment á stólum í rauðum skikkjum með risastórar pappakórónur á sviði. Þau sátu í sex klukkustundir og sögðu sögur. Stopp. Fearful moments in the dark/a phone rings seven times #1000thLIVE Einu sinni fyrir langa löngu var verið að segja sögur sem voru flestar um kónga og […]

Augu þín sáu mig ekki

Hugleiðing um útsendingu Goldfrapp, „Tales of Us, Live from Air Studios,“ þriðjudaginn 4a mars í Cameo bíóhúsinu, Edinborg

Ég fór á tónleika í bíó. Eða réttara sagt á bíómynd sem var eins og safn tónlistarmyndbanda sem var sýnd á undan beinni útsendingu af tónleikum sem varpað var upp á kvikmyndatjald. Það sem tengdi þetta alltsaman var tónlistarkonan Alison Goldfrapp. Hún lék í öllum stuttmyndunum sem búnar höfðu verið til við tónlistina hennar af […]