Um Manneskjusögu

Við búum í litlu samfélagi. Í litlum samfélögum getur stundum verið erfitt að segja hluti. Erfiðir hlutir eiga það til að liggja í láginni því allsstaðar eru tengsl og það getur skapað vesen. Það vill enginn vesen. Það er fátt betri vitnisburður um smæð samfélagsins en einmitt sú staðreynd að ég er að skrifa þennan […]

Fastur í Ódessa

I Mér reyndist erfitt að lesa og meta efni þessarar bókar án þess að dauði Sigurðar Pálssonar litaði alla þá upplifun. Þessar sérstöku kringumstæður, að hið ástsæla skáld og þýðandi lést frá verkinu óloknu, veitir bókinni ósjálfrátt annan sess í huga Íslendings. Sölvi Björn Sigurðsson, sem lauk þýðingunni, ritar formála að bókinni sem fjallar í […]

Ópus

Stefán Bogi Sveinsson er fæddur á Fljótsdalshéraði árið 1980. Hann er í dag búsettur á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum. Ópus er hans önnur ljóðabók en sú fyrsta kom út árið 2014 og nefnist Brennur. Auk þess hafa birst ljóð eftir hann í tímaritum og í safnritinu Raddir að austan sem kom út […]

„Já.“

- Um Hrafnaklukkur eftir Kristian Guttesen

Það er ef til vill ekki í samræmi við þá ímynd sem maður hefur af ferli skálda að segja að einhverjum fari fram með útgáfu sinnar elleftu bókar. Við eigum því kannski frekar að venjast, gerum jafnvel kröfu um, að eitt til tvö byrjendaverk verði til og að þar með hafi listamaðurinn slitið barnsskónum. Sé […]

Er þetta góð bók?

Saga af hjónabandi eftir norska rithöfundinn Geir Gulliksen var tilnefnd til tveggja norskra bókmenntaverðlauna árið 2015 og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ári seinna. Það ætti að benda til þess að bókin sé góð. En er bókin góð? Við skulum geyma þá spurningu aðeins. Mig langar aðeins til að velta því upp hvort hún stendur undir því […]

Ýmis konar hrollur

um ljóðasafn Jóns úr Vör

Undirritaður er ekki nærri því eins vel lesinn og hann vildi, og þá aldeilis fjarri því að vera eins vel lesinn og hann vildi láta aðra halda! Það kemur því vel á vondan að þurfa að gera þá játningu í upphafi að Jón úr Vör er eitt þeirra skálda sem ég hef þekkt lengi af […]