Á gatnamótum stöndum við í hnapp, áhugalausir ferðamenn í skipulagðri göngu um sögulega staði þrælahalds í borginni. Sitjandi á ísskápum í gardínulausum gluggum báðum megin okkar svo langt sem augun eygja, sviplausar konur af asískum uppruna. Áfram gakk. Híf op. Allir mínir menn. Leiðtogi göngunnar rekur okkur áfram, það þarf að skoða gamalt hús […]
Höfundur: Eva Rún Snorradóttir

Skáldskapur vikunnar: Dagatal kvenfélagsins eftir Evu Rún Snorradóttur
Sæll og blessaður kæri hringjandi. Ég skil ekkert í mér að vera ekki við. Ætli ég sé ekki að bisast eitthvað í húsverkum eða ég hef dottað yfir sjónvarpinu. Leggðu bara inn skilaboð, ég hef nýlega lært að hlusta á þau. Margbless! Góða kvöldið, þetta er grafíski hönnuðurinn hér, ég vildi bara halda þér upplýstri […]