Síðasti frelsarinn (1933)

Nótt eina, á öld sem er löngu liðin, vaknaði maðurinn og sá sjálfan sig.

Hann sá að hann var nakinn undir stjörnunum, heimilislaus í eigin líkama. Rýnandi hugsanir hans leystu allt upp. Undur og stórmerki, hryllingur á hrylling ofan spratt fram í huga hans.