Kæra Jelena

Ég er ekkert endilega á því að skáldskapur þurfi alltaf að vera kenna okkur einhverjar lexíur eða færa okkur einhvern boðskap. Stundum er bara gott að láta hann fleyta sér áfram. En vá hvað það er gott þegar maður fer frá verki með eitthvað í maganum. Það getur reyndar verið stundum svona gott-vont. Það þegar […]

Konur, telpa, dömur, kerlingar, mæður, meyjur, systur, frænkur og kvensur í Konulandslagi

Laugardagur á Vorblóti. Svart sviðið í Tjarnarbíó er baðað bleikri birtu. Bleikur litur hefur einmitt lengi verið tengdur við kvenleika; litlar stelpur eru í bleiku og litlir strákar eru í bláu. Bleika birtan er sveipuð dúlúð en hún vekur einnig upp í hugann þá umræðu hvernig litir eru kynjaðir í samfélaginu og umhugsun um afhverju við […]

Opinberun persónulífsins í Afsökunum Auðar

AFSAKANIR er plata eftir tónlistarmanninn Auði sem kom út í lok ársins 2018. Í febrúar fylgdi hann plötunni eftir með tuttugu mínútna stuttmynd undir sama nafni, einskonar frásögn plötunnar á sjónrænu formi. Á plötunni fær Auður með sér í lið ýmis þekkt nöfn úr tónlistarheiminum, af yngri kynslóð rappsins, hip hops og r&b á Íslandi. […]

Á ágætu flugi með hláturkitl í maganum

Um Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu

Ég hafði nánast gleymt hversu snjallt og vel skrifað handrit með litla sem enga umgjörð og góða leikara getur skapað frábært leikhús. Orðin of vön því að velja stóru sýningarnar þar sem öllu er tjaldað til; dansnúmerum, glimmeri og helst fallbyssu. Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu er í einfaldleika sínum gott leikrit. Grínleikrit […]

Kynusli og karnívalið

Um Rocky Horror í Borgarleikhúsinu 

Þegar hið stílhreina og skinheilaga kærustupar Brad og Janet drepur á bílnum sínum í myrkri sveit á leið sinni á einhvern mjög tilviljanakenndan fund með gömlum prófessor eiga þau ekki von á að öðlast skyndilega allt annað sjónarhorn á lífið. Ljósið sem þau sjá í myrkrinu leiðir þau nefnilega að hinum bersynduga lýð sem byggir […]

ótitlað

við erum þetta unga fólk sem neitum að bera harm okkar í hljóði hrópum hann frekar út í eilífðina fyrir okkur og ykkur sem komuð á undan lifum samt á kósý krakkavíni og kókómjólk (úr höfrum) grátum jafnvel grenjum það er í lagi segjum síðan nei þetta er ekki í lagi þegar það á við […]

Ljóð eftir Díönu

deild 11e ég skil við barnæsku mína á dansgólfi í miðbænum með ælu í ölglasi er ég flýti mér á hringbraut til að kveðja mömmu í hinsta sinn hvísla brottfararleyfi í eyra og syng barndómsvísur frá fyrri tímum kíki síðan í kringluna eftirá til að kaupa símahulstur og glimmergalla fyrir næsta fössara við heimkomu veggfóðra […]

„Peningalyktin mun gera þig háða – að peningasnáða“

Kópboi Herra Hnetusmjörs

Ég vil tala um orð og texta – merkingu, ætlaða eða ekki. Um tengingar sköpunar við samfélag. Byrjum á að nefna lexíu númer eitt: orð hafa mikið vald og þau eru gildishlaðin. Auðvitað eru einhverjir tónlistarmenn sem gefa frá sér tónlist sem þeir sérstaklega merkja sem pólitíska, á meðan aðrir vilja helst ekki heyra á […]

Aftur og aftur

Þriðja skáldsaga Halldórs Armands kom út núna í nóvembermánuði. Forlagið, undir merkjum Máls og Menningar. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Halldór er gefinn út í harðspjaldi, eins og hann tilkynnti glaður á Instagram aðgangi sínum. Áður en ég reyni að segja eitthvað gáfulegt í samtali við og varðandi þessa bók, verð ég að […]

Strákalegar rímur og  menning þeirra ungu

Gerviglingur þeirra JóaPé og Króla

Eftir bókstaflega B.O.B.U sem hristi upp í samfélagi Íslendinga í haustgráum hversdegi, sem gaf fyrirheit um að þrátt fyrir sumarlok geti enn verið sumar í hjarta og barnsleg gleði til að dansa við, var beðið í ofvæni eftir útkomu plötunnar Gerviglingur. Undirrituð ákvað að vaka eftir þeirri stundu þegar að hún yrði opinberuð á tónlistarveitunni […]

Sviðsframkoma hversdagsins

um fegurðarsamkeppnir og ofurraunveruleikann

Núna þegar vertíð fegurðarsamkeppna á Íslandi er lokið, allavega í bili, og sigurvegarar hafa verið krýndir, sumir nýir – aðrir gamlir, þá sprettur ávallt upp sú spurning hvernig stendur á því að við í þessu samfélagi sífelldra framfara skulum ennþá halda slíkar keppnir sem stilla upp einstaklingum eftir ákveðinni formgerð. Tilgangur slíkra keppna er umdeildur […]