Ættjarðarljóð

Heimur sem ég átti skilmálalaust hér í útjaðri veraldar: fjaran angaði af bóluþangi klettarnir bergmáluðu leyndarmál hafsins túnin voru græn með gulum flekkjum húsin smá og bárujárnuð með pottablóm í gluggum strætisvagnar stuttir og kubbslegir með strjálum viðkomustöðum boddíbílar með hörðum bekkjum til berjaferða á haustin mamma við kolavélina að baka flatkökur á glóandi plötu […]