Friðrik Sólnes

Það vorar allstaðar nema í hjarta mínu

Sjáðu spói, Þarna býr Njörður og þarna býr Skaði Þarna marar Grótta undan grunnu vaði Þarna er safali, jaspis og jaði Og þarna kyssast himinn og jörð í fallegum jökli Komdu lóa, Þreskjum náinn ferskan Laugum lúin augu Í rauðum sigri og dauða Djöfullinn hefur gjöfull Orpið vori í sorpið Fönn skal af foldu brenna […]

Friðrik Sólnes

Ástarljóð

Ljóð eftir Friðrik Sólnes, rafvirkja sem býr í Svíþjóð. Friðrik er með MA gráðu í bókmenntum á ensku frá Stokkhólmsháskóla og hefur skrifað smásögur og greinar á íslensku og ensku, svo og formála fyrir nokkrar bækur Hugleiks Dagssonar.

Ritdómur um Pnín eftir Vladimir Nabokov 

Kynning Eitt af því yndislegasta við að vera manneskja er hæfnin til að þroskast. Þó getur verið sársaukafullt að taka út þroska, því að gleðin yfir því að hafa breyst til hins betra er gjarnan menguð með blygðun á hinu fyrra ástandi og gjammandi rödd hins vanþroskaða sjálfs bergmálar um alla ganga hugans og það […]

Uggur og andstyggð á Kanaríeyjum

Umfjöllun um bókina Uggur og andstyggð í Las Vegas

Það fyrsta sem ég er vanur að spyrja mig þegar einhver ný þýðing (á eldra verki) verður á vegi mínum er hversvegna er þetta að koma út núna? Hvert er erindi verksins við samtímann? Það er kannski ekki nema von að maður velti þessu fyrir sér þegar Uggur og andstyggð í Las Vegas er annars vegar. Bókin kom fyrst út árið 1971 og skapaði talsverðan usla. Gagnrýnendur vissu margir hverjir ekki hvað þeim átti að finnast en dómarnir urðu víst jákvæðari eftir því sem bókin varð vinsælli. 

Friðrik Sólnes

Snickers

Ég er að labba rétt hjá Holtinu Djöfull er ég ósáttur Ég hef skitið betri mat Ég hefði átt að segja eitthvað „Gætirðu sagt kokkinum að chilla aðeins á balsamiksírópinu?“ Djöfull hefðu strákarnir hlegið Djöfull getur þetta lið endurtekið sig samt Þeir voru alltaf ónýtir en hugmyndin um þá var góð Nú er hugmyndin um […]

Allt sem ég man ekki: Lúmskt vönduð bók

Skáldsagan Allt sem ég man ekki eftir Jonas Hassen Khemiri kom út í fyrra í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Bókin kom fyrst út hérna í Svíþjóð árið 2015 og hlaut þá Augustpriset, sem eru virtustu bókmenntaverðalun Svíþjóðar og heita eftir Augusti nokkrum Strindberg. Það er nokkuð óhætt að segja að bókin hafi gert stormandi lukku útum […]

Neonbiblían: Hin bókin hans John Kennedy Toole

Nýverið kom út bókin Neonbiblían (e. The Neon Bible) eftir John Kennedy Toole í þýðingu Ugga Jónssonar. Bókin var skrifuð árið 1954 en kom ekki út fyrr en 1989, en þá voru 20 ár liðin frá láti höfundarins. Það má færa rök fyrir því að tilverugrundvöllur Neonbiblíunnar hafi verið sá að hér var komin önnur […]

Dómurinn um Blómið

Áður en ég geri nokkuð annað langar mig ad hreinsa andrúmsloftið varðandi tvö atriði. Hið fyrsta er að lesendur muna líklega flestir hvernig ég lýsti sjálfum mér almennt sem „hatara“ þegar ég skrifaði um plötuna hans Snorra Helgasonar fyrir nokkrum mánuðum. Margir kunna spyrja hvar allt hatrið sé, nú þegar komið er fram í þriðju umfjöllun mína fyrir fuglinn og ekkert bólar á neinu nema bullandi ánægju með stórt og smátt. Ég hef líka fylgst með umræðum og umfjöllunum undanfarið þar sem gagnrýnendum er legið á hálsi að vera of „mærðarlegir“, allt að því meðvirkir með listamönnunum sem eru til umfjöllunar.

Takk fyrir að láta mig vita af þessu fína smásagnasafni

Vefritið Starafugl er skrýtin skepna. Höfundar alls efnis velja sjálfir það sem þeir vilja fjalla um, reyndar oftast af lista yfir áhugavert efni sem ritstjóri sendir út reglulega, en hafa þar fyrir utan nær algjört frelsi í stíl og efnistökum. Þetta finnst mér persónulega vera alveg dásamlegt fyrirkomulag og útkoman ekki síðri; vefrit með vandaða […]

Vittu til: Einn lángur sumarmorgunn

Mig langar að lýsa kynnum mínum af nýju plötunni hans Snorra Helgasonar, Vittu til. Ég hef ekki skrifað mikið um tónlist áður og því má segja að ég sé að fara út fyrir þægindarammann. Það segja allir að það sé hollt að fara út fyrir þægindarammann öðru hverju. Ég er hinsvegar gamall hundur og jafnvel […]