Friðrik Sólnes

Snickers


Ég er að labba rétt hjá Holtinu
Djöfull er ég ósáttur
Ég hef skitið betri mat
Ég hefði átt að segja eitthvað
„Gætirðu sagt kokkinum að chilla aðeins á balsamiksírópinu?“
Djöfull hefðu strákarnir hlegið
Djöfull getur þetta lið endurtekið sig samt
Þeir voru alltaf ónýtir en hugmyndin um þá var góð
Nú er hugmyndin um þá ónýt líka
Ég hef skitið betri vinum
Ég hef skitið betri pólitíkusum
Þessir góðu eru ónýtir og þessir vondu ekki nógu vondir
Ekki nógu vondir til að maður beri virðingu fyrir þeim
Ég hef skitið verri pólitíkusum
Djöfull var rækjukokteillinn fínn samt
Borinn fram í hálfu avókadói með einhverri hvítri drullu
Það var gráðostur og perubitar og eitthvað fleira í þessu
Bjargaði alveg máltíðinni
Nú er ég að labba framhjá einhverjum bíl
Maður þarf að vera algjör drullosokkur til að eiga svona bíl
Maður ætti að skilja eftir eitt Snickers á húddinu
Kenna þessum drullusokki lexíu
Það er sem betur fer enginn á ferli
Það er kalt og það rýkur uppúr muldu hnetunum