sorgarlag

“sorg”: [ // sorg // sendir út tvær fyrirspurnir // skilar af sér fylki af sólum // sem gefa ný eintök af þessu falli 2 * [upphrópun]’vei! => x = [staður] ‘borg .{eiginleikar} ‘fallin n = [tími]’nóttin s, t = [staður]’stræti, turnar l = n =>[fyrirbæri]’ljóshafið // FYRIRSPURN 1 // Hvar eru þín stræti, þínir […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Ananke: Pantun

Ég er María. Ég bý í Vantaa. Þú átt að hafa heilbrigðar skoðanir og stæltan líkama. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Leita að jafnaldra sem stundar íþróttir, ekki undir 175 cm. Hvaða staður sem er þar sem almenningur heldur sig þjónar tilganginum. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Ég fer með þig […]

Þóra

Brot úr Kviku

Orð Hann er algjör meistari í að snúa orðum mínum gegn mér. Hann man allt betur en ég og getur rifjað upp ólíklegustu hluti sem ég hef sagt og sett þá í óheppilegt samhengi. Þegar við rífumst ræðst hann á mig með orðunum mínum. Þá líður mér eins og stúlku sem hefur klippt af sér […]

eytt

  við erum þegar í sjálfheldu búin að rúlla niður þverhnípi brenna reipi brenna skó sitjum á syllu milli lifenda og dauðra búin að ýta á alla rauðu takkana snúa tveimur lyklum drekka allt grunnvatnið allan bjórinn og bolluna búin að lifa áratugum saman í eftir — eftir að–inu eftir að við rústuðum öllu segjandi […]

úr ljóðabókinni Gangverk

árið 2007 stendur tíminn í stað í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur stendur tíminn í stað og ég hugsa ekki því í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur er ég ekki til hugsa ekki um enskutímann sem ég er að missa af hugsa ekki um krumpað samlokubréfið við hliðina á mér hugsa […]

Ásta er búin að segja þetta

að nálgast málefni og umræðu dagsins eins og ljóð

Ljóðið Svaðilför með tvö mölt eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur endar á því að ljóðmælandi ferðast um borgina í strætó „í skeifu í mjódd á hlemm“ og nefnir það sem fyrir augu ber. Þar verður til öflug endurtekning þegar æ fleiri „hótel og hótel og hótel“ hafa risið upp. Þetta var langt frá því að vera […]

Ópus

Stefán Bogi Sveinsson er fæddur á Fljótsdalshéraði árið 1980. Hann er í dag búsettur á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum. Ópus er hans önnur ljóðabók en sú fyrsta kom út árið 2014 og nefnist Brennur. Auk þess hafa birst ljóð eftir hann í tímaritum og í safnritinu Raddir að austan sem kom út […]

Að kúga eða kúgast

Hún er Kærasta nr. 3 en samt er allt nýtt. Það eru engir leikir, engar grímur, ekkert kjaftæði. Þau fikra sig varlega nær hvort öðru, andlega og líkamlega, rúnta upp og niður sitt hvora fortíðina, útskýra sig. Þumall strýkur yfir fæðingarblett. Hálfmánalagað ör er uppgötvað neðan við hægri augabrún. Hreyfingar eru stúderaðar, kækir kortlagðir. Þegar […]

Úr Stund klámsins: Feimnismálin. Hvaða erindi eiga þau inn í bókmenntirnar?

Millistríðsárin voru tími pólitískra og menningarlegra átaka á Íslandi. Borgarmenning undir erlendum áhrifum var að skjóta rótum í Reykjavík og árið 1925 skrifaði Halldór Kiljan Laxness, sem frægt er orðið, að höfuðstaðurinn hefði nú „í skjótri svipan eignast hvað eina, sem heimsborg hentar, ekki að eins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig footboll og hómosexúalisma“. Halldór […]

Brot úr Drottningin á Júpíter

Vindinn hafði lægt á meðan við töluðum saman. Barþjónninn byrjaði að stóla upp og ganga frá. Ljóskastari lýsti Lúðmillu upp og í smástund var allt úr fókus nema hún. Hún var ein á sviðinu þegar hún tilkynnti að hún tæki núna síðasta lagið. Það var enginn þarna inni lengur nema við þrjár, barþjónninn og gamli […]

Úr Því miður

Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar með lágt sjálfsálit, kvíða, þunglyndi eða aðra kvilla sem húka eins og flækingshundar undir fullu tungli. Þú ert líka með svona kvilla, því miður. En hinkraðu á línunni, lokaðu augunum og sjá: hin fögru andlit, hin marglitu hrjáðu andlit. Þetta eru andlit þjónustufulltrúanna. Þau eru kvalin og kringlótt og […]

Úr Stormskeri

7. KAFLI Mikilvægasta tilraun mannkynssögunnar Ópus er 12 ára strákur sem sannfærist um að vindurinn sé lifandi tilfinningavera. Þessi kafli gerist þegar Ópus hefur skorið niður stórt segl sem stendur á víðavangi í því skyni að bjarga vindinum úr prísund. Ópus hafði aldrei verið jafn hræddur. Hnén urðu að brauði, jörðin var skyndilega óstöðug. Eitt […]

Úr Skuggaveiði

Rökkrið vefst utan um þennan helming jarðarinnar einsog túrban um höfuð víðföruls Svarta hryssan sem strauk í gær er ósýnileg í nóttinni Flugvél varpar skuggakrossi á skefjalausa snjóbreiðuna Mannabein hulin, horfin, nöguð Kjarkaðir landpóstar Villtir strokukrakkar Kjánar að sanna karlmennsku sína fyrir glottandi dauðanum Krókloppnar sögupersónur í leit að lesanda Landið er ekki leikvöllur Það […]

Ýkjukennd karla- og íþróttasaga

Um Meistarana eftir Hjört Marteinsson

Hjá JPV útgáfu kom nýverið út skáldsagan Meistararnir eftir Hjört Marteinsson. Verkið telur 217 blaðsíður og 26 mislanga kafla. Hjörtur Marteinsson er fæddur 1957. Eftir hann hafa komið út fimm skáldverk með því sem hér um ræðir. Hann hefir og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Tvisvar hefir hann fengið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Árið 2000 fyrir […]

Ljóðaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018

ALLT SEKKUR IX ef ég ætti dýragarð þá myndi ég hafa búr með mönnum auðvitað þyrfti að virða mannréttindi þeirra sem væru til sýnis og kjarasamninga sömuleiðis ég myndi bjóða þessu fólki lífsskilyrði sem væru beinlínis eftirsóknarverð í augum gestanna þetta væru fyrirmyndareinstaklingar fremur en einhverjir vesalingar ég hef nú þegar augastað á ungum lækni […]

Mig langar að vera skúffuskáld

Viðtal við Ólöfu Benediktsdóttur

Kötturinn fer úr hárum og bítur sig í tærnar þar sem er reykur þar eru vandræði segir nágrannakonan og spyr síðan köttinn hvað hann sé að gera þarna? skuggarnir teygja úr sér yfir götuna þeir hafa kúldrast með veggjum allann liðlangan daginn, þeir vilja fara á stjá áður en nóttin gleypir þá með myrkrinu sínu. […]

BLÁAR ÓSKIR

þú flaust út af baðherberginu náttkjóllinn hvítur, gegnsær brjóstin misstór svartir taumar frá augunum munnurinn æpandi, rauður eiginlega skildi ég ekki hvernig varaliturinn hélst enn á vörunum þú skipaðir mér að óska mér augnaráðið tryllingslegt, skakkt bros ég þorði ekki öðru en að blása nokkrum bláum óskum í áttina til þín vonaði að þú næðir […]

Listin að lesa bækur

Þú verður að gera allt til að komast upp með að lesa bækur. Ljúga, svíkja, svekkja, narra, blekkja. Að öðrum kosti nærðu aldrei að lesa neitt. Og það er alltaf farsælasta og besta lausnin á hverjum vanda: að lesa. Ef þú stendur til dæmis andspænis erfiðu máli í einkalífinu: lokaðu þig þá af og lestu […]

Ljóð eftir Þórdísi Gísladóttur

Fyrsta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur kom út árið 2010 og síðan hefur hún gefið út þrjár ljóðabækur til viðbótar og þó nokkrar aðrar bækur. Í haust sendir Þórdís frá sér skáldsöguna Horfið ekki í ljósið, sem fjallar um svefnleysi, kjarnorkuvá og beinagrindur í skápum. Ljóðið sem hér birtist er úr verki í vinnslu, ljóðabókinni Mislæg gatnamót, sem kemur að öllum líkindum út á næsta ári

Mótþrói

Á mánudaginn næstkomandi verður Mótþrói – ljóðahátíð og útgáfuhóf í Iðnó klukkan átta, þar sem tvær ljóðarkir líta dagsins ljós. Fá gestir frítt eintak af báðum ljóðörkunum meðan birgðir endast.

Skáldin sem koma að verkefninu eru Anna Hafþórsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Ella Wiberg, Eydís Blöndal, Fríða Ísberg, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Hólmfríður María Bjarnardóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Nanna Vibe, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sólveig Eir Stewart, Stefanía dóttir Páls, Úlfur Bragi Einarsson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.

Friðrik Sólnes

Ástarljóð

Ljóð eftir Friðrik Sólnes, rafvirkja sem býr í Svíþjóð. Friðrik er með MA gráðu í bókmenntum á ensku frá Stokkhólmsháskóla og hefur skrifað smásögur og greinar á íslensku og ensku, svo og formála fyrir nokkrar bækur Hugleiks Dagssonar.

Fólk, sem er ekki að yrkja, er ekki brjálæðislega áhugasamt um ljóð

Viðtal við Ægi Þór Jahnke

Ægir Þor Jahnke er 30 ára heimspekimenntað skáld. Hann er fyrrum meðlimur Fríyrkjunnar og hefur birt ljóð í Stínu og hefur undanfarið staðið fyrir nokkuð vel heppnuðum upplestrakvöldum á Gauknum (19.september næstkomandi er næsta ljóðakvöld), þar sem yfir 50 skáld hafa tekið þátt. Í haust kemur út hans fyrsta ljóðabók.

Sokkar

ég þefaði af sokkunum þínum ég þefaði af sokkunum þínum eftir að þú lést mig fá þá til að ég gæti farið í þá því að ég var blautur eftir þú veist hvað ég þefaði af þeim vel og lengi þeir lyktuðu eins og þú hvernig stendur á því? ertu að spreyja ilmvatninu þínu yfir […]

Ég er fagnaðarsöngur

HÁKONA, EKKI HÁKARL Ég sæki bassann ofan í magann þegar ég vil láta taka mig alvarlega Lága E-ið Stroka hikorðin og spurningarmerkin út með tungunni [Setningar með punktum] [Setningar með upphrópunarmerkjum] Ef ég fæ ekki hljómgrunn sæki ég hákarlahaminn ofan í neðstu skrifborðsskúffuna, klæði mig hljóðlega inni á kvennaklósettinu Hann er gráðugur og tannbeittur og […]

Vindvana tvítstormur

#bergmálsklefinn er ný íslensk ópera um kynjahyggju á samskiptamiðlum frá tón-leikfélaginu Aequitas Collective í samstarfi við Alþýðuóperuna […] Skjárinn á sviðinu verður með „Twitter feed“ í beinni þar sem áhorfendur geta tístað beint inn í atburðarrásina. Mér skilst að læv-tvít möguleikinn hafi eitthvað verið bilaður í sýningunni sem ég fór á. Að minnsta kosti bárust […]

strætóljóð

ást samkvæmt Strætó bs. skiptimiði er ígildi farmiða á því gjaldsvæði sem hann gildir og innan þeirra takmarka sem á hann er prentuð. þú skrifaðir á hann að þú elskaðir mig en hann gildir bara í 75 mínútur. ekki er hægt að fá skiptimiða fyrir annan skiptimiða samkvæmt vef Strætó bs. Hamrahverfinu hef verið hér […]

Úr Jarðarberjatungli

Nornirnar í Bústaðahverfi Þær drekka melónuvín á morgnanna í hannyrðabúðinni í Grímsbæ. Sauma bútasaumskanínur með lafandi augu í heilagri þögn – með Camel lights í munnvikinu. Gröfina sem þær grófu í bakgarðinum fylltu þær með dömunærbuxum, Calluna Vulgaris og fuglabeinum, fyrir hina drekana sem eru tjóðraðir í svefnherbergjum. Þær mynduðu þannig sama kraft og þegar […]

Ákveðin, afsakandi, fyrirgefandi, kaldhæðin

um Mörufeldur, móðurhamur

Allir vilja að ég hætt’essum ljóðum. Hætti að lesa þau nema kannski í laumi og hætti að birta ljóð. „Afhverju þykist þú vera of góður fyrir skúffuna, gerpið þitt?“ Þetta er auðvitað helvítis kjaftæði og fólk játar einungis eigin smekkleysu, smáborgaralega fagurfræði og/eða fáfræði með þessum orðum. Sjáið til dæmis bara síðasta ár, tvöþúsundogsautján. Fullt […]

Göng til Gaza

Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt á sömu lund: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar […]

Tvö ljóð eftir Ólöfu

Öld Kyrrist og hægist um tíminn flýtur yfir þig, þú vaggar í fjöruborðinu, velkist fram og aftur í umróti haffallanna Þú rennur saman við fjöruborðið finnur hafið velta sér fram og aftur strjúka þér um vangann hvísla að þér sögum frá útsævinu gutlandi öldurnar hefja upp hárfínar raddir í samsöng Þú liggur og hlustar á […]

Endurfundir

við hoppum saman í fossana og finnum frelsið í frjálsu falli og syndum í fullkomna indlandshafinu með hákörlunum og regnbogunum og sólin sest og ég reyni að synda að henni en næ henni aldrei og veiðum okkur túnfisk í matinn og stelum sykurreyr af ökrunum til að narta í fyrir næringu og látum lemja okkur […]

Stéttastríð og heimsendir

Samfélagið er óheilbrigt, fökkt. Ég var í sturtu um daginn, lét heita vatnið gusast yfir mig og hallaði mér að gluggasillunni sem er svo heppilega staðsett á baðherberginu mínu. Á meðan hálfstíflaða niðurfallið erfiðaði svo ég var kominn í óundirbúið fótabað meðfram sturtunni horfði ég á fingurna á mér. Á þeim voru slatti af litlum […]

breiðholtslaug

vinna er skömm hún gerir mig viðkæman og stirðan reyni að framkvæma liðleikaæfingar á takkaborði tileinka mér samþættingu fjölbreyttra hreyfinga svosem að beygja hné kreppa(!) ökkla og spyrna mér frá bakkanum og læt mig líða áfram prufa að sitja á bakkanum kreppa(!) teygja ristar halda í bakkann og hoppa tíu sinnum kreppa(!) og teygja því […]

Myrkrabragur eftir Friðrik Petersen

Ég er skáld myrkurs og ég er skáld haturs ræsið mitt afdrep flaskan mitt skjól Ráfa um mannlausar götur leitandi svölunar úr skrælnuðum uppsprettum hvíldar á hrjóstrugum klettum Dæmdur til nauðungarvistar í myrkustu afkimum sálarinnar sjálfskipuð útlegð orðin grimmasta afplánun Með herkjum ég kreisti úr kúpunnar kverkum fáein eitruð orð er seint munu fullnægja ykkar […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Úr stafrófinu eftir Inger Christensen

1. Apríkósutrén eru til, apríkósutrén eru til 2. burknarnir eru til; og brómber, brómber og bróm er til; og vetni, vetni 3. söngtifurnar eru til; sikoríur, króm og sítrónutrén eru til; söngtifurnar eru til; söngtifurnar, sedrusviður, sýprus, cerebellum 4. dúfurnar eru til; draumarnir, dúkkurnar drápsmennirnir eru til; dúfurnar, dúfurnar, mistrið, díoxín og dagarnir, dagarnir eru […]

endalok

sveima milli þess að vilja hverfa éta afganga á stjörnutorgi rétt svo til að tóra sofna í yfirgefnu horfa á stjörnurnar hrapa eina af annarri og að vilja grípa hvert einasta tækifæri hvern síðasta séns og geta sagt ég heimsótti parís prag og látrabjarg ég synti í tjörninni skaut ljónsunga í höfuðið og át mann […]

Ljóð eftir Díönu

deild 11e ég skil við barnæsku mína á dansgólfi í miðbænum með ælu í ölglasi er ég flýti mér á hringbraut til að kveðja mömmu í hinsta sinn hvísla brottfararleyfi í eyra og syng barndómsvísur frá fyrri tímum kíki síðan í kringluna eftirá til að kaupa símahulstur og glimmergalla fyrir næsta fössara við heimkomu veggfóðra […]