Sokkar


ég þefaði af sokkunum þínum
ég þefaði af sokkunum þínum
eftir að þú lést mig fá þá til að
ég gæti farið í þá því að ég var
blautur eftir þú veist hvað
ég þefaði af þeim vel og lengi
þeir lyktuðu eins og þú
hvernig stendur á því?
ertu að spreyja ilmvatninu þínu
yfir sokkana þína? eða lykta fæturnir þínir
bara svona ógeðslega vel?
ég táraðist næstum því
yfir því hversu góð lyktin var
ég er kríp ég er ógeðslegur
ég er undarlegur en þér
er alveg nákvæmlega sama
því að þú elskar mig
sama hvað sama hvað
sama hvað sama hvað
sama hvað ég elska þig