Hin hræðilegu örlög Melpomenus Jones

Sumu fólki – ekki mér eða þér, því við erum jú svo upptekin af okkur sjálfum – en sumu fólki finnst afar erfitt að kveðja þegar það er í heimsókn eða kvöldverðarboði. Eftir því sem stundin færist nær að gestinum finnst orðið í lagi að fara stendur hann upp og segir skyndilega, „Jæja, ég held […]

Miðvikudagur til minimalisma: Óreiðukvendi og óvinsæl popphljómsveit

1. Asia Argento Asia Argento er kona sem er margt til lista lagt. Hún hefur átt farsælan feril sem fyrirsæta, leikkona og leikstjóri og á ekki langt að sækja hæfileikana – foreldrar hennar, kvikmyndagerðarmaðurinn Dario Argento og leikkonan og handritahöfundurinn Daria Nicolodi eru þaulreynt kvikmyndagerðarfólk með meistaraverk eins og hrollvekjuna Suspiria á sameiginlegri ferilskrá. Meðfram […]

Ókomnar drunur: Um Drón eftir Halldór Armand

„Í fyrsta lagi eru þau … mjög smekkleg. Predator-drónið er mjög falleg hönnun, óaðfinnanlegt þannig séð. Alveg eins og þekkt vörumerki eða þýskir bílar eða gínur í gluggum alþjóðlegra verslunarkeðja – einhver sem kann sitt fag hefur verið ráðinn til að hanna þau, skilurðu mig?“ Drón. Drónar. Druntar. Flygildi. Mannleysur. Fjar- eða sjálfstýrð fljúgandi fjölmúlavíl sem […]

Flosmjúkt og nístingskalt: Um Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur

Velúr er „flosofið efni, heldur grófgerðara og með þykkari loðnu en flauel,“ samkvæmt orðabókarskýringu á uppábroti bókarkápu annarrar ljóðabókar Þórdísar Gísladóttur. Auk hinnar fyrri, Leyndarmál annarra (2010), hefur Þórdís skrifað tvær glimrandi góðar barnabækur um skötuhjúin Randalín og Munda. Velúr. Mjúkt, hlýtt, kveikir tengingar við munúð og nautnir. Ljóðin hafa mjúka áferð á yfirborðinu, en […]

Skáldskapur vikunnar: Allir fara

Smásaga eftir Michael Marshall Smith í þýðingu Hjörvars Péturssonar

Ég sá mann í gær. Ég var á leið heim í gegnum óræktina með Matta og Jóa og við sögðum Jóa að hann væri vitlaus af því að hann hafði séð þessa risastóru kónguló og hann hélt að þetta væri svarta ekkjan eða eitthvað þegar þetta var bara, kónguló sko, og ég sá manninn.

Við gengum niður eftir í áttina að blokkinni og hlógum og ég leit óvart upp og þessi karl var þarna við endann á götunni, hann var stór og kom gangandi í átt til okkar. Við fórum út af götunni áður en hann mætti okkur og svo gleymdi ég honum.