Pólitískt leikhús fyrir börn – um Útlenska drenginn

Útlenski drengurinn í uppsetningu Glennu Leikrit: Þórarinn Leifsson Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir Leikarar: Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Þorsteinn Bachmann, Magnea Björk Valdimarsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Arndís Hrönn Egilsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Jónas Sigurðsson Leikmynda- og myndbandshöfundar: Helena Stefánsdóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson Búningar: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson Á miðju síðasta ári […]

Morð í skugga Laxness – Um síðbúna rannsókn á endurupptöku á máli Jóns Hreggviðssonar

Það er hægt að ræða fram og aftur um Halldór Kiljan Laxness og fá fram nokkuð heilsteypta mynd af honum og störfum hans án þess að minnast einu orði á Íslandsklukkuna eða Jón Hreggviðsson. En Jón Hreggviðsson á sér hinsvegar varla sjálfstæða tilvist. Um hann verður ekki rætt án þess að Laxness komi þar einhversstaðar […]

Geðveikt fólk til forna

Um Ofsa í Þjóðleikhúsinu

Í fjölmörg ár hefur það tíðkast að sviðsetja bækur. Fyrst og fremst hafa stofnanaleikhúsin verið dugleg við þetta. Líklega vegna þess að slíkar sýningar eiga það til að verða vinsælar. Yfirleitt verður þetta hálf vandræðalegt alltsaman . Til verða einhverskonar copy/paste handrit þar sem leitast er við að fylgja atburðarásinni út í ystu æsar. En það er sama hversu mikið reynt er, bókin verður alltaf betri. Ofsi í í uppsetningu Aldrei óstelandi er vissulega upp úr bók. Samnefndri bók Einars Kárasonar sem hann fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir. En í þessari uppfærslu er bókin ekki aðalatriðið. Þetta er ekki sviðsetning – heldur sjálfstætt verk.