Úr Uppljómunum og Árstíð í helvíti

SÖGULEGT KVÖLD (úr Uppljómunum í þýðingu Sigurðar Pálssonar) Eitthvert kvöldið, til dæmis, þegar hrekklaus túristi hefur losnað undan vorum efnahagslega hryllingi, þá er leikið snillingshendi á sembal engjanna; spilað er á spil á botni tjarnarinnar, spegillinn vekur upp mynd af drottningum og eftirlætis hirðmeyjum; þarna eru heilagar konur, slæður og samhljómandi strengir og hin víðfrægu […]