Gefum frá okkur hljóð, lærum og æfum orð

Um harðspjaldabókina Bókin um hljóðin eftir Soledad Bravi (1965). Hún Seledad er enginn nýgræðingur á sviðinu og hefir gefið út fjölmargar slíkar bækur. Bókin um hljóðin kom fyrst út á frönsku árið 2004. Benedikt bókaútgáfa lét snara henni á íslensku og gefur út. Þýðanda er ekki getið. Verkið er 120 spjöld með myndum og texta. […]

Lífshlaup Ömmu sem kallaði ekki allt ömmu sína

Hér verður fjallað lítillega um minningabókina: Amma: Draumar í lit. Verkið er eftir blaðakonuna Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur (1979). Stundin gefur út. Verkið telur 89 síður. Augljóst er að hlutum var öðruvísi farið á Íslandi í eina tíð. Slíkt ætti hverri heilvita konu og meðalgreindum manni að vera ljóst. Raunar þarf ekki að fara langt aftur […]

Hasar á Hólmanum

Um spennu- og glæpasöguna Blóðengil eftir Óskar Guðmundsson. Blóðengill er gefinn út af Bjarti og telur 363 síður. Þann 11. desember 2011 hringdi sex ára gömul hálfnorsk stúlka að nafni Mira í neyðarlínuna og sagði móður sína, Christinu, liggja í blóði sínu í rúminu og hreyfa sig ekki. Sjálf var hún læst inn í skáp […]

Hvunndagsævintýri Láru og Ljónsa

Frá árinu 2015 hafa komið út barnabækur eftir Birgittu Haukdal. Árið 2015 komu út bækurnar Lára fer í flugvél og Lára lærir að hjóla. 2016 voru það Kósýkvöld með Láru og Lára fer á skíði. Árið 2017 Lára fer í sund og Jól með Láru. Auk þess komu út bendibækurnar Ljónsi og Lára sama ár. Í ár […]

Reykjavík halanna, heimkynni halanna

Þar sem einstaklega góður rómur var gerður að umfjölluninni um dægurlagatextann við lagið „Kling Kling“ um daginn er lífinu nauðsynlegra að halda áfram á þeirri braut og skoða fleiri texta. Einkum og sér í lagi féllu tíkur, mellur og aftaníossar í stafi yfir framtakinu. Er því eftirfarandi texti tileinkaður þeim, svo og auðvitað öllum þeim […]

Sérlundaðir furðufuglar á stakri grein sem sáu ekki móður sína kyssa jólasvein

Um minningaskáldsöguna Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson. JPV gefur út. 221 síða.

Um Ólaf Gunnarsson (1948) má hafa mörg orð 1 . Hann er virkur rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans, Milljón prósent menn, kemur út þegar hann stendur á þrítugu. Fyrir skáldsögur sínar er hann þekktastur. Síðan skrifar hann smásögur, barnasögur og bækur almenns eðlis. Gerðar eru og leikgerðir upp úr verkum hans. Hans þekktasta verk er efalítið […]

Ýkjukennd karla- og íþróttasaga

Um Meistarana eftir Hjört Marteinsson

Hjá JPV útgáfu kom nýverið út skáldsagan Meistararnir eftir Hjört Marteinsson. Verkið telur 217 blaðsíður og 26 mislanga kafla. Hjörtur Marteinsson er fæddur 1957. Eftir hann hafa komið út fimm skáldverk með því sem hér um ræðir. Hann hefir og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Tvisvar hefir hann fengið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Árið 2000 fyrir […]

Guð býr í góðærinu, gorgeirnum og gortinu, þú mellu- og tíkarsonur

Um Kling Kling eftir Herra Hnetusmjör og Joe Frazier

Rapptónlist ku vera vinsælasta tónlistarformið á Íslandi þessa dagana. Tónlistarstefnan sú  sem á upphaf sitt á meðal blökkumanna á austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New York-borg hefir farið eins og eldur í sinu á Fróni síðustu ár. Hér verður þó saga rappsins á Íslandi ekki rakin heldur til gamans litið á einn texta þess listamanns […]

Ég líka

Nýverið kom út ljóðabókin Rof eftir Bubba Morthens. Er hún hluti af endurminningaljóðum höfundar. Áður hafa komið út Öskraðu gat á myrkrið (2015) og Hreistur (2017). Gert var skil á verkum þeim á Starafugli í fyrra. Útgefandi verksins er Mál og menning. Telur það sextíu og fjórar síður og inniheldur fimmtíu og níu mislöng ljóð. […]

Baráttan við ísinn

Um skáldsöguna Stormfuglar

Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns, eingöngu ástir og ævintýr með sínum fræknu fiskimönnum sem við úfinn sjóinn fást í norðanbyl og stórsjó og björg að landi bera. Íslenskir sjómenn, sannir sjómenn sem láta sér ekkert fyrir brjósti brenna þótt suma langi heim til Maríu og það þrátt fyrir að vera uppspretta sæblautra drauma yngismeyja […]

Hatur, glundroði og Guð

Þessa bók ætti að þýða á íslensku

Aðeins um skáldsögu þýsk-austurríska rithöfundarins Daniels Kehlmanns, Tyll, með það að augnamiði að vekja athygli á athyglisverðri skáldsögu og hvetja til íslenskrar þýðingar. Rowohlt Verlag gefur út. Verkið kom út í október á síðasta ári. 473 síður. Tyll hefir hlotið mikið lof. Sú er allajafna raunin þegar kemur að verkum Kehlmanns. Volker Wiedermann, sem skrifar […]

Úr Bréfum, áeggjunum og hugleiðingum um lífsbrandarann

Kæru bræður í lífsbaráttunni, sannlega segi ég yður … síðustu ár hafa klárlega verið oss þung í skauti. Það er ekkert launungarmál. Sá hermennskuandi er vér stærðum oss af er í upplausn og æsingaeldurinn við magamál, bálköstur sálarinnar slokknaður, úrkulnaður – vér seiðum ekki saman seið í bráð. Ég gjöri heyrinkunnugt … Vér erum orðnir […]

Ástarævintýri í Alþýðulýðveldinu

Um minningasöguna Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur (1960). 270 blaðsíður. Bjartur gaf út 2017. Fyrir ekki svo löngu var heimurinn allfrábrugðinn því sem við eigum að venjast í dag. Heiminum var skipt upp í austur og vestur og tók skipting sú mið af ólíkum stjórnmálakerfum. Í einfölduðu máli af markaðskerfi sem dregur taum einkaeignarréttar […]

Amma þín var ekki beygla

1971 fengu konur í Sviss kosningarétt. Með því varð Sviss síðasta land Evrópu til að veita konum réttindi þessi. Á Íslandi var þetta skref stigið 1915 er konur fertugar og eldri fengu kosningarrétt. Þrátt fyrir þennan rétt urðu ekki margar konur alþingiskonur. Á árunum 1916 til 1978 sátu tíu konur á Alþingi. Sú tíunda var Jóhanna Sigurðardóttir. „Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri í Reykjavík árið 1994 höfðu aðeins tvær konur stýrt kaupstöðum á Íslandi“. (bls. 143, Ármann Jakobsson)

Eins konar ljóð, eins konar skáldsaga

Um Elínu, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur (1981) sem út kom 2017. JPV útgáfa gefur út. 182 síður. Sagan sem hér er tekin til umfjöllunar telst vera önnur skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur. Sú fyrri, Hvítfeld-fjölskyldusaga, kom út árið 2012 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Það verk sem hér er til umfjöllunar gerði gott betur. Kristín hefir einkum […]

Helvítis erfðasyndin

Um minningabókina Syndafallið eftir Mikael Torfason. Sögur útgáfa gefur út. 254 síður. Sú minningabók sem hér er til umfjöllunar spannar tímabilið 1979 til ársins 2017. Tekur hún við af hinni fyrri, Týnd í Paradís, frá árinu 2015. Sú hverfist um fyrstu æviár höfundarins Mikaels Torfasonar sem fæddist árið 1974. Hefir höfundur og sögumaður verkanna kunngjört […]

Das Kapital ræður

FYRSTI HLUTI: INNGANGUR Klukkan átta var siglt af stað frá höfnum út um allt með rúmlega átta þúsund farþega. Þetta var bara byrjunin, stanslausir flutningar áttu sér stað allan sólarhringinn næstu daga og vikur. Rýming Íslands var hafin. (bls. 9) Um skáldsöguna Kaldakol Þórarins Leifssonar (1966). Verkið kemur út á vegum Máls og menningar og er […]

Dauðinn tiplar á tánum í kyrrlátum næðingnum

Um ljóðabókina Dvalið við dauðalindir eftir Valdimar Tómasson. JPV gefur út og kom bókin út fyrr á þessu ári. Er þetta þriðja ljóðabók höfundar. Áður hafa komið út Enn sefur vatnið (2007) og Sonnettugeigur (2013). Umrætt verk lætur ekki mikið yfir sér, ekki frekar en tala dauðsfalla á blaði kann að gera. Verkið telur þrjátíu […]

Nasasjón:

Ferð til hinna og sagan af því

Um ferðasögu Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, Rétt undir sólinni eftir. Folda gefur út. Folda virðist vera hluti af Crymogeu því þar er bókina að finna. Verkið telur 207 síður. Engar myndir skreyta bókina. Lesandi verður að notast við ímyndunaraflið.     Í septembermánuði 2013 er verðbréfasalinn, athafnamaðurinn og stofnandi H.F. verðbréfa, Halldór Friðrik Þorsteinsson, staddur einn […]

Bubbi fyrir byrjendur og lengra komna

Um ljóðabækurnar Hreistur og Öskraðu gat á myrkrið eftir Bubba Morthens

Hreistur er önnur ljóðabók höfundar og inniheldur 69 ljóð á ótölusettum blaðsíðum. Hvert ljóð ber númer. Mál og menning gefur út. Öskraðu gat á myrkrið er einnig gefin út af Máli og menningu og inniheldur 33 númeruð ljóð á ótölusettum síðum. Þess má og til gamans geta að hér finnum við einnig ljóð eftir Bubba.

Allífið, amstur og ástand mála

Um ljóðabókina Orðsendingar. Bókin er 64 síður og kom út 2017. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út. I Skáldkonan Halldóra Thoroddsen (1950) hefir verið nokkuð iðin við kolann undanfarið enda kominn á þann aldur að nú er að hrökkva eða stökkva. Hún hefir augljóslega ákveðið að stökkva. Á síðasta ári kom út nóvellan Tvöfalt gler. […]

Af litlum neista verður oft mikið bál svo og mál

Um skáldsöguna Móðurhug eftir Kára Tulinius. JPV gefur út. Verkið er 160 blaðsíður að lengd og kom út fyrr á þessu ári. Ástin er eins og sinueldur. Ástin er segulstál. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ástin er eins og hvítigaldur, gagntekur líkama’ og sál. Af litlum neista verður oft mikið bál. Svo söng […]

Bang, bang: Byssuhasar í Breiðholti og skrímsli gengur laust

Um Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla

„Reyjavík er ekki lengur lítil saklaus borg/ með ljósum prýddar götur, hrein og falleg torg.“ Þannig söng Bubbi Morthes í laginu „Hvað er töff við það í snöru að hanga“ sem kom út á plötunni Allar áttir árið 1996. Hann á sannlega kollgátuna blessaður. Í Reykjavík þrífast sannlega glæpir. Líkast til er og auðsótt mál […]

Íslandi allt! Ísland über alles! 

Um skáldsöguna Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur.

I: Helvítis raunveruleikinn Við erum bundin hvort öðru með þúsund ólíkum tengingum; orðum röddum, snertingu, texta, blóði, söng, strengjum, vegum, þráðlausum, skilaboðum. Stundum aðeins við að sjá sömu sólina skríða yfir himininn, hlusta á sama lagið í útvarpi, raula sama textann fyrir munni okkur, annars hugar, á meðan við vöskum upp diskana eftir kvöldmatinn. Þetta […]

Í hlýnandi veröld er verst að lifa

Um ljóðabók Magnúsar Sigurðssonar Veröld hlý og góð.  Dimma gefur út og er verkið eitt af ófáum ljóðabókum sem forlagið hefir gefið út undanfarið. Verkið telur 71 síðu og inniheldur 36 ljóð og prósa. Vorir trumpuðu tímar Það er auðvitað deginum ljósara þeim sem ekki eru trumpaðir á geði að heimurinn stendur fyrir margvíslegum vanda.  […]

Guð slekkur ljósið, en Guð er ekki til!

Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje

Bjartur gefur út og telur verkið 96 síður.Guð er dauður segir dauðvona barn gömlum manni með skugga í buxum á spítala á meðan trú á æðri tilvistarstig er haldið uppi af kommúnista er horfir á kafbáta á götum úti með grænmetisætu sér við hlið. Og grænmetisætan er á því að gömul kona, sem skilur ekkert […]

Orð í tíma töluð

Um skáldsöguna Bjargræði eftir Hermann Stefánsson

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út. Telur sagan 300 blaðsíður. Hægt að viðhafa mörg orð um nýjustu skáldsögu Hermanns Stefánssonar. Enda er sagan sjálf orðmörg. Verður þó stemmt stigu við orðafjölda.  Best fer nefnilega á því að fólk taki sér þessa bók í hönd og lesi. Helst upphátt. Saga þessi á erindi við vora tíma. […]

Arfleifðin pimpuð upp!

Um myndasöguna Vargöld eftir Þórhall Arnórsson, Jón Pál Halldórsson og Andra Sveinsson.

Vargöld varð fyrsta hreinræktaða myndasagan sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka. Iðunn gefur út. Síðurnar eru ótölusettar en teljast 68.

Hún langamma mín er bara byrjuð að ríða [1]

Um sjötíu og níu blaðsíðna skáldsöguna Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen (1950) sem Sæmundur á Selfossi gaf út 2016 en var frumútgefin í tímaritröðinni 1005 árið 2015. Önnur verk Halldóru sem komið hafa út eru ljóðabækurnar Stofuljóð (1990), Hárfínar athugasemdir (1998) og Gangandi vegfarandi (2005) auk örsagnasafnsins 90 sýni úr minni mínu (2002). Var þessum […]

Lífið er sorglega laust við mikilvægi

Aðeins um Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Óhætt er að slá því á föstu að samtíminn sveiflast öfganna á milli? Fjölmiðlar fræða okkur í sífellu um stríðs- og náttúruhörmungar með tilheyrandi sorg og dauða. Sorg og dauða sem erfitt er að kippa sér upp við vegna Stalínískrar tölulegrar nálgunnar sem ætíð er móðins. Fjölmiðlar fræða okkur um uggandi uppgang hægri öfgaafla, að múslimar ætli sér heimsyfirráð eða dauða og að Donald Trump ógni ekki bara heimsfriðnum, heldur ógni hann ekki síður klofum um helming mannkyns.

Við fáum veður af allslags heimssögulegum atburðum, stórum atburðum sem máski munu rata á spjöld sögunnar með tíð og tíma, enda sem neðanmálsgrein eða verða strokleðrinu að bráð.

Blíðviðri í ágúst – aldrei þessu vant

um Hestvík Gerðar Kristnýjar

Hér var næstum freistast til að skella yfirskrift eins og „Dulúð í Hestvík“, „Hversdagsleg spenna og ógn“, „Uggandi andrúmsloft“ „Öðruvísi sumarbústaðarferð“ eða eitthvað viðlíka. Það hefði bara verið svo leiðinlegt.  Ritkvinnan Gerður Kristný (1970) er gömul í hettunni. Samt er hún aldurslega ekki svo átakanlega nærri grafarbakkanum. Árið 1994 gaf hún út ljóðabókina Ísfrétt. Var það […]

Ég er mannleysa, elskan, myrtu mig

Um Endurfundi Orra Harðarsonar

Fyrir tveim árum gaf Orri Harðarson (1972) út sýna fyrstu skáldsögu, Stundarfró. Við hér á Starafugli fjölluðum um verkið og höfundinn á sínum tíma. Hann hafði þá helst getið sér orð fyrir tónlistarsköpun og þýðingar. Hjá Sögum hefir nú ný skáldsaga Orra, Endurfundir,  litið dagsins ljós. Sagan er 231 síða. Sögusviðið er Akranes árið 1991. […]

Ég bara reið henni Dísu :-) / Ég var rétt í þessu að gilja Úlf :-)

Fyrir allra augum, sem kom út hjá JPV á dögunum, er önnur skáldsaga Sverris Norlands (1986). Sú fyrri, Kvíðasnillingarnir var gefin út árið 2014. Einnig voru útgefnar skáldsaga ein í hæfilegri lengd, Kvíðasnillingurinn (2013) og ljóðabókin Suss! Andagyðjan sefur (2006). Kvíðasnillingarnir fengu almennt séð nokkuð jákvæða dóma. Eru gagnrýnendur nokkuð samstíga í klisjunni um að […]

Meira Suð, já takk

Þriggja manna hljómsveitin Suð gaf út sína aðra breiðskífu, Meira suð, 23. september síðastliðinn. Útgáfa hljómsveitarinnar, Gráðuga útgáfan, á veg og vanda að útgáfunni. Þríeininguna skipa Helgi Benediktsson sem syngur og leikur á gítar, Kjartan Benediktsson er bassaleikari og Magnús Magnússon trymbill. Önnur hjóðfæri, eins og fiðla, hljómborð, hristur, munnorgel, píanó og skellitromma eru að […]

Greitt í píku

Um skáldsöguna Norma eftir Sofi Oksanen

Ekki alls fyrir löngu kom út í íslenskri útfærslu skáldsaga finnsk-eistnesku ritkvinnunnar Sofi Oksanen (1977), Norma. Í Finnlandi kom verkið kom út í fyrra. Íslenska útgáfan telur þrjú hundruð og sautján síður og er gefin út af Máli og menningu. I Sofi Oksanen er íslenskum bókmenntaunnendum kunn enda er Norma fjórða skáldsagan sem kemur út […]

Samtímasaga – samtímasögur

Um skáldsöguna Vinkonur eftir Rögnu Sigurðardóttur

Skáldsagan Vinkonur kom út fyrr á þessu ári og fór umfjöllun um hana ekki hátt. Verkið verðskuldar meiri umfjöllun. Hver er höfundurinn? Fyrsta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Borg, kom út árið 1993 og þótti það frambærileg að hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá var Ragna þrjátíu og eins árs að aldri og laut í lægra […]

Stærðin skiptir máli

Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]

Mynd í orð komið

Um LÓABORATORÍUM eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Á mynd ber að líta tvær unglingsstelpur sem staddar eru á þvottasvæði sundlaugar. Má ráða staðsetningu þeirra af grænum flísum í bakgrunni myndar sem og sakir þess að önnur þeirra heldur á handklæði og hin hefir sundgleraugu á höfði. Er æskulýðurinn nýkominn úr lauginni. Þar að auki ber að líta eldri konu með handklæði vafið um höfuð sér. Önnur stúlkan er rauðbirkin, með fremur sítt hár, freknótt með allnokkra undirhöku. Er holdarfar hennar eftir því í bústnara lagi. Hefir hún sérstakan útbúnað á tönnum sem hugsaður er til tannréttinga.

Nei eða já: Að vekja upp hina dauðu eða þegar órar verða að veruleika

Um Já eftir Bjarna Klemenz

Kringlan hefir frá árinu 1987 verið til þjónustu reiðubúin fyrir verslunargraða Íslendinga og ferðamenn og er hún „stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur. [Þar] […] eru yfir 180 fjölbreyttar verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Í Kringlunni má finna allt frá bókasafni og kvikmyndahúsi að landsins bestu veitingastöðum og tískuvöruverslunum. […] Láttu fara vel um þig í hlýju og notalegu umhverfi þar sem þú finnur eitthvað við þitt hæfi!“

Raunveruleg fantasía eða bara skrambi góð bók

Um Öræfi, eftir Ófeig Sigurðsson

Það hefir löngum talist slæm latína að blanda sjálfum sér inn í ritrýni. Samt sem áður ætlar undirritaður að gerast sekur um það hér og nú. Árið 2005 fékk hann það verkefni að fjalla um skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar, Áferð, fyrir miðil sem um þessar mundir er oft og tíðum spyrtur saman við fyrrverandi forsætisráðherra og […]

Áfengislegin ástarsaga og helvítis fokking fokk

Um Stundarfró eftir Orra Harðarson

Eigi þarf almenn söguvitund að vera rík til að vita að íslenskt samfélag tekur stakkaskiptum á 20. öld. Máski má ganga svo langt að segja: „Það veit hver hálfvita mannskepna, eða ætti að vita.“ Eins ætti lýðnum ljóst að vera að margur sá er státar af íslensku vegabréfi glímir, eða hefir glímt, við áfengissýki. Hefir og Bakkus drukkið mýmargan mörlandann undir borðið eða þá í kistuna. Oft og tíðum fyrir aldur fram.

Hér sé ljóð: Um Vísur eftir Birki Blæ Ingólfsson

Löngum hefir verið móðins að spá fyrir um dauða ljóðsins og hafa margir hlutast til við þann leik. Hafa og margvíslegar ástæður verið dregnar upp til að ýta stoðum undir slíkan málflutning. Hér skal fullkomlega ósagt látið hvort nokkuð sé til í slíkum málflutningi. En 25. ágúst síðastliðinn kom út fremur nýstárleg „ljóðabók“ eftir Birki […]