Áfengislegin ástarsaga og helvítis fokking fokk

Um Stundarfró eftir Orra Harðarson

Eigi þarf almenn söguvitund að vera rík til að vita að íslenskt samfélag tekur stakkaskiptum á 20. öld. Máski má ganga svo langt að segja: „Það veit hver hálfvita mannskepna, eða ætti að vita.“ Eins ætti lýðnum ljóst að vera að margur sá er státar af íslensku vegabréfi glímir, eða hefir glímt, við áfengissýki. Hefir og Bakkus drukkið mýmargan mörlandann undir borðið eða þá í kistuna. Oft og tíðum fyrir aldur fram.

Hér sé ljóð: Um Vísur eftir Birki Blæ Ingólfsson

Löngum hefir verið móðins að spá fyrir um dauða ljóðsins og hafa margir hlutast til við þann leik. Hafa og margvíslegar ástæður verið dregnar upp til að ýta stoðum undir slíkan málflutning. Hér skal fullkomlega ósagt látið hvort nokkuð sé til í slíkum málflutningi. En 25. ágúst síðastliðinn kom út fremur nýstárleg „ljóðabók“ eftir Birki […]