Greitt í píku

Um skáldsöguna Norma eftir Sofi Oksanen

Ekki alls fyrir löngu kom út í íslenskri útfærslu skáldsaga finnsk-eistnesku ritkvinnunnar Sofi Oksanen (1977), Norma. Í Finnlandi kom verkið kom út í fyrra. Íslenska útgáfan telur þrjú hundruð og sautján síður og er gefin út af Máli og menningu. I Sofi Oksanen er íslenskum bókmenntaunnendum kunn enda er Norma fjórða skáldsagan sem kemur út […]

Samtímasaga – samtímasögur

Um skáldsöguna Vinkonur eftir Rögnu Sigurðardóttur

Skáldsagan Vinkonur kom út fyrr á þessu ári og fór umfjöllun um hana ekki hátt. Verkið verðskuldar meiri umfjöllun. Hver er höfundurinn? Fyrsta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Borg, kom út árið 1993 og þótti það frambærileg að hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá var Ragna þrjátíu og eins árs að aldri og laut í lægra […]

Stærðin skiptir máli

Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]

Mynd í orð komið

Um LÓABORATORÍUM eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Á mynd ber að líta tvær unglingsstelpur sem staddar eru á þvottasvæði sundlaugar. Má ráða staðsetningu þeirra af grænum flísum í bakgrunni myndar sem og sakir þess að önnur þeirra heldur á handklæði og hin hefir sundgleraugu á höfði. Er æskulýðurinn nýkominn úr lauginni. Þar að auki ber að líta eldri konu með handklæði vafið um höfuð sér. Önnur stúlkan er rauðbirkin, með fremur sítt hár, freknótt með allnokkra undirhöku. Er holdarfar hennar eftir því í bústnara lagi. Hefir hún sérstakan útbúnað á tönnum sem hugsaður er til tannréttinga.

Nei eða já: Að vekja upp hina dauðu eða þegar órar verða að veruleika

Um Já eftir Bjarna Klemenz

Kringlan hefir frá árinu 1987 verið til þjónustu reiðubúin fyrir verslunargraða Íslendinga og ferðamenn og er hún „stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur. [Þar] […] eru yfir 180 fjölbreyttar verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Í Kringlunni má finna allt frá bókasafni og kvikmyndahúsi að landsins bestu veitingastöðum og tískuvöruverslunum. […] Láttu fara vel um þig í hlýju og notalegu umhverfi þar sem þú finnur eitthvað við þitt hæfi!“

Raunveruleg fantasía eða bara skrambi góð bók

Um Öræfi, eftir Ófeig Sigurðsson

Það hefir löngum talist slæm latína að blanda sjálfum sér inn í ritrýni. Samt sem áður ætlar undirritaður að gerast sekur um það hér og nú. Árið 2005 fékk hann það verkefni að fjalla um skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar, Áferð, fyrir miðil sem um þessar mundir er oft og tíðum spyrtur saman við fyrrverandi forsætisráðherra og […]

Áfengislegin ástarsaga og helvítis fokking fokk

Um Stundarfró eftir Orra Harðarson

Eigi þarf almenn söguvitund að vera rík til að vita að íslenskt samfélag tekur stakkaskiptum á 20. öld. Máski má ganga svo langt að segja: „Það veit hver hálfvita mannskepna, eða ætti að vita.“ Eins ætti lýðnum ljóst að vera að margur sá er státar af íslensku vegabréfi glímir, eða hefir glímt, við áfengissýki. Hefir og Bakkus drukkið mýmargan mörlandann undir borðið eða þá í kistuna. Oft og tíðum fyrir aldur fram.

Hér sé ljóð: Um Vísur eftir Birki Blæ Ingólfsson

Löngum hefir verið móðins að spá fyrir um dauða ljóðsins og hafa margir hlutast til við þann leik. Hafa og margvíslegar ástæður verið dregnar upp til að ýta stoðum undir slíkan málflutning. Hér skal fullkomlega ósagt látið hvort nokkuð sé til í slíkum málflutningi. En 25. ágúst síðastliðinn kom út fremur nýstárleg „ljóðabók“ eftir Birki […]