CSI – Stratford

The Reign of King Edward III kom út nafnlaust árið 1596 og sextíu árum síðar komst sú hugmynd á prent að það væri talið eftir William Shakespeare. Æ síðan hefur verið japlað, jamlað og fuðað um málið en árið 2002 setti Royal Shakespeare Company verkið á svið og eignaði það sínum manni afdráttarlaust í kynningarefninu. […]

Gömul svín valda

Sturluð staðreynd: Tólf ára skjaldsveinn í orrustunni á Bosworth-völlum hefði verið níræður árið 1573. Það er semsagt tæknilega mögulegt að níu ára gamall Shakespeare hafi heyrt sögur af falli Ríkarðs Plantagenet frá fyrstu hendi. Ákaflega ósennilegt auðvitað. En samt. Þetta er tímaramminn. 

Eins mætti hugsa sér að meðal áhorfenda á frumsýningunni (1594 eða þar um bil) hafi verið öldungar sem áttu afa sem börðust þar. Og hver veit – jafnvel barnabarn sir James Tyrrel þess sem líklega drap prinsana ungu í Lundúnaturni 1483.

I Hold Your Hand in Mine

Uppfærsla Royal Shakespeare Company á Titus Andronicus 1987 er eftirminnilegasta Shakespearesýning sem ég hef ekki séð. Ég skal útskýra. Sumarið ‘87 hélt ég með hópi ungra leikhúsvillinga í alþjóðlegar leikhúsbúðir í Stratford Upon-Avon. Þar dvöldum við í viku tíma; spunnum, djömmuðum og æfðum okkur með allrar Evrópu kvikindum sem líkt var ástatt um. Að sjálfsögðu […]

Krúnuleikar

Henry VI

Fyrsta tilraun Shakespeares til að færa Englandssöguna í leikrænan búning eru þrjú leikrit um valdatíð Hinriks sjötta. Í framhaldinu kom svo fyrsta óumdeilda meistaraverkið, The Tragedy of Richard III, sem hangir með þríleiknum bæði ritunartímalega og í krónólógík efnisins en er að mörgu öðru leyti annars lags leikrit. Saman eru þessi verk stundum kölluð „fyrri […]

Glataður gauksungi

Edmund Ironside

Hvað skrifaði Shakespeare mörg leikrit? Það er nú það. Í fyrstu heildarútgáfunni (F) eru 36 verk. Tvö til viðbótar (Pericles og The Two Noble Kinsmen) hafa lengi notið nokkuð almennrar viðurkenningar sem samvinnuverkefni þar sem okkar maður á umtalsverðan hluta. Kinsmen samt ekki nógu mikillar til að Helgi Hálfdanarson hefði það með í sinni heildarþýðingu. […]

Sérstöðuþverstæðan

(Þjóðar)sálin hans Jóns míns eftir Birki Blæ

Ég sat í stofunni minni með þessa bók í höndunum og vissi ekkert hver þessi tiltölulega nýbakaði höfundur var. Á sama tíma birtist nýr fréttamaður á skjánum að taka viðtöl við þingmenn um nýjustu afglöp valdhafanna og vandræðaganginn við að drepa umræðum um þau á dreif. Og viti menn: þessir tveir nýju menn voru sami […]

Kassavanin snjáldurmús

THE TAMING OF THE SHREW

Arden-útgáfan  af verkum Shakespeares eru nokkurskonar „Industry Standard“. Þar er leit að hinum fullkomnasta texta eilífðarverkefni, um leið og búið er að prenta hefst vinnan við næstu útgáfu (þriðja umferð er langt komin núna). Fræðin í kringum leikritin eru einatt fyrirferðarmeiri en þau sjálf, enda í mörg horn að líta. Það þarf að spá í […]

Fjórir skotnir krakkar

The Two Gentlemen of Verona

Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra.  Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis […]

Handan fyrirgefningar

Við meltum þennan einfalda en öfluga sannleika og súpum úr vatnsflösku sem ég fiska upp úr bakpokanum (104) „The story we related is unique“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í lok TED-fyrirlesturs hennar og Tom Stranger um ferlið sem hófst þegar Tom nauðgaði henni í herberginu hennar eftir jólaballið 1996 og „lauk“ með vikulöngum endurfundum í […]

Ágætur ostur, ljúffengur grautur

Þannig týnist tíminn eftir Bjartmar Guðlaugsson

Er Bjartmar Guðlaugsson fulltrúi „fyndnu kynslóðarinnar“ í tónlistinni? Hann er fimm árum yngri en Pétur Gunnarsson, fæddur tveimur árum á eftir Steinunni Sigurðardóttur og tveimur á undan Einari Má. Þannig að hann er í tímarammanum. Og rúmast verk Bjartmars ekki líka í „konseptinu“? Þessi léttleiki sem hittir svo oft naglann á höfuðið í lýsingunni á […]

Ævisaga ársins

Níu snöggsoðnar hugrenningar að afloknum lestri Jóns lærða og náttúra náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson

I Ekkert bókaflóð er fullkomið án að minnsta kosti einnar bókar á borð við þessa. Hnausþykkrar, fræðilegrar en samt læsilegrar úttektar á ævi og ferli einhvers af stórmennum fortíðarinnar: stjórnmálamanns, listamanns eða skálds. Bækur fyrir almenna lesendur en reistar á kröfuhörðum grunni akademíunnar.  Blómaskeið slíkra bóka er nokkuð að baki, þegar stofuhillurnar fylltust af smáatriðum […]

Söngur svarðreipslagarans

Nokkur orð um Leitina að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson

Leitin að svarta víkingnum er skrifuð fyrir menn eins og mig. Vönduð og útspekuleruð alþýðleg fræðibók sem dýpkar þekkingarbrunn lesandans og finnur í honum æð af óvæntu og nýstárlegu bragðefni. Enginn flokkur lesefnis er mér kærari, og mér er merkilega mikið sama hvert umfjöllunarefnið er. Hér er það reyndar líka í algjöru uppáhaldi: grúsk í […]

Orð eru ljóð eru orð

Orð eru ljóð eru orð umfjöllun um bók Stefáns Boga Sveinssonar, Brennur – eftir Þorgeir Tryggvason   Stefán Bogi Sveinsson treystir orðum.  Það er góður eiginleiki hjá ljóðskáldi. Þó að við (eða ég allavega) höfum mörg talsverða nautn af fimleikum og flugeldum í skáldskap þá er gott annað slagið að vera leitt fyrir sjónir hvers […]

Ég leitaði einskis… og fann

Nokkur orð um Ég leitaði einskis … og fann eftir Hrafnkel Lárusson eftir Þorgeir Tryggvason Ljóðin í þessari fyrstu bók Hrafnkels Lárussonar eru afrakstur langs tímabils og bera þess einhver merki. Eins og höfundur rekur reyndar sjálfur í formála. Hann talar um að í þeim elstu sé „melankólískt tilfinningarót“ kveikja skáldskaparins, en „hugleiðingar um tilveruna“ […]

Æskuteit og hjartaheit, hökufeit og undir bláhimni

Um Vitstola konur í gylltum kerrum eftir Arngrím Vídalín

Þetta smágerða kver Arngríms Vídalín, er freistandi að afgreiða sem bókmenntabrandara, ef „afgreiða“ er rétta orðið. Sem það er ekki, því bæði er aldrei komið nóg af bröndurum og svo er þetta ágætis brandari. Byrjum aftur. Það er freistandi að njóta hins smágerða kvers Arngríms Vídalín, Vitstola konur í gylltum kerrum, sem bókmenntabrandara. Og fyllsta […]