August og ég

„Næst var gáfnapróf. Andra fannst hann geta svarað öllu nema „Strindberg“. „Finnst á Vestfjörðum,“ skrifaði hann eftir umhugsun. Pétur Gunnarsson, Ég um mig frá mér til mín (1978)     Þetta byrjaði þegar ég ákvað af hálfgerðri rælni að lesa nýlega ævisögu Strindbergs eftir enska rithöfundinn og fræðikonuna Sue Prideaux. Og varð eiginlega uppnumin. Hluti […]

Að lokum

Söguþráður Theseus Aþenuhertogi er í þann mund að giftst Hippólítu Amazónudrottningu þegar þrjár ekkjudrottningar biðja hann ásjár og aðstoðar við að heimta lík eiginmanna þeirra sem Creon Þebukonungur meinar þeim að jarða. Theseus fer þegar í stríð og hefur sigur. Meðal herfangs eru tveir ungir aðalsmenn, fóstbræðurnir Arcite og Palamon, sem er stungið í fangelsi. […]

Það ert ekki þú, það er ég

Chamberlain It seems the marriage with his brother’s wife Has crept too near his conscience. SUFFOLK No, his conscience Has crept too near another lady. Söguþráður Henry VIII er nýkominn heim af friðarsáttmálaráðstefnu í Frakklandi og aðalsmenn færa fregnir þaðan þegar einn þeirra, hertoginn af Buckingham, er handtekinn og sakaður um landráð að undirlagi Wolsey, […]

Óreiða á sviði

Söguþráður Hertoginn Angelo og tvo sonu. Sá yngri, Henriquez, er flagari og villingur og þegar hann sendir vin sinn Julio til hirðarinnar að sækja fé til að kaupa hest fá Angelo go eldri bróðirinn, hinn göfugi Roderick, hann til að njósna um uppátæki svarta sauðarins. Henriquez er í óða önn að tæla unga sveitastúlku, Violante, […]

Eybyggja saga

Atburðarás Á heimleið frá Túnis, þar sem hann gifti dóttur sína konungnum, lendir Alonso Napólíkóngur í sjávarháska og skip hans ferst við strendur lítillar eyjar. Allir komast þó af, og í raun ferst skipið ekkert, heldur var stormurinn sjónhverfing á vegum æðstráðanda skersins, Prosperos, fyrrum hertoga í Mílanó. Þangað komst hann með kornunga dóttur sína, […]

Að trúa eigin órum

Atburðarás Leontes Sikileyjarkonungur verður sannfærður um að æskuvinur hans, Polinexes Bæheimskonungur eigi vingott við drottningu hans, Hermione, og sé m.a. faðir barnsins sem hún ber undir belti. Polinexes er búinn að vera gestur á Sikiley um nokkurra mánaða skeið en þegar Leontes skipar Camillo, hirðmanni sínum, að ráða honum bana, kýs Camillo frekar að aðvara […]

Ættarmót

Atburðarás Kræst! Ok, nokkurnvegin svona: Þegar sagan hefst er Bretlandshirð í uppnámi. Innogen konungsdóttir hefur gifst munaðarlausum lágaðalsmanni, Posthumusi, en ekki Cloten, stjúpbróður sínum, syni seinni konu föður síns, Cymbeline konungi. Posthumus hefur verið gerður útlægur og Cloten hugsar sér gott til glóðarinnar, þó Innogen fyrirlíti hann. Jafnframt hefur drottningin áform um að myrða bæði […]

List hins ósveigjanlega

Atburðarás Það er brauðskortur í Róm og múgurinn æstur. Hann telur aðalinn hamstra hveiti og kennir stríðsgarpinum og þekktum lágstéttarhatara, Caiusi Martius, sérstaklega um stöðu mála. Þingmanninum Meneniusi tekst að róa liðið og í framhaldinu eru tveir lýðsstjórar kjörnir til að tala fyrir hönd fólksins. Nágrannaríki Volsca gerir innrás í ríki Rómverja og Caius fer […]

Og svo …

Atburðarás Pericles Týrosprins fer í bónorðsför til Anthiochu. Þar þarf hann að leysa gátu konungs til að fá dóttur hans, en lausnin reynist vera blóðskammarsamband Antiochusar við prinsessuna. Pericles óttast um líf sitt og flýr heim, en stígur strax aftur á skipsfjöl enda von á hefndarleiðangri Antiochusar á hverri stundu. Hann bjargar íbúum Tarsus frá […]

Grái fiðringurinn

Atburðarás Anthony, Octavius og Leipidus stýra Rómarveldi eftir fall Júlíusar, Brútusar og Cassiusar. Anthony sér um austurhlutann og hefur sest að í Alexandríu og lifir þar í svallsælu með drottningunni Cleopötru, í óþökk Octaviusar. Þegar Pompey ógnar yfirráðum þrívaldanna yfir Miðjarðarhafinu og eiginkona Anthonys deyr hverfur hann heim til að jafna ágreininginn við félaga sína […]

Rýtingur framundan

Atburðarás Eftir að hafa hrundið innrás og uppreisn fær skoski þjánninn Macbeth skilaboð frá þremur dularfullum konum að hann hafi verið sæmdur nýrri þjánsnafnbót og muni í framhaldinu verða konungur. Skömmu síðar kemst hann að því að fyrri spádómurinn hefur þegar ræst. Fullur bjartsýni um framhaldið heyrir hann konunginn Duncan útnefna Malcolm, son sinn, ríkisarfa. […]

Að rata út

Atburðarás Hin aldni konungur Lér ákveður að skipta ríki sínu milli dætra sinna þriggja. Þegar Cordelia, sú yngsta, neitar að útmála ást sína á honum við opinbera athöfn afneitar hann henni og skiptir hennar hluta milli eldri systranna, Goneril og Regan. Fljótlega skerst í odda milli konungsins og fylgdarliðs hans og dætranna tveggja, sem hann […]

Klink & Bank

Atburðarás Timon er ríkur aþenskur aðalsmaður sem nýtur þess að halda vinum sínum veislur, gefa þeim rausnarlegar gjafir og leysa hvers manns vanda með peningum. En gjafmildi hans kostar sitt og hann hefur enga yfirsýn yfir skuldir sínar sem vaxa hratt og þegar lánadrottnar sækja að honum leitar hann til vinanna sem notið hafa gestrisni […]

Er hann sá rétti?

Atburðarás: Læknisdóttirin Helena hefur alist upp í skjóli hertogaynjunnar af Rousillion og elskar Bertram son hennar í laumi þrátt fyrir stéttamuninn. Konungurinn er dauðvona og Helena fer á fund hans með meðöl sem faðir hennar ánafnaði henni. Hún læknar hann og fær að launum að velja sér eiginmann úr röðum hirðmanna hans og velur auðvitað […]

I go out of my mind (but) for you

Áður en ég hóf þennan heildarlestur voru Sonnetturnar það af ódramatískum verkum Shakespeares sem ég komst næst því að hafa lesið.  Ég skal útskýra. Fyrir átta árum hafði Kristjana Arngrímsdóttir samband við mig og bað mig að semja lag fyrir sig. Ekki bara lag: tangó. Ég var auðvitað til í það, Kristjana er stórkostleg söngkona […]

Hönd D

Atburðarás Skerfarinn í London, Thomas More, getur sér gott orð þegar hann afstýrir allsherjaruppþoti og árásum innfæddra á hverfi innflytjenda og flóttamanna frá meginlandinu. Er aðlaður og gerður að „forsætisráðherra“ Hinriks áttunda fyrir framgönguna. Hann tekur á móti Erasmusi frá Rotterdam með léttu gríni og skemmtir borgarstjóranum í London með uppbyggilegri leiksýningu í kvöldverðarboði. Neitar […]

Stóridómur við Dóná

Atburðarás Hertoginn í Vínarborg felur hinum siðprúða Angelo stjórnartaumana en fer sjálfur huldu höfði í borginni til að sjá hvernig gengur. Angelo lætur verða sitt fyrsta verk að reyna að uppræta siðspillinguna í borginni og dustar m.a. rykið af dauðarefsingu fyrir barneignir utan hjónabands. Hinn ungi Claudio er sá fyrsti sem er dæmdur samkvæmt þeim. […]

Ást í Þistilfirði

Atburðarás Herforingi Feneyinga, Márinn Othello, giftist á laun ungri aðalskonu, Desdemonu. Einn af mönnum hans, merkisberinn Iago, leggur fæð á Márann af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að annar hermaður, Cassio, hefur verið tekin fram fyrir hann í stöðuhækkunarröðinni en kannski ekki síst af því hann telur Márann hafa sængað hjá Emilíu, konu sinni. Honum […]

Rómantíkin getur verið sjúk

Atburðarás Umsátur Grikkja um Tróju hefur staðið í sjö ár og allir að verða brjálaðir. Ekki síst Akkiles, sem er kominn í einhverskonar verkfall, húkir í tjaldi sínu með lagsmanni sínum og drepur tímann með því að hæðast að félögunum og bauki þeirra. Þegar Trójuprinsinn Hektor býðst til að ganga á hólm við hvern þann […]

Staffadjamm fer úr böndunum

Atburðarás Tvíburasystkinin Víólu og Sebastían frá Messínu rekur á land í Illyríu eftir skipbrot, og halda bæði að hitt hafi farist. Víóla ákveður að dulbúa sig sem karlmann og gerist hirðmaður Orsínós greifa, sem er við það að veslast upp af ást til Ólivíu, ungrar aðalskonu í nágrenninu sem vill ekki hlusta á neinar kvonbænir, […]

Ég þarf engan stjörnukíki

Ég held með söngvaskáldum. Fyrir mér er það göfugasta og fallegasta leiðin að tónlistarsköpun. Að semja sönglög og flytja þau sjálf(ur). Það kemst næst því að syngja eins og fuglarnir syngja. Og er það ekki viðmiðið: hin platónska frummynd (tón)listarinnar? Þetta er í grunninn rómantísk afstaða. Þetta er heldur ekkert svona einfalt. Þar sem ég […]

Þegar við brotnum

Vorið 1988 fékk ég tvo menntaskólavini mína, þá Ólaf Jóhann Sigurðsson og Sigurð Jóhannesson, með mér í pínu fráleitan leiðangur. Við/Siggi keyrðum frá Akureyri til Reykjavíkur, fórum í leikhús og keyrðum svo aftur til baka um nóttina. Ástæðan: Við/ég vildum ekki missa af Hamlet.

Þetta er þannig leikrit.

Sex in the Forest

AtburðarásÍ hertogadæmi einu eru tveir óhamingjusamir unglingar. Orlando er kúgaður af eldri bróður sínum og Rosalind syrgir útlagann föður sinn, en býr í skjóli Selíu vinkonu sinnar, dóttur hertogans sem rændi föður Rosalindar völdum og hrakti hann út í skóg. Orlando og Rosalind hittast og fella hugi saman. Grimmd bróður og valdaræningja keyrir um þverbak […]

Langur tími í pólitík

Atburðarás Júlíus Caesar er einráður í Róm, á borði en ekki í orði. Ekki enn. Brútus, Kassíus og nokkrir fleiri vilja koma í veg fyrir að hann verði krýndur konungur, nokkuð sem nánustu fylgismenn Júlíusar, á borð við Markús Antóníus, eru alveg til í. Lýðræðisvinirnr ráða Sesar af dögum, en Markús æsir Rómarbúa gegn þeim […]

Trúnó

Atburðarás Hinn ungi konungur Hinrik fimmti ákveður að leggja undir sig Frakkland sem hann telur sig eiga réttmætt tilkall til. Hann er drifinn áfram af frýjunarorðum Frakkaprins, sem hæðist að vandræðaunglingsfortíð konungsins, og af sinni eigin þörf til að sanna sig. Eftir að hafa afhjúpað svikara í innsta hring siglir herinn yfir sundið og eftir […]

Fituskömmunarþríleikurinn

Samhengi skiptir máli. Það á ágætlega við um The Merry Wives of Windsor, sem skipar ekkert sérlega virðulegan sess í höfundaverki Shakespeares. Forvitnilegan þó, samhengisins vegna, að tvennu leyti.

Í fyrsta lagi er það tilurðarsagan og ritunartíminn. Hún fór snemma á kreik, þjóðsagan um að skáldið hafi skrifað verkið að kröfu Englandsdrottningar, sem var víst alls ekki búin að fá nóg af Falstaff eftir tvö leikrit og bað um eitt til, þar sem feiti riddarinn væri ástfanginn. Afraksturinn á að hafa verið þetta verk, sem heitir reyndar Falstaff, and the Merry Wives of Windsor í fyrstu prentuðu útgáfu.

Að afhlaupnum hornum

Í uppfærslu Gregory Doran á fyrra leikritinu um Hinrik fjórða lætur hann krónprinsinn löðrunga dómstjóra (Lord Chief Justice) nokkurn sem kemur inn á krána, þar sem þeir Falstaff sitja að sumbli, í leit að ránsfeng. Þetta er skrítið augnablik. Ekkert í texta leikritsins styður þessa athöfn, viðbrögð og eftirmál verða engin. Skýringuna er að finna í framhaldsleikritinu. Þar er þessi löðrungur mikið umtalaður, og reyndar fangelsun prinsins fyrir þetta brot gegn valdstjórninni. Fangelsun sem sér engan stað í fyrra leikritinu.

Funny ‘cause it’s old

Árið er 1403. Hinrik Plantagenet er búinn að komast að því að hásæti eru svolítið eins og piparkökur, þau eru ekki sérlega væn þeim sem hafa stolið þeim. Hann á slatta af óvinum, og er auk þess farinn að sjá óvini í vinum sínum, þeim sem hjálpuðu honum til valda á sínum tíma. Snemma leikrits ofbýður nokkrum þeirra og þeir ákveða að steypa valdaræningjanum af stóli. Þar fer fremstur í flokki ungur og vígfimur ofláti, Henry „Hotspur“ Percy, en aðrir í innsta koppi eru faðir hans og bróðir, sem og velski höfðinginn Glendower og tengdasonur hans, sem sjálfur getur reyndar gert kröfu til krúnunnar sem afkomandi Játvarðs þriðja.

Dauð hóra?

For man is a giddy thing, and this is my conclusion 5.4.106 Atburðarás: Hópur hermanna snýr heim úr stríði og þiggur gistingu hjá Leonato, aðalsmanni í Messína. Þeirra á meðal er hinn ungi Claudio sem fær strax augastað á Hero, dóttur Leonatos, og piparsveinnninn Benedict sem endurnýjar kynni sín við Beatrice, frænku þeirra feðgina, en […]

Löglegt – siðlaust

Ekkert Shakespeareleikrit ber annan eins farangur með sér inn á sviðið og The Merchant of Venice. Það er samt ekki beinlínis leikritinu eða höfundi þess að kenna, eins og allir vita. Það er svo til marks um listrænan styrk þess, túlkunarvíddir og stöðu innan höfundaverksins að það skuli vera meðal mest leiknu og dáðustu verkanna eftir miðja tuttugustu öld, en ekki sópað niður í ruslflokk með Two Gentlemen og King John.

Kræklótt flagð undir fögru skinni

Mad world! mad kings! mad composition! 2.1.573 Leikrit Shakespeares um John, sem ríkti yfir Englandi, Írlandi og framan af einnig yfir vesturhluta Frakklands frá 1199 til 1216, er skrítin skepna og vandræðagripur í höfundaverkinu. Þau vandræði felast m.a. í tengslum þess við annað leikrit um þennan kóng, The Troublesome Reign of King John (TR), sem […]

Í yndislegri sturlun

A Midsummer Night’s Dream er það leikrit sem ég þekki best. Og þá er ég ekki bara að tala um Shakespeare. Ég kann það næstum utanað. Hef leikið í því, samið við það tónlist, þar á meðal heila óperu við harmleikinn um Píramus og Þispu, leikstýrt því, unnið með það á námskeiðum og séð það í fleiri uppfærslum (held ég) en nokkurt annað. Þrisvar í Nemendaleikhúsinu, einu sinni í Þjóðleikhúsinu og einum sex áhugaleikfélagauppfærslum. Næstum allar voru þær í það minnsta skemmtilegar og ein þeirra, uppfærsla Guðjóns Pedersen í Nemó 1993, er með eftirminnilegustu kvöldstundum sem ég hef átt í leikhúsi, og er þá þónokkuð sagt.

Fjórtán ára föstnuð

Ekki hefði ég getað giskað á að þegar ég yrði miðaldra yrði mitt helsta tómstundagaman að skrifa bókmenntaritgerðir. Eða kannski frekar „kjörbókaritgerðir“ eins og þessi bókmenntagrein hét þegar ég var í menntaskóla. Þar skrifaði ég bara eina svona ritgerð, um Kyrr kjör eftir Þórarin Eldjárn, og það með umtalsverðum harmkvælum. Í háskóla valdi ég ævinlega að taka próf frekar en skrifa ritgerðir eða vinna önnur slík verkefni. Og svona er nú komið fyrir mér.

Á kolli mínum geymi ég gullið

Ríkarður II var fyrsta leikrit Shakespeares sem ég las. 

Þannig var að á unglingsárum mínum höfðu föðurforeldrar mínir fyrir sið að gefa okkur barnabörnunum peninga rétt fyrir jól og láta okkur sjálf um að velja frá þeim gjafir. Um svipað leyti og þau tóku upp á þessu var ég orðinn sá heiftarlegi lestrarhestur og grúskari sem ég hef verið allar götur síðan

Inntökupróf í skóla lífsins

Er þýðing Helga Hálfdanarsonar á Love’s Labour’s Lost hans verstu glöp? Þá er ég auðvitað að meina þýðinguna á nafninu. Ástarglettur?! Hvað á það að þýða? Væri „Ástarbrall í óskilum“ ekki skárra? „Ástin sigrar ekki“? Eða kannski „Ástarþrautin þyngri?“ „Labour’s“ vísar víst til þrauta Herkúlesar segir formálinn, og Herkúles kemur allnokkuð við sögu hjá hinum […]

Manst’ ekki eftir mér? 

Ef marka má það ritunartímatal sem ég styðst við í gegnumferð minni um leikrit Shakespeares er The Comedy of Errors fyrsta verkið sem frá honum kemur þegar leikhúsin voru opnuð á ný eftir að plágunni létti 1594. Í millitíðinni hafði Shakespeare lifað á lýríkinni, sett saman tvo vinsæla ljóðabálka, Venus and Adonis og The Rape […]

Nokkur orð um kynferðisofbeldi

1593 og 4 var plágan á kreiki í London og yfirvöld lokuðu leikhúsunum trekk oní hvað. Leikhóparnir lögðust í leikferðir um dreifbýlið, oft með styttar og einfaldaðar útgáfur verkanna (sem sumar rötuðu seinna á prent, síðari tíma ritstjórum til armæðu og virðisauka), seldu handritin sín til útgefenda og leikskáldin leituðu á önnur mið. Shakespeare ákvað […]

CSI – Stratford

The Reign of King Edward III kom út nafnlaust árið 1596 og sextíu árum síðar komst sú hugmynd á prent að það væri talið eftir William Shakespeare. Æ síðan hefur verið japlað, jamlað og fuðað um málið en árið 2002 setti Royal Shakespeare Company verkið á svið og eignaði það sínum manni afdráttarlaust í kynningarefninu. […]

Gömul svín valda

Sturluð staðreynd: Tólf ára skjaldsveinn í orrustunni á Bosworth-völlum hefði verið níræður árið 1573. Það er semsagt tæknilega mögulegt að níu ára gamall Shakespeare hafi heyrt sögur af falli Ríkarðs Plantagenet frá fyrstu hendi. Ákaflega ósennilegt auðvitað. En samt. Þetta er tímaramminn. 

Eins mætti hugsa sér að meðal áhorfenda á frumsýningunni (1594 eða þar um bil) hafi verið öldungar sem áttu afa sem börðust þar. Og hver veit – jafnvel barnabarn sir James Tyrrel þess sem líklega drap prinsana ungu í Lundúnaturni 1483.

I Hold Your Hand in Mine

Uppfærsla Royal Shakespeare Company á Titus Andronicus 1987 er eftirminnilegasta Shakespearesýning sem ég hef ekki séð. Ég skal útskýra. Sumarið ‘87 hélt ég með hópi ungra leikhúsvillinga í alþjóðlegar leikhúsbúðir í Stratford Upon-Avon. Þar dvöldum við í viku tíma; spunnum, djömmuðum og æfðum okkur með allrar Evrópu kvikindum sem líkt var ástatt um. Að sjálfsögðu […]

Krúnuleikar

Henry VI

Fyrsta tilraun Shakespeares til að færa Englandssöguna í leikrænan búning eru þrjú leikrit um valdatíð Hinriks sjötta. Í framhaldinu kom svo fyrsta óumdeilda meistaraverkið, The Tragedy of Richard III, sem hangir með þríleiknum bæði ritunartímalega og í krónólógík efnisins en er að mörgu öðru leyti annars lags leikrit. Saman eru þessi verk stundum kölluð „fyrri […]

Glataður gauksungi

Edmund Ironside

Hvað skrifaði Shakespeare mörg leikrit? Það er nú það. Í fyrstu heildarútgáfunni (F) eru 36 verk. Tvö til viðbótar (Pericles og The Two Noble Kinsmen) hafa lengi notið nokkuð almennrar viðurkenningar sem samvinnuverkefni þar sem okkar maður á umtalsverðan hluta. Kinsmen samt ekki nógu mikillar til að Helgi Hálfdanarson hefði það með í sinni heildarþýðingu. […]

Sérstöðuþverstæðan

(Þjóðar)sálin hans Jóns míns eftir Birki Blæ

Ég sat í stofunni minni með þessa bók í höndunum og vissi ekkert hver þessi tiltölulega nýbakaði höfundur var. Á sama tíma birtist nýr fréttamaður á skjánum að taka viðtöl við þingmenn um nýjustu afglöp valdhafanna og vandræðaganginn við að drepa umræðum um þau á dreif. Og viti menn: þessir tveir nýju menn voru sami […]

Kassavanin snjáldurmús

THE TAMING OF THE SHREW

Arden-útgáfan  af verkum Shakespeares eru nokkurskonar „Industry Standard“. Þar er leit að hinum fullkomnasta texta eilífðarverkefni, um leið og búið er að prenta hefst vinnan við næstu útgáfu (þriðja umferð er langt komin núna). Fræðin í kringum leikritin eru einatt fyrirferðarmeiri en þau sjálf, enda í mörg horn að líta. Það þarf að spá í […]

Fjórir skotnir krakkar

The Two Gentlemen of Verona

Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra.  Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis […]

Handan fyrirgefningar

Við meltum þennan einfalda en öfluga sannleika og súpum úr vatnsflösku sem ég fiska upp úr bakpokanum (104) „The story we related is unique“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í lok TED-fyrirlesturs hennar og Tom Stranger um ferlið sem hófst þegar Tom nauðgaði henni í herberginu hennar eftir jólaballið 1996 og „lauk“ með vikulöngum endurfundum í […]

Ágætur ostur, ljúffengur grautur

Þannig týnist tíminn eftir Bjartmar Guðlaugsson

Er Bjartmar Guðlaugsson fulltrúi „fyndnu kynslóðarinnar“ í tónlistinni? Hann er fimm árum yngri en Pétur Gunnarsson, fæddur tveimur árum á eftir Steinunni Sigurðardóttur og tveimur á undan Einari Má. Þannig að hann er í tímarammanum. Og rúmast verk Bjartmars ekki líka í „konseptinu“? Þessi léttleiki sem hittir svo oft naglann á höfuðið í lýsingunni á […]

Ævisaga ársins

Níu snöggsoðnar hugrenningar að afloknum lestri Jóns lærða og náttúra náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson

I Ekkert bókaflóð er fullkomið án að minnsta kosti einnar bókar á borð við þessa. Hnausþykkrar, fræðilegrar en samt læsilegrar úttektar á ævi og ferli einhvers af stórmennum fortíðarinnar: stjórnmálamanns, listamanns eða skálds. Bækur fyrir almenna lesendur en reistar á kröfuhörðum grunni akademíunnar.  Blómaskeið slíkra bóka er nokkuð að baki, þegar stofuhillurnar fylltust af smáatriðum […]

Söngur svarðreipslagarans

Nokkur orð um Leitina að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson

Leitin að svarta víkingnum er skrifuð fyrir menn eins og mig. Vönduð og útspekuleruð alþýðleg fræðibók sem dýpkar þekkingarbrunn lesandans og finnur í honum æð af óvæntu og nýstárlegu bragðefni. Enginn flokkur lesefnis er mér kærari, og mér er merkilega mikið sama hvert umfjöllunarefnið er. Hér er það reyndar líka í algjöru uppáhaldi: grúsk í […]