Æskuteit og hjartaheit, hökufeit og undir bláhimni

Um Vitstola konur í gylltum kerrum eftir Arngrím Vídalín

Þetta smágerða kver Arngríms Vídalín, er freistandi að afgreiða sem bókmenntabrandara, ef „afgreiða“ er rétta orðið. Sem það er ekki, því bæði er aldrei komið nóg af bröndurum og svo er þetta ágætis brandari. Byrjum aftur. Það er freistandi að njóta hins smágerða kvers Arngríms Vídalín, Vitstola konur í gylltum kerrum, sem bókmenntabrandara. Og fyllsta […]