Þunnt loft — og þungt

Um heimildamyndina Out of Thin Air eftir Dylan Howitt

Fyrir rúmu ári síðan sat Hörður nokkur Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í hljóðveri Síðdegisútvarps Rásar 2, hvar hann reytti af sér heilt bókfell af bragðlausum klisjum og frösum, lét út úr sér hverja þreyttu staðreyndarvilluna á fætur annarri hvað varðar rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Þessi athöfn fór friðsamlega fram, Herði svo gott sem að vandræðalausu, án þess […]

Áferðin yfirbugar innihaldið

Um heimildamyndina Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson

Er hann með GSM? hrópar drukkin stelpa að samferðarfólki sínu á mannfáum götum Blönduósar undir hábjartan sumarmorgun. Til bæjarins eru mættir nokkrir aðkomumenn af mölinni, íklæddir hallærislegum lopapeysum, vopnaðir tækjum og tólum til upptöku myndar og hljóðs; og þeir segjast vera að gera heimildamynd um þá iðju fólks að safnast saman á tilteknum stað, sýna […]