Ég mótmæli allur – öllu

Ég mótmæli: meðferð yfirvalda á flóttamönnum, ofstopa stöðumælavarðanna, aðförinni að einkabílnum, skortinum á umburðarlyndi, undanlátsseminni, verðinu á erlendum osti, því að flytja eigi flugvöllinn, niðurskurðinum í heilbrigðiskerfinu, því að langa í eitthvað en fá það síðan ekki, ferðamannasprengingunni í miðborginni, sjálftökunni í kerfinu, hótelvæðingunni, verðtryggingunni, flösu, staðsetningu flugvallarins, tilvist flugvalla yfirleitt, hugmyndinni um öldrun, fáskiptni […]

Til varnar ljóðlistinni #3

Eða:  Ars Poetica (undirstrikað til áhersluauka) Eða: „Brennist að lestri loknum“ Ég bið til Guðs að fólk virði þann þagnarmúr sem umlukið hefur ljóðlistina, að það haldi áfram að sýna ljóðum hvorki lotningu né hafa þau að spotti; að fólk hvorki fyrirlíti né upphefji þau. Hvort um sig felur í sér athygli og er af […]