Ragnheiður Harpa

Undirheimar

Þeim mun stærri netum sem ég kasta frá borði því betur finn ég að undirmeðvitundin er gnægtarpollur hyldýpi af ljóseindum, myrkrakompum og gróðri sem tunglið eitt hefur togkrafta til að færa úr stað neðansjávardýrin eru ófreskjurnar sem umbreytast um leið og horft er á þær faðir minn kenndi mér að veiða í net móðir mín […]

Ragnheiður Harpa

Rætur

Ég merki ræturnar með gömlum plastböndum utan af Morgunblöðum sem mamma bar út þegar hún var unglingur og amma klippti, flokkaði og geymdi í risinu ef einhvern tímann skyldi vera þörf. Risið er fimm metrar undir súð og geymir alla Íslandssöguna; þrautirnar, vikuáskriftirnar, óveðrið, einveruna, hattana á trúðaísana og ungbarnafötin. Það óx með lífinu, ummálið […]

Ég er fagnaðarsöngur

HÁKONA, EKKI HÁKARL Ég sæki bassann ofan í magann þegar ég vil láta taka mig alvarlega Lága E-ið Stroka hikorðin og spurningarmerkin út með tungunni [Setningar með punktum] [Setningar með upphrópunarmerkjum] Ef ég fæ ekki hljómgrunn sæki ég hákarlahaminn ofan í neðstu skrifborðsskúffuna, klæði mig hljóðlega inni á kvennaklósettinu Hann er gráðugur og tannbeittur og […]