Maður nokkur gengur hjá með brauðhleif á öxlinni

Maður gengur hjá með brauðhleif á öxlinni. Ætla ég að skrifa, að því loknu, um tvífara minn? Annar sest, klórar sér, tínir lús úr handarkrikanum, drepur hana. Stoðar þá eitthvað að tala um sálgreiningu? Annar hefur potað priki inní brjóstið á mér. Á ég svo svo að ræða Sókrates við lækninn? Haltur maður gengur hjá […]