strætóljóð

ást samkvæmt Strætó bs.

skiptimiði er ígildi farmiða
á því gjaldsvæði sem hann gildir
og innan þeirra takmarka
sem á hann er prentuð.

þú skrifaðir á hann
að þú elskaðir mig

en hann gildir bara
í 75 mínútur.

ekki er hægt að fá skiptimiða
fyrir annan skiptimiða
samkvæmt vef Strætó bs.

Hamrahverfinu

hef verið hér fyrir tíu mínutum
(í Hamrahverfi)
er aftur hér eftir smá

reyndar finnst mér að
ég sé alltaf hér
finndu mig í hverfinu

ef þú ert á stoppistöð
hendur upp
því annars held ég áfram
að þjóta í gegnum göturnar
(Hamrahverfisins)

auð gata
(í Hamrahverfi)
tómt hverfi

í fimmta gír
en samt í belti
bara ég og farþegi

sumaráætlun

(þetta ljóð skrifaði ég í júlí og vegna þess dettur annar hver lína út.)

sumarið 2010 ætlaði ég


en Laugardalurinn baðaði sig í sól


búið var að skipta út öllum


fokk


mun ég alltaf bera höfuðið hátt


þrátt fyrir sólarlagið


mun ég aldrei gleyma þeim.


Höfundurinn Moritz Twente er fyrrum íslenskunemi og má finna á twitter