Þýðing: Ægir Þór Jähnke

Rigningarmorgunn

Þú elskar ekki heiminn.
Elskaðir þú heiminn hefðir þú
myndir í ljóðum þínum.

Jón elskar heiminn. Hann er
með mottó: dæmið ekki
svo að þér verðið ekki dæmd. Ekki

deila um þetta
með þá tilgátu að ómögulegt sé
að elska hvað maður neitar
að þekkja: að neita

að tala er ekki
að bæla upplifun.

Sjáðu Jón, útí heiminum,
að hlaupa jafnvel á ömurlegum degi
sem þessum. Þú að
hanga þurr er einsog aumkunarverð
hneigð kattarins að veiða dauða fugla: samsvarar

fullkomlega þínum taumföstu andans þemum
haust, missir, myrkur, o.s.frv.

Öll getum við ort um þjáningu
með lokuð augun. Þá mættir afhjúpa
meira af þér; afhjúpa dulda ástríðu
fyrir rauðu kjöti.