Kærastir lesenda. Starafugl er í vetrarfríi til 1. febrúar. Sjáumst þá. Farið vel með ykkur í skammdeginu.

Kræklótt flagð undir fögru skinni

Mad world! mad kings! mad composition! 2.1.573 Leikrit Shakespeares um John, sem ríkti yfir Englandi, Írlandi og framan af einnig yfir vesturhluta Frakklands frá 1199 til 1216, er skrítin skepna og vandræðagripur í höfundaverkinu. Þau vandræði felast m.a. í tengslum þess við annað leikrit um þennan kóng, The Troublesome Reign of King John (TR), sem […]

Skáldin eru ekkert að æpa á hvert annað

viðtal við Brynjar Jóhannesson

upp úr kjallara hleyp ég framhjá ljóslausum staurum, sinubruni í lungunum og alheimurinn riðar þótt ég viti ekki af því, kaffibragðið á tungunni er upprifju­n á kossi, hitna í andlitinu fyrir hornið hleyp ég niður barnlausan vagn hleyp upp upp götuna og hólinn læt mig falla og upp sólin kemur upp og ég riða með […]

Velkominn á Bókamessuna

Gautaborgardagbók: Dagur 2

Stemningin á Bókamessunni í Gautaborg er spes. Maður fær þau skilaboð hvaðanæva að að manni sé ekki óhætt að ferðast um borgina einn – sérstaklega ekki ef það sést á manni að maður sé ekki af norrænu kyni. Og samt eru allir svo ótrúlega óhultir hérna inni. Við bara lesum ljóð og tölum um bókmenntir […]

Ættjarðarljóð

Heimur sem ég átti skilmálalaust hér í útjaðri veraldar: fjaran angaði af bóluþangi klettarnir bergmáluðu leyndarmál hafsins túnin voru græn með gulum flekkjum húsin smá og bárujárnuð með pottablóm í gluggum strætisvagnar stuttir og kubbslegir með strjálum viðkomustöðum boddíbílar með hörðum bekkjum til berjaferða á haustin mamma við kolavélina að baka flatkökur á glóandi plötu […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Derek Walcott

Derek Walcott fæddist 23. janúar árið 1930 á eyjunni Sankta Lúsíu í Karíbahafi. Hann er einn af mikilvægustu höfundum enskrar tungu á 20. öld og hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1992. Hann lést síðastliðinn föstudag.

Hæ. Við erum í vetrarfríi. Sjáumst í byrjun febrúar.

Kvöldið framundan

Klórinn í hárinu gufar upp undir birtunni frá ljósastaurnum Hitinn þurrkar gangstéttina Þú strýkur henni því þú strýkur alltaf öllu sem er hrjúft og á meðan talarðu um framtíðina:             Við gætum gengið um borgina             Brotið ljósastaura í tvennt             eins og saltstangir             Kreist rafmagnskassa             eins og svalafernur             Eins og við séum skrímsli             í gamalli japanskri bíómynd: […]

Líkhamur

Þrjú ljóð úr ljóðabókinni Líkhamur eftir Vilborgu Bjarkadóttur. Hún segir honum að í kvöld sé hún bókapersóna og því engin venjuleg stúlka. Þegar hann hyggst halda henni fastri er hún rokin í næsta kafla. Það versta er að hann hefur ekki hugmynd um á hvaða blaðsíðu hún er eða í hvaða bók svo það er […]

Gönguferð

Éljagangur austan til á landinu, hálka eða hálkublettir á vegum. Átta háhælaðir skór hverfa ofan í kjallarann á Ellefunni. Suð-suðaustan strekkingur með snjóþekju. Kulnaður strengur skýtur frosnum þráðum. Áfram hvassviðri, jafnvel stormur í nótt. Hvítur gosbrunnur á botninum í glasinu. Frost á bilinu 1-4 stig og kólnar með kvöldinu. Sé alltaf einhvern standa og horfa […]

MUNDU, LÍKAMI

Mundu, líkami er safn þýðinga Þorsteins Vilhjálmssonar á grískum og latneskum ljóðum eftir margvíslega höfunda. Í tilefni jóla birtir Starafugl tvær þýðingar úr bókinni. Konstantínos Kavafís (1863 – 1933) er eitt fremsta skáld grískrar nútímaljóðlistar. Kavafís bjó og skrifaði í Alexandríu í Egyptalandi, sem enn var þá að miklu leyti grísk borg, og orti um […]

Gleðileg jól (og langt jólafrí)

Kæru lesendur – kæru dásamlegu, yndislegu lesendur. Fyrir hönd allra aðstandenda Starafugls, baktjaldavefara, krítíkerhersins, ljóðaritstjórans og allra hinna, óska ég ykkur gleðilegra jóla. Yfir jólin mun ljóðaritstjórinn, Jón Örn Loðmfjörð, sinna eitilhörðustu lesendum með daglegum ljóðabirtingum – en að því loknu, þegar nýja árið gengur í garð, leggjast allir í hýði fram til 1. febrúar (hugsanlega mun detta inn ein eða tvær leikhúsrýni) og mæta tvíefldir og endurnærðir til starfa. Heimspeki Starafugls er enda sú að auk áræðninnar sé íhugunin – hvíldin, pásan, glápið út í eilífðina – mikilvægasti hluti listrænnar starfsemi af öllu tagi, og þar með talið rýninnar.

Þar til í febrúar bið ég ykkur því einfaldlega vel að lifa. Við sjáumst.

f.h. Starafugls
Eiríkur Örn Norðdahl

Sigurður Pálsson & Sölvi Björn Sigurðsson

Úr Uppljómunum og Árstíð í helvíti

SÖGULEGT KVÖLD (úr Uppljómunum í þýðingu Sigurðar Pálssonar) Eitthvert kvöldið, til dæmis, þegar hrekklaus túristi hefur losnað undan vorum efnahagslega hryllingi, þá er leikið snillingshendi á sembal engjanna; spilað er á spil á botni tjarnarinnar, spegillinn vekur upp mynd af drottningum og eftirlætis hirðmeyjum; þarna eru heilagar konur, slæður og samhljómandi strengir og hin víðfrægu […]

Hamingjan leit við og beit mig

Þrjú ljóð úr bókinni Hamingjan leit við og beit mig eftir Elínu Eddu. Læknir Áttu einhver lyf sem breyta mér í rólegan hlyn eða kaktus sem er umlukinn tónlist? Eða er það eitthvað sem tíminn breytir mér í smátt og smátt? Sólmyrkvi Mér var sagt að það væri von á sólmyrkva í dag. Sólmyrkva sem […]

Vertu heima á þriðjudag

Myndina tók Saga Sig en ljóðin eru úr bók Bergs Ebba Vertu heima á þriðjudag. KYRRÐARSTUND Það eru engar trommur engir lúðrar engin rúða brotin Ekkert í sjónvarpinu engar fylkingar engir fánar Þvílíkan frið hef ég ekki fundið lengi Það eru tvær klukkustundir síðan ég vaknaði Ég sit rólegur í stól borða hrökkbrauð með kavíar […]

Sturlaðir menn, sögulausir menn

Eru sturlaðir hryðjuverkamenn sturlaðir vegna þess að þeir eru „sögulausir“? Ég veit það ekki, en mig langar að velta því fyrir mér. Eftirfarandi brot las ég nýverið og það settist djúpt í mig: Sagt hefur verið að einn þátturinn sem greini okkur, sem dýr, frá öllum öðrum dýrum sé sú staðreynd að líf okkar verði að vera sögur, frásagnir, og þegar sögurnar okkar […]

Ljóð eftir Kristínu Eiríksdóttur

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Eiríksdóttir (f. 1981) hefur verið Nýhilskáld, Bjartsskáld, Forlagsskáld, Þjóð- og Borgarleikhússkáld og alltaf fyrst og fremst sjálfssínskáld; ósambærileg rödd í íslenskri ljóðlist. Síðasta ljóðabók hennar (af fjórum hingað til) var meistaraverkið Kok (2014) sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Auk […]

Bootlegs: Ekki fyrir viðkvæma

Jess, þetta sound, þessi rödd og þetta old school thrash metal brings me back. Ein af mínum fyrstu plötum var einmitt samnefnd plata Bootlegs frá 1990. Platan Ekki fyrir viðkvæma  byrjar með trukki, frá fyrstu mínutu er engin miskunn gefin. Bootlegs hafa algerlega sitt eigið sound og ólíkir öllu öðru sem gerist á senunni, laglínurnar, […]

Ljóð eftir Björk Þorgrímsdóttur

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Björk Þorgrímsdóttir (f. 1984) skrifar myrkraverk og ávaxtahnetti. Hún hefur gefið út ljóðabókina Neindarkennd (2014) og prósaverkið Bananasól (2013) – sem hafa báðar vakið talsverða athygli í grasrótinni. Björk er menntuð í heimspeki Wittgensteins, ritlist og bókmenntum og hefur eytt síðustu […]

Nei – fundið ljóð

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. lommi (f. 1983) er ærslabelgur á ekki ósvipaðan máta og tundurdufl eru flotholt. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar Gengismunur (2010), Dr. Usli (2009) og Síðasta ljóðabók Sjóns (2008). Hann var eitt sinn meðlimur í ljóðahljómsveitinni Músífölsk (ásamt Emil Hjörvar Petersen), hefur […]

Ljóð um dóttur mína

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er uppgjafa framúrstefnuskáld, útnárabúi og úrvinda skáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, þar á meðal Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum! (2007) sem er án efa ein þyngsta ljóðabók aldarinnar (í grömmum talið). Hann […]

Tvö ljóð eftir Hallgrím Helgason

Hallgrímur Helgason (f. 1959) er rithöfundur, myndlistarmaður og pistlahöfundur. Eftir hann liggja fjölmargar skáldsögur, eitt ljóðasafn, íslensku bókmenntaverðlaunin 2001, örfá bönk í bifreið forsetisráðherra, fjölmargir pistlar sem birst hafa víða – og von er á nýrri ljóðabók eftir hann hjá Forlaginu í vetur. Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda […]

Mótordjákninn í París

Í umræður um búvörusamningana lagði Viðar Víkingsson nýverið til YouTube-hlekk á mynd sína, Tache blanche sur la nuque eða A White Spot in the back of the Head – eða, öllu heldur: Djákninn á Myrká. Myndin er um hálftíma löng, frá árinu 1979, á frönsku, og meðal leikara eru Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Djákninn úr þjóðsögunni fer um París á mótorfák með hyrndan hjálm, ungir kaþóliskir integristar verða honum að bana fyrir meint helgispjöll en Sigurður, í hlutverki transmiðils, nær sambandi við djáknann framliðinn svo hann muni hafa sig hægan. Oblátur eru líkami Krists, segja kaþólikkar, en hvað sem því líður eru þær auðvitað líka landbúnaðarafurð.

Þrjú ljóð eftir Kára Pál

Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]

Stærðin skiptir máli

Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]

Þrjú ljóð eftir Maríu Thelmu

Þrjú ljóð úr bókinni Skúmaskot eftir Maríu Thelmu SOS! Ég týndi sjálfsvirðingunni á djamminu og hana er hvergi að finna í óskilamunum. Billie Holiday Ég er gamaldags kasettutæki sem spilar bara þig og Gloomy Sunday á repeat 101 Reykjavík Samskipti ykkar eru eins og nýju hótelin í 101. Eftirlíking á því sem var og byggð […]

Af leikhúsi og leikhúsmisnotkun

Um sýningarnar Still Standing You og Stripp á Everybody´s Spectacular

Á sviðinu situr kona. „Þetta er Olga. Hún Olga, vill að þú vitir að þú megir horfa á hana,“ segir hin konan á sviðinu. Nokkurn veginn þannig byrjar sýningin Stripp, heimildarleikhús sem fjallar um þriggja mánaða reynslu íslenskrar leikkonu af nektardansi í Berlín og leikhúsmisnotkun. Það væri ekki fjarri lagi að segja að þetta leyfi, […]

New York Fringe; Dagbók (dagur 3)

New York City, dagur 3, 15i ágúst Lítið sofin en vakna fyrir allar aldir. Er þetta jet – lag? Vinn úr rúmi mínu þangað til hungrið fer að sverða að. Stel nokkrum gúmmíbjörnum til að meika sturtu. Fer svo út í búð að finna hitt og þetta en ekkert almennilegt er í boði en hnetustöng […]

Ljóð um greint rými og fleiri stök

Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]

Gímaldin Live at KEX Hostel

Sunnudaginn 26 júní, 2016, klukkan 21.00, eru tónleikar í Kex. Þá leikur Gímaldin lög af nýútkominni plötu sinni, Blóðlegum fróðleik, og nýrra efni. Frítt er inn á tónleikana en diskurinn verður til sölu á sérstöku verði og því hyggilegt að hafa með sér reiðufé. Mögulegir leyniigestir gætu komið í ljós síðar Source: Gímaldin Live at […]

Silja Aðalsteins um Útlenska drenginn

Við erum öll skrýtin. Það er boðskapurinn. Enginn er eins og annar og þess vegna eigum við alltaf og ævinlega að sýna umburðarlyndi. Sá boðskapur er þó ekki rekinn ofan í kok á áhorfendum heldur verður hann til við umhugsun eftir á. Allur umbúnaður sýningarinnar var vel gerður, myndbönd Helenu Stefánsdóttur og Arnars Steins Friðbjarnarsonar sem bjuggu til og breyttu baksviði á augabragði voru fjölbreytt og skýr, búningar Evu Signýjar Berger vel valdir og tónlist Jónasar Sigurðssonar afar áheyrileg. Sýning fyrir öll hugsandi börn og aðstandendur þeirra.

via Þegar Dóri litli var dæmdur vanhæfur Íslendingur : TMM.

Steinunn hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms | RÚV

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag.

Steinunn hóf rithöfundaferilinn 19 ára gömul þegar ljóðabókin Sífellur kom út. Auk ljóðabóka hefur hún sent frá sér smásögur, skáldsögur, barnabók, viðtalsbók og leikrit bæði fyrir sjónvarp og útvarp. Steinunn hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1990 og fimm árum síðar féllu Íslensku bókmenntaverðlaunin henni í skaut fyrir skáldsöguna Hjartastað. Auk þess voru Síðasta orðið, Hugástir, Sólskinshestur, Góði elskhuginn og Jójó tilnefnd til sömu verðlauna. Tvær aðrar skáldsögur hennar, Hjartastaður og Tímaþjófurinn, voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu.

Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir meðal annars: „Hugmyndaauðgi Steinunnar og vald hennar á íslensku máli hefur löngum vakið aðdáun eða eins og Jón Hallur Stefánsson komst að orði í gagnrýni um ljóðabókina Kúaskít og norðurljós kann hún „þá list að láta óvænt orð á réttum stað uppljóma heilu kvæðin“. Það er mikil gáfa að búa yfir slíkum hæfileika. Fáir skrifa líka af jafnmiklu næmi um ástina og Steinunn en sömuleiðis hefur togstreitan í samskiptum kynjanna verið áleitin í verkum hennar“.

via Steinunn hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms | RÚV.

Kristján Guðjónsson um Framsóknarmanninn: Afhjúpar valdníðsluna

Þetta er ekki fyrsta verk Snorra sem mér finnst aðlaðandi en ég hef á sama tíma umtalsverðar efasemdir um. Ónotatilfinningin kemur fyrst og fremst vegna einhvers sem ég hef túlkað sem hálffasískan undirtón. „Einhvern veginn er ég að nota þeirra eigin vopn, þennan rasisma. Snúa þeirra rasisma upp á þá sjálfa,“ segir hann. Stundum finnst mér eins og að í verkin skorti djúpstæðari pólitíska greiningu, sem myndu gera þeim kleift að varpa ljósi á samfélagið, en með reiðina og ósvífnina að vopni einfaldi þau viðfangsefnið um of. Og sá sem einfaldar orð viðmælanda síns gerir ekki tilraun til að skilja hann. Ef við ætlum að búa í samfélagi verðum við að reyna að skilja hvert annað, skilja skoðanir hvert annars og ræða þær frekar en að smætta og ráðast á manninnn. Framsóknarmaðurinn er ekki tilraun til skilnings heldur stríðsyfirlýsing – ad hominem-árás á þá sem eru og hafa verið í forsvari fyrir Framsóknarflokkinn, einhvers konar pólitískt þú-ert-bara-kúkalabbi!

Orð Snorra sjálfs ríma við þetta. Engin tilraun til greiningar, bara afdráttarlaus árás

via Afhjúpar valdníðsluna – DV.

Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag Ara Matthíasson sem þjóðleikhússtjóra til fimm ára, frá 1. janúar 2015.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ara Matthíasson í embætti þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2015. Við ákvörðunina var bæði tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur.

Ari Matthíasson hefur starfað við hlið fráfarandi þjóðleikhússtjóra, sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, frá árinu 2010. Hann hefur að baki leikaramenntun frá Leiklistarskóla Íslands og háskólamenntun á meistarastigi í rekstrarhagfræði (MBA) og hagfræði. Hann starfaði sem leikari og leikstjóri frá árinu 1991 og einnig við stefnumótun, markaðsmál og framkvæmdastjórn.

via Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |.

Yahya Hassan: „Haldið kjafti, svona upplifi ég þetta“ | Sirkústjaldið

Hann sagði einnig fríformið sem hann notar vera frelsandi bragarhátt og að hann brúki rím einungis þegar honum hugnast og aldrei út heilt ljóð. Hassan hafði lag á að snúa léttilega út úr spurningunum sem honum bárust, enda orðinn þreyttur á misgáfulegum túlkunum almennings á skáldskapi sínum. Viðbrögð hans vöktu þó gjarnan mikla kátínu áhorfenda sem voru auðheyranlega ekki mótfallnir óvæntum svörum. Þegar hann var inntur eftir hvert markmiðið verksins væri sagði hann að það væri einfaldlega að skrifa ljóð – sem hann vonaði þó að veittu lesendum góða lestrarreynslu. Hann sagði sköpunarferlið og lestrarferlið bæði gefandi iðjur.

via Yahya Hassan: „Haldið kjafti, svona upplifi ég þetta“ | Sirkústjaldið.

Framtíðarsýn útvarpsstjóra kynnt | RÚV

Við viljum vera virkur þátttakandi í að byggja upp og styrkja samfélag okkar, styðja  og auka þekkingu, hæfni og lífsgæði einstaklinga og þjóðfélagshópa. Við viljum sinna menningu þjóðarinnar enn betur en gert hefur verið,  í útvarpi,  sjónvarpi og á vef. Við erum staðráðin í að efla innlenda dagskrárgerð. Sér í lagi þarf að bæta framboð á íslensku leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði nýjum kynslóðum Íslendinga upp á vandað íslenskt efni þegar erlent afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái. Einnig er nauðsynlegt  að gera átak í varðveislu þjóðararfsins og miðlun hans úr gullkistu Ríkisútvarpins. Þar er samtímasaga Íslendinga skráð og að henni verður að hlúa. Við höfum þegar hafið undirbúning að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina og stefnum að auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðisins samhliða öflugri svæðismiðlun. Þannig styrkjum við hlutverk RÚV sem útvarp allra landsmanna.

via Framtíðarsýn útvarpsstjóra kynnt | RÚV.

„Grafalvarleg“ staða í kjaradeilu kennara | RÚV

Staðan í kjaradeilu Tónlistarskólakennara og sveitarfélaga er grafalvarleg segir Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni.

Félagsmenn í Félagi tónlistarskólakennara hafa nú verið í verkfalli í rúmar þrjár vikur. Samningafundi hjá ríkissáttasemjara var slitið á mánudag og nýr fundur hefur ekki verið boðaður.

via „Grafalvarleg“ staða í kjaradeilu kennara | RÚV.

Druslubækur og doðrantar: Íslenski bókamarkaðurinn – ábati og umfang

Tölurnar tala sínu máli. Fram kemur að af 24 sérhæfðum bókaverslunum eru verslanir Pennans þrettán talsins. Annar áhugaverður punktur er að matvöruverslanir sem selja bækur eru fleiri en sérhæfðar bókaverslanir (25 á móti 24) og að 16 þessara matvöruverslana eru  verslanir Haga eða Kaupáss.  Verslun með bækur fer þar af leiðandi að stórum hluta fram utan sérhæfðra verslana. Söluprósentur bóka milli þessara ólíku tegunda verslana eru afar árstíðabundnar (sem kannski eru svosem engin ný sannindi) en matvöruverslanirnar eru með um 35% af sölu í mánuðunum fyrir jól en ekki nema um 5% á öðrum tímum ársins.

Talnaefnið verður ekki síður áhugavert þegar kemur að bókaútgefendunum sjálfum.  En í svo gott sem öllum liðum þar trónir Forlagið á toppnum. Ekki bara að það tróni á toppnum heldur eru aðrir svo langt á eftir að það er eiginlega varla hægt að tala um „samkeppni“.  Ef við tölum t.d. um heildartekjur bókaútgefenda árið 2011 (tafla 3) þá voru heildartekjur Forlagsins 1.246.765.268 íslenskar krónur. Það ár var Edda útgáfa með næsthæstu heildartekjurnar uppá 306.200.000. Ef eigið fé bókaútgefenda árið 2011 er skoðað þá er Forlagið enn á toppnum með 1.077.117.323 krónur og næsti á listanum BF-útgáfa með 21.800.633. Eigið fé Eddu útgáfu það árið var hinsvegar neikvætt um rúma 41 milljón króna.

via Druslubækur og doðrantar: Íslenski bókamarkaðurinn – ábati og umfang.

Friðrika Benónýs: Sprettur tónlist upp af sjálfri sér?

Á sama tíma og hótel-, bar- og veitingahúsarekendur telja aurana sem hátíðin færði þeim fréttist ekki bofs af stöðunni í verkfalli tónlistarkennara. „Ha? Eru þeir ekki bara í verkfalli, er nokkuð nýtt að gerast í því?“ segir fólk steinhissa þegar spurt er um stöðuna á verkfallsmálum. Það virðist varla nokkur maður, nema tónlistarkennarar sjálfir og nemendur þeirra, hafa nokkurn áhuga á því að það verkfall leysist. Eins og það sé alfarið einkamál þeirra sem það snertir beint. Ekkert sem skipti máli í stóra gróðasamhenginu.

via Vísir – Sprettur tónlist upp af sjálfri sér?.

Þórarinn Leifsson með tvennu « Forlagið – vefverslun

Á laugardaginn ætlar Þórarinn Leifsson að fagna útgáfu bókar sinnar Maðurinn sem hataði börn í Máli og Menningu á Laugavegi 18, kl 16.

Maðurinn sem hataði börn kom í allar betri bókabúðir fyrir nokkru síðan og hefur hlotið frábæra dóma hjá gagnrýnendum stórblaðanna. Því er fyllsta ástæða til að skála í útgáfuboðinu á laugardaginn. Það er höfundi mikil ánægja að blása til boðsins, loksins kominn heim í stutt stopp frá Berlín. Í tilefni dagsins verður bókin sérstöku kynningarverði og að sjálfsögðu verður hægt að fá áritun höfundar – sem er ólíkt félagslyndari en Maðurinn sem hataði börn.

via Þórarinn Leifsson með tvennu « Forlagið – vefverslun.

Vídalín um Don Carlo: Opinmynntur af ánægju

heild verð ég að segja að fyrsta uppfærsla á Don Carlo á Íslandi er viss hápunktur í íslenskri óperusögu. Umfangsmesta verk Verdis hefur nú verið sett á svið hér og einskis annars að bíða en þess að fleiri stórvirki verði frumflutt hér á landi. Rýnir sat opinmynntur af ánægju allan tímann meðan á sýningu stóð og sæluhrollurinn hríslaðist um hann allan, og þrátt fyrir fáeina hnökra var sýningin sennilega eitt það allra áhrifaríkasta og besta sem rýnir hefur fengið að upplifa í íslenskum tónleikasal.

via Ástin á tímum rannsóknarréttarins – DV.

Beðið eftir ákvörðun Illuga | RÚV

Enn hefur ekki verið skipað í stöðu Þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út fyrsta september. Tíu sóttu um stöðuna, sem menntamálaráðherra skipar í til fimm ára frá fyrsta janúar á næsta ári.

Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu er Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra með öll gögn málsins og er beðið eftir því að hann taki ákvörðun.

via Beðið eftir ákvörðun Illuga | RÚV.

Útgáfuhóf – Kátt skinn og gloría

Hjartanlega velkomin/n í fallega salinn í Mengi þar sem við fögnum útkomu ljóðabókarinnar Kátt skinn og gloría eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Ef þú ert á rölti um miðbæinn geturðu kíkt kæruleysislega við – eða lagt leið þína lóðbeint og einvörðungu á Óðinsgötu til þess að hlusta smá, súpa smá og tékka á bókinni á vinaverði. Teikningar […]