Gleðileg jól (og langt jólafrí)

Kæru lesendur – kæru dásamlegu, yndislegu lesendur. Fyrir hönd allra aðstandenda Starafugls, baktjaldavefara, krítíkerhersins, ljóðaritstjórans og allra hinna, óska ég ykkur gleðilegra jóla. Yfir jólin mun ljóðaritstjórinn, Jón Örn Loðmfjörð, sinna eitilhörðustu lesendum með daglegum ljóðabirtingum – en að því loknu, þegar nýja árið gengur í garð, leggjast allir í hýði fram til 1. febrúar (hugsanlega mun detta inn ein eða tvær leikhúsrýni) og mæta tvíefldir og endurnærðir til starfa. Heimspeki Starafugls er enda sú að auk áræðninnar sé íhugunin – hvíldin, pásan, glápið út í eilífðina – mikilvægasti hluti listrænnar starfsemi af öllu tagi, og þar með talið rýninnar.

Þar til í febrúar bið ég ykkur því einfaldlega vel að lifa. Við sjáumst.

f.h. Starafugls
Eiríkur Örn Norðdahl