Úr Ég trúi

Um lífið

Ég trúi ekki á Guð
né prestana
Ég trúi ekki að peningar séu hamingja
Langar samt að prufa að gráta í Bens
Ég trúi ekki á visku markaðarins
En minna á gangandi bindishnúta að skipuleggja samfélagið
Ég trúi ekki að það sé til einn sannleikur, né ein sönn ást
Ég trúi ekki að hamingjan sé handan við hornið
Ég trúi ekki að nihilismi sé annað en flótti frá eigin smæð
Ég trúi ekki að foreldrar séu gallalausir né ódauðlegir
Ég trúi ekki á andartaks innblástur
Ég trúi ekki á snillinga né fullkomnun
Ég trúi ekki að menntun sé töfralausn

Um erfiði

Ég trúi ekki endilega á sjálfan mig

Um smáatriði

Ég trúi að hver gjörð sé heilög
Ég trúi að hvernig við gerum minnstu hlutina endurspegli hvernig við gerum þá stærstu
Ég trúi að ef þú ert dónalegur við þjón sértu ómerk manneskja
Ég trúi á að (reyna) að gera litlu, leiðinlegu, ógeðslegu hlutina með stolti og metnað
Ég trúi á að klappa ketti út á götu
Ég trúi á skala og arpeggiur
Ég trúi á að leggja sú vinnu í línuna sem versið þarf

Um ósanngirni

Ég trúi að við þurfum að spila úr þeirri hendi sem við fáum
Þó reglur leiksins séu bæði illa hannaðar og ósanngjarnar
Ég trúi á blóð, svita og tár
Trúi á hrjúfar hendur og hlý hjörtu
Klisjur og gamla hluti
Um hið augljósa
Ég trúi á endurtekningar
Um kojuna
Ég trúi ekki að ég hafi gott af þessum viskýsopa

Um paradís
Ég trúi á glampa í augum fólks
Þegar himnarnir skína í gegnum svarta steina
Í bláu, brúnu, grænu hafi