Framtíðin í barnabókmenntum | Málþing í Norræna húsinu

Fyrirlestrar og pallborðsumræður um stöðu og framtíðarhorfur barnabókarinnar á Norðurlöndunum, föstudaginn 10. október 2014.

10.00–12.00 Fyrirlestrar – með kaffihléi:

Óttarr Proppé, alþingismaður og bóksali, setur þingið.

Sigurður Ólafsson, umsjónarmaður skrifstofu Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kynnir verðlaunin og hlutverk þeirra.

Nina Goga (NO): Visual exploration of tales and themes in contemporary Norwegian picture books. Nina Goga er dósent í bókmenntum við Háskólann í Bergen. Hún er aðalritstjóri Barnelitterært forskningstidsskrift og skrifar um barnabókmenntir fyrir dagblöð og Barnebokkritikk.no.
Anette Öster (DK): Children and youth literature in 2014 from the editor’s point of view. Anette Öster er doktor í bókmenntafræði og hefur skrifað fjölda bóka um barnabækur og lestur barna. Hún starfar við ritstjórn og markaðsstörf hjá forlaginu Rosinante og Co.

Mårten Melin (SE) fjallar um mikilvægi nýrra bóka og þróun barnabóka frá sjónarhóli rithöfundar. Mårten Melin er bókasafnsfræðingur að mennt en starfar sem rithöfundur og hefur sent frá sér á fimmta tug barna- og unglingabóka. Hann á sæti í stjórn sænsku barnabókaakademíunnar.

12.00–13.00 Hádegishlé – léttur hádegisverður.

13.00–16.00 Pallborðsumræður – með kaffihléi:

Miðlun og form: Hverju skilar ný tækni? Er bókarformið eins og við þekkjum það að hverfa og hvað tekur þá við?

Efni og innihald: Hver eru umfjöllunarefni barnabóka og hvernig eru þau sett fram? Höfðar efnið til nútímabarna?

Meðal þátttakenda eru blaðamenn, rithöfundar og útgefendur frá Íslandi og Norður-löndunum, þ.á.m. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri barnabóka hjá Forlaginu, Anita Brask Rasmussen (DK), blaðamaður á Information og Anne Cathrine Straume (NO), blaðamaður hjá NRK.

Allar upplýsingar um málþingið veitir Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri í Norræna húsinu, sigurdur@nordice.is

Skráning: myrinskraning@gmail.com
Skráningargjald er 3.000 kr.
Innifalið í verðinu eru kaffiveitingar, ávextir og léttur hádegisverður.
Málþingið fer fram á ensku