Bjarni Bernharður sýnir í Anarkíu

Laugardaginn 5. apríl kl. 15 – 18 verður opnuð sýning á verkum Bjarna Bernharðar í efri salnum í Anarkíu listasal í Kópavogi. Á sýningunni eru akrýl- og olíumyndir. Sýningin er sölusýning og er verðinu still í hóf. Sýningin mun standa til 4 maí.

Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 (norðanmegin) í Kópavogi. Þá er hægt koma að húsinu frá Skeljabrekku og inná bílastæði fyrir framan húsið. Opnunartími er þriðjudaga til föstudaga kl. 15-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag um páskana.