Draugasögukeppni

Við dimma, dimma Tjarnargötuna, við dimma, dimma Tjörnina, stendur eldgamalt hús, fullt af krókaleiðum, leynirýmum og óútskýrðum hljóðum….þorir þú að mæta og hlýða á draugasögur?

Við skorum á þig að taka þátt í að flytja bestu frumsömdu draugasöguna!

Keppt verður í þremur flokkum- þjóðlegasta draugasagan, fullorðins draugasagan og barnadraugasagan.

Dómarar verða þrír- hræðslupúki, hörkutól og dularfulli gesturinn.

Skráðu þig til leiks á netfangið hugrun@tjarnarbio.is……áður en það verður um seinan……

(5.október)

via Draugasögukeppni..