Örsögusamkeppni

Í tilefni Lestrarhátíðar í október standa Borgarbókasafn og Vodafone fyrir örsögusamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 10-16 ára.

Dagana 1. til 26. október verður hægt að senda sögur í SMS-skilaboðum í númerið 901 0500. Sögurnar mega vera að hámarki 33 orð en að öðru leyti er aðferðin frjáls. Sögunni skal fylgja nafn og aldur höfundar og teljast þær upplýsingar ekki með í orðunum 33.

Vodafone gefur vegleg verðlaun sem verða veitt fyrir þrjár bestu sögurnar í byrjun nóvember.
Markmið keppninnar er að örva sköpunargáfu yngstu símnotendanna, og benda á tækifæri til sögumennsku og orðaleikja innan ramma smáskilaboðanna.

Endilega látið ritfæra unglinga vita af þessu.