Útgáfuhóf – Kátt skinn og gloría

Hjartanlega velkomin/n í fallega salinn í Mengi þar sem við fögnum útkomu ljóðabókarinnar Kátt skinn og gloría eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Ef þú ert á rölti um miðbæinn geturðu kíkt kæruleysislega við – eða lagt leið þína lóðbeint og einvörðungu á Óðinsgötu til þess að hlusta smá, súpa smá og tékka á bókinni á vinaverði. Teikningar í bókinni eru eftir Birtu Fróðadóttur, hún verður þarna líka, sæt og kát, og mögulega eitthvað af fólki sem þú þekkir. Sjáumst.

via Útgáfuhóf – Kátt skinn og gloría.