Biðja UNESCO að bregðast við hækkuðum bókaskatti

Nokkur hundruð undirskriftir hafa þegar safnast á lista þar sem skorað er á UNESCO að bregðast við hækkuðum virðisaukaskatti á bækur á Íslandi, en líkt og fram hefur komið í fréttum var skattþrepið hækkað úr 7% í 12%. Reykjavík er Bókmenntaborg UNESCO. Líkt og segir í bréfinu, sem er á ensku, „var það mikill heiður þegar Reykjavík var gerð að Bókmenntaborg UNESCO árið 2011, og eru Íslendingar stoltir að eiga eina af sjö bókmenntaborgum heims.“

Bent er á að fari sem sýnist muni Reykjavíkurborg hugsanlega ekki geta uppfyllt skilyrði UNESCO um bókasöfn, bókabúðir og bókmenntastofnanir, né skilyrði um umfangsmikið þýðingastarf á bókum frá ólíkum þjóðum. Þá segir í bréfinu:

Það þarf að koma böndum á ríkisstjórn Íslands og sá þrýstingur sem við, alþýða þessa lands, höfum veitt hefur reynst lítils megnugur. Við teljum að utanaðkomandi þrýstingur frá kraftmiklum samtökum á borð við UNESCO, sem á talsverðra hagsmuna að gæta með að stöðva áform ríkisstjórnarinnar um að lama íslenskan bókamarkað og grafa undan íslenskri bókmenningu, gæti reynst mikil hjálp.

Hægt er að lesa allt bréfið á ensku og skrifa undir hér: Petition | Stop the Icelandic Government from raising VAT on books | Change.org.