Stefán Bogi brennur

Stefán Bogi Sveinsson hefur sent frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber heitið Brennur. Stefán Bogi hefur komið víða við og meðal annars vakið athygli í liði Fljótsdalshéraðs í spurningaþættinum Útsvari nokkur undanfarin ár. Brennur er hans fyrsta ljóðabók og hefur að geyma 37 ljóð sem ort eru á undanförnum árum, en Stefán hefur að eigin sögn ort ljóð allt frá 10 ára aldri.

Undanfarin ár hefur Stefán Bogi, ásamt Ásgrími Inga Arngrímssyni, Hrafnkeli Lárussyni og Ingunni Snædal, staðið fyrir ljóðaviðburðum undir nafninu Hási Kisi. Brennur er gefin út undir þessu sama merki og er það von þeirra sem að því standa að fleiri bækur muni muni í framhaldinu líta dagsins ljós.

Ljóðin í Brennur eru afar persónuleg og mörg hver þrungin miklum tilfinningum eins og sorg og efa, en líka von, húmor og jafnvel ádeilu í bland.

Til að halda upp á útgáfuna mun höfundur lesa upp úr bókinni í Bókabúð Máls og Menningar í dag kl. 17 og eru allir velkomnir.