Flæðarmálið hópfjármagnað

Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda sem leitar hópfjármögnunar í gegnum Karolina Fund. Í verkinu hefur ljóðum og smásögum verið raðað saman svo textarnir myndi sérstakt flæði ólíkra radda sem allar mætast í Flæðarmáli. Bókin er samstarf ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands sem njóta leiðsagnar Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra Forlagsins. Hægt er að lesa ljóð úr bókinni á heimasíðu Karolina Fund en einnig birtist fjarska skemmtilegt ljóð eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur á Sirkustjaldinu.

Flæðarmál – ljóð og smásögur – Karolina Fund.