Myndlist vikunnar: Nikulás Stefán á Hlemmi

Hvað varstu að gera á Hlemmi?

Ég var með viðburð, þetta var í raun þensla á menningarfyrirbærinu l.a.r.p. í formi viðburðar. Við erum tveir með Viðburður hf, það er Oddur S. Báruson og ég, Nikulás Stefán Nikulásson og þetta er í rauninni fyrirtæki fyrst og fremst. Við tökum að okkur að vera með viðburði hér og þar. Helst á stöðum þar sem það eru einhverjir að bíða.

Nikulás Stefán Nikulásson
Hlemmur
23.febrúar 2014

Geta bara allir haft samband og pantað viðburð?

Já það fer svolítið eftir því hvar það er og hvenær, en það hægt að hafa samband og fá okkur til þess að vera með viðburð.

Og hvar er hægt að nálgast ykkur?

Við erum að vinna í heimasíðu en við erum báðir á facebook, og það er hægt að hafa samband við okkur þar bara.

Þetta er gjörningur ekki satt?

Þetta er viðburður.

Eitthvað að lokum?

Já, við verðum í Einarsgarði næst með viðburð, einhvern tímann í Maí, það verður auglýst betur síðar, fylgist með.