Samsuðuuppboð til styrktar Listum án landamæra

Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24
27. apríl, 18.00
Síðastliðinn miðvikudag opnaði listasýningin SAMSUÐA á Kjarvalsstöðum. Átta listamenn tóku þátt og unnu tveir og tveir saman, einn fatlaður og einn ófatlaður. Verkin sem komu út úr samstarfinu verða boðin upp á sunnudaginn kemur, 27. apríl klukkan 18.00, til styrktar hátíðarinnar List án landamæra en sú hátíð leggur áherslu á fjölbreytileika mannlífsins og leggur sig fram við að koma list fatlaðs fólks á framfæri. Með því er hægt að brjóta niður múra á milli hópa en það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli.

Listamennirnir sem unnu saman eru:
Eggert Pétursson og Guðrún Bergs
Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Sara Riel
Hugleikur Dagsson og Ísak Óli Sævarsson
Karl Guðmundsson og Erling T.V. Klingenberg

Léttar veitingar í boði.