Nýjar myndir af Sölva Fannari

Einsog sjá má hefur blörrun verið aflétt af Starafugli. Til þess að svo mætti vera þurfti meðal annars að fjarlægja umdeilda mynd af Sölva Fannari Viðarssyni úr umfjöllun um gjörninga hans – þótt enn sé það afstaða ritstjórnar Starafugls að sú myndbirting eigi rétt á sér, hún teljist til tilvitnunar í listaverk sem hafi verið […]

Bíó vikunnar: Steinsnar milli fordæminga og fordóma

Snorri Ásmundsson listamaður birti á dögunum myndband sem síðan hefur skotið upp kollinum á helstu fréttamiðlum Íslands. Í myndbandinu syngur Snorri ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, á hebresku. Það má heita frekar hlutlaust mat að hann syngi hann illa: tilþrifalítill söngurinni virðist hluti af verkinu. Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Öll sú vinna virðist nógu vel leyst af hendi til að vera óáhugaverð andspænis innihaldi verksins.

„Ekki fleiri blæðandi píkur á veggina“

Listamenn sem mála píkur á veggi grunnskóla ætti að fangelsa fyrir kynferðislega áreitni við börn. Þetta sagði sænski þingmaðurinn Margareta Larsson, sem svo vill til að er einnig mamma kærustu formanns flokksins, Jimmie Åkesson. Ummælin féllu í umræðu um ungmennapólitík sem fram fór í sænska þinginu í gær og var strax mætt af hörku af […]

Þetta eru ljóð sem þarf að flytja- Vísir

Hún segist hafa skrifað ljóð frá því hún var unglingur en aldrei gefið neitt út. Hvers vegna valdi hún þá leið að gefa ljóðin út á plötu en ekki í hefðbundinni ljóðabók? „Ég hef alltaf notað texta mikið í performönsum og vídeóverkum en þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út ljóð,“ segir hún. „Ég hef alltaf flutt textann minn sjálf sem performans og það er réttara fyrir verkið að það sé lesið upp en prentað á bók. Þetta eru ljóð sem þarf að flytja, ekki bara lesa, og svo á ég sjálf auðveldara með að hlusta á ljóð en lesa þau og geri ráð fyrir að hið sama gildi um marga aðra.“

Ásdís Sif Gunnarsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu.

Vísir – Lostastundin er ekki við hæfi barna

„Kunstschlager fagnar sumrinu og tíma ástarinnar sem er að ganga í garð. Við ætlum að bjóða sýningargestum upp á lostafulla myndlist af hvers kyns toga,“ segir Guðlaug.

„Það er leynd yfir því hverjir það eru sem að sýna, en við getum gefið upp að á meðal annarra verða með verk á sýningunni þau Steingrímur Eyfjörð, Kristín Ómarsdóttir og Helgi Þórsson,“ segir Guðlaug og bætir við að erótík og list eigi vel saman og kominn sé tími til að setja upp sýningu sem þessa.

Rætt við Guðlaugu Miu Eyþórsdóttur sýningarstjóra í Fréttablaðinu via Vísir – Lostastundin er ekki við hæfi barna.

Fréttabréf myndlistarmanna: Hoppað af gleði

Framsóknarflokkurinn fagnaði því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt sem lög á Alþingi hoppandi af gleði. Slík tjáning er óalgeng innan listheimsins, og hefur ekki orðið vart við hana þó að listin starfi vissulega af heilum hug með „hópa samfélagsins“ og „almenning“ í huga. Listin „means business“ eins og hún hefur sýnt […]

40 franskir listamenn á Hjalteyri | RÚV

„Það er ekki mögulegt fyrir nemendur mína að mála málverk,“ segir Dominique Gauthier, kennari við Beaux-arts skólann í París. „Þeir þurfa að vinna þetta hratt þannig að þau teikna mjög hratt tilraunaverkefni.“

Clementine Viallon vann myndbandsverk þar sem hún flokkar sand úr fjörunni eftir litum. „Ef ég væri heima hefði ég gert svipað verk en líklegast ekki úr sama efni.“

Jafnvel Nutella súkkulaðismjör nýtist sem efniviður. „Síðan ég hætti að borða nutella reyni ég að gefa því nýtt líf í gegnum listina,“ segir Sebastién Monterok, kenna við listaskólann í Le Havre. „Þetta er svo gott í málverk, fitan fer aldrei úr nutella.“

Fjallað um Delta Total verkefnið á vef Ríkisútvarps via 40 franskir listamenn á Hjalteyri | RÚV.

Samsuðuuppboð til styrktar Listum án landamæra

Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24 27. apríl, 18.00 Síðastliðinn miðvikudag opnaði listasýningin SAMSUÐA á Kjarvalsstöðum. Átta listamenn tóku þátt og unnu tveir og tveir saman, einn fatlaður og einn ófatlaður. Verkin sem komu út úr samstarfinu verða boðin upp á sunnudaginn kemur, 27. apríl klukkan 18.00, til styrktar hátíðarinnar List án landamæra en sú hátíð leggur áherslu […]

Nýló vísað á dyr – mbl.is

„Í tilkynningu um sýninguna á verkum Hreins Friðfinnssonar í Nýlistasafninu kemur fram að hún verði sú síðasta í húsnæði safnsins við Skúlagötu. Nýkjörinn formaður stjórnar Nýló, Þorgerður Ólafsdóttir, staðfestir að svo sé. Eigendur húsnæðisins, fasteignafélag í eigu Arion banka, ákváðu að tvöfalda leiguverð í sumar, sem hún segir brjóta allmikið í bága við loforð sem gefin hafi verið.

„Þeir tilkynntu okkur að markmiðið væri svo að fá milljón á mánuði, sem er óeðlilega mikil hækkun í ljósi þess hversu gallað rýmið er enn þann dag í dag,“ segir Þorgerður. Leigan hefur nú verið um kr. 400.000.“

via Nýló vísað á dyr – mbl.is.

Andi rýmis og orka steina

Vissulega er það í auga sjáandans að nema helgidóma gamalkunnugs rýmis, anda sem liggur í loftinu og hefur þannig áhrif á það sem í því fer fram. Sú tilfinning vaknaði á sýningu Claudiu Hausfeld í Gallerí Úthverfu á Ísafirði að maður væri genginn inn í helgidóm, látlausan og fábrotinn, bænastúku í Kyoto eða Þingvallakirkju, enda […]

Seinasti sýningardagur!

Erling Klingenberg og Sirra Sigrún í Listamenn gallerí

Erling T.V. Klingenberg og Sirra Sigrún Sigurðardóttir Sýning: FORM Listamenn gallerí Skúlagötu 32-34 – Reykjavík. 15.3-29.3. 2014 Seinasti sýningardagur sýningarinnar FORM er á morgun, laugardaginn 5 apríl. „Ferlið sem hluti af niðurstöðu er auðvitað mikilvægt hér. Hvað er það sem er sýnilegt og hvað ekki, hvernig urðu þessir hlutir sýnilegir, hvernig fengu þessir hlutir merkingu, hvaða […]

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Sjálfsmynd úr Legói.

Fær hugmyndirnar sínar í Tiger í Kringlunni

- viðtal við fjöllistakonuna Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Vofa leikur lausum hala um Facebook, vofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Eða svona eitthvað afsprengi Lóu allavega. Fullt af myndum eftir hana. Lóa ákvað semsagt að samhliða sýningu sinni á Borgarbókasafninu, sem nú stendur yfir (og má lesa aðeins meira um hér að neðan) myndi hún búa til eina teiknimyndasögu á dag í heilan mánuð og […]

Opnum fyrir athyglisbrestinn – Vildi verða ljóðskáld

Viðtal við myndlistarmanninn Leif Ými Eyjólfsson

Leifur Ýmir Eyjólfsson er 27 ára myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur unnið að myndlist sinni samhliða ýmsum verkefnum síðan. Nýverið opnaði hann sýninguna Hvað finnst þér um Evrópusambandið í Gallerí Salerni sem er staðsett á salerni veitingastaðarins Bast að Hverfisgötu 20 en Leifur stofnsetti galleríið Gallerí Skítur […]

Penguin hótar að kæra listamann fyrir paródíu

Bókin Go to the Gallery eftir bresku satíristana og systkinin Miriam og Ezra Elia er í senn vinaleg paródía á hinar frægu bresku barnabækur um systkinin Peter og Jane, sem kenna börnum eitt og annað um heiminn og tungumálið, og grimmileg paródía á listheiminn. Hún var gefin út með aðstoð Kickstarter fjármögnunar og seldist fyrsta […]

Sjá þig, stelpa! | Sirkústjaldið

„Málverk sögunnar eru uppfull af fáklæddum konum, sérstaklega á endurreisnartímabilinu. Konan birtist þannig sem viðfang, en ekki gerandi. Þær eru gyðjur og músur, undirgefnar karlmönnunum. Þeir eru listamennirnir.

Þetta á sér beina hliðstæðu í samtíma okkar þar sem konur eru hlutgerðar í auglýsingum. Líkami konunnar er söluvara. Það hlýtur að hafa áhrif á hvernig konur líta á sig sjálfar, enda hafa femínistar barist harðlega gegn auglýsingum þar sem vegið er að sæmd kvenna.“

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar um karllæga augnaráðið á nýjan vef, Sirkustjaldið. Sjá þig, stelpa! | Sirkústjaldið.

Claudia Hausfeld sýnir í Gallerí Úthverfu

Í dag, laugardaginn 22.mars klukkan sex verður opnuð sýning eftir þýsk-íslensku myndlistarkonuna Claudiu Hausfeld í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Sýningin, sem ber nafnið „The Stone is God but does not know it, and it is the not knowing that makes it a Stone“, er unnin út frá hlut sem er ekki til staðar, einsog segir […]

Mjólkurkirtlar í Kaupmanninum

Verkið „Karlmenn hafa til jafns við konur mjólkurkirtla“ verður afhjúpað í versluninni Kaupmanninum á Ísafirði í dag klukkan 14 og svo sýnt í fáeinar vikur. Verkið er ný komið til landsins eftir að hafa verið á sýningu í Friðriksborgarkastala og Ljungberg safni í Ljungby í Svíþjóð en það hefur vakið athygli fyrir að sýna karlmann […]

Vísir – Sköpum betri umgjörð um myndlist

„Á sama tíma og söfnin laða til sín gesti sem borga aðgangseyri til að upplifa, skynja og njóta fá myndlistarmenn sem eru að sýna í söfnunum enn ekki greidda þóknun fyrir vinnu sína. Af eigin sýningarreynslu í opinberu safni get ég fullyrt að það var niðurlægjandi að vera fyrst á svæðið og seinust út en sú eina sem var ekki á launum.“

Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar um fjármál myndlistarmanna via Vísir – Sköpum betri umgjörð um myndlist.

Vísir – Er alls enginn perri

„Ég vil mynda náttúrulega fegurð íslenskra kvenna og einnig landslag sem hentar viðkomandi kvenmanni. Hvert verk er í raun tvær myndir, ein af konu og hin af landslagi sem minnir mig á hverja konu fyrir sig. Ég hef ekki náð að klára verkið sökum veðurs og ætla að koma aftur í maí og klára verkefnið.“

Ljósmyndarinn Mirko Kraeft í viðtali í Fréttablaðinu Vísir – Er alls enginn perri.

„Sannleikurinn er eins og sköp kvenna“ – DV

„Í sýningunni felst ákveðin speglun sem ekki veitir af í samfélaginu. Þó kvennabarátta undanfarinna áratuga hafi vissulega skilað miklum árangri er hætta á að við sofnum á verðinum og höldum að “þetta” sé komið eða komi að sjálfu sér. Útlits- og æskudýrkun ásamt raunveruleikafirrtum hugmyndum um kynlíf og mannslíkamann eru stór hættumerki. Konur þurfa að halda vöku sinni, standa saman og hætta að vantreysta sjálfum sér og kvenlægum gildum.“

Kristín Gunnlaugsdóttir í viðtali í DV „Sannleikurinn er eins og sköp kvenna“ – DV.

Hljómsveitin Skakkamanage æfir

Tónlist vikunnar: Þessi nýja Skakkamanage plata er frábær

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL)

Ég fékk tölvupóst um daginn frá hljómsveit sem vildi láta mig vita að hún hefði gefið út plötu. Svoleiðis er tiltölulega algengt, ég er af einhverjum ástæðum á alveg nokkrum póstlistum fólks sem gefur út plötur og fæ því reglulega tíðindi í innhólfið þegar plötur koma út. Það er ágætt, ég er mikill áhugamaður um […]

„Tveir apar“ – Magnús Kjartansson í Listasafni Íslands « Arkitektúr, skipulag og staðarprýði

„Þegar ég málaði stærsta verkið hér á sýningunni var ég að hugsa um lýðræðið á Ísland. Hvort hér væri yfirleitt nokkuð lýðræði. Þess vegna málaði ég tvo apa sem eitthvað eru að ráðskast með þetta og þar með held ég að ég hafi sagt allt sem ég hef að segja um þá mynd“

Þetta sagði Magnús Kjartansson um mynd sína „Lýðræði götunnar/Jungle democracy“ frá árinu 1989.

Hilmar Þór Björnsson skrifar um sýningu Magnúsar Kjartanssonar í Listasafni Íslands „Tveir apar“ – Magnús Kjartansson í Listasafni Íslands « Arkitektúr, skipulag og staðarprýði.

Luca Belgiorno-Nettis. Mynd: Transfield Holdings.

Stjórnarformaður Sydneyjartvíæringsins segir af sér

Luca Belgiorno-Nettis, stjórnarformaður Sydneyjartvíæringsins og forstjóri Transfield Holdings, sagði af sér fyrir helgi í kjölfar afdráttarlausra mótmæla ótal listamanna vegna reksturs Transfield Services, eins af undirfyrirtækjum Transfield Holdings, á búðum fyrir hælisleitendur, meðal annars á Manuseyju. Transfield Holdings hefur verið aðalstyrktaraðili tvíæringsins frá upphafi en nú hefur verið skorið á tengsl við fyrirtækið. Mótmælin birtust […]

Myndlist í Gunnarshúsi

Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur hefur safnað saman allmörgum portrettmyndum af íslenskum rithöfundum frá ýmsum tímum. Þær prýða nú veggi Gunnarshúss. Í tilefni þess er Opið hús í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8 í dag, laugardaginn 8. mars, kl 15.00 – 17.00. Þar talar Aðalsteinn Ingólfsson um listaverkin, Pétur Ármannsson, arkitekt um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður um […]

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sýnir á Borgarbókasafni

Í dag, 7. mars kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum listakonunnar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Lóa lærði myndskreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bókina Alhæft um þjóðir (2009) og birt myndasögur í ýmsum ritum. Sýningin er staðsett á annarri hæð í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Myndverk Lóu má líka skoða […]

Myndlist vikunnar: Sagað í Kunstschlager

Sindri Leifsson Sýning: Sagað Kunstschlager sýningarrými Rauðarárstíg 1 01.03.14 – 15.03.14 Hvað getur þú sagt mér um þessa sýningu? „Látum okkur sjá. Hún er um einhvers konar svona vinnuferli og kannski vinnuferli sem ég tek frá mismunandi stöðum. Þetta eru svona leifar af útskriftarsýningunni eða ekki leifar heldur framhald, það eru alltaf einhverjir punktar sem […]

Fulltrúar Íslands á Sydneyjartvíæringnum hætta við þátttöku í mótmælaskyni

Mynd: Af heimasíðu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar: http://www.libia-olafur.com/ Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur, ásamt myndlistarmönnunum Charlie Sofo, Gabrielle de Vietri og Ahmet Öğüt, hætt við þátttöku í Tvíæringnum í Sydney, sem hefjast á þann 21. mars næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í mótmælaskyni við starfsemi helsta stuðningsaðila hátíðarinnar, verktakafyrirtækisins Transfield Services, en fyrirtækið […]