Sjá þig, stelpa! | Sirkústjaldið

„Málverk sögunnar eru uppfull af fáklæddum konum, sérstaklega á endurreisnartímabilinu. Konan birtist þannig sem viðfang, en ekki gerandi. Þær eru gyðjur og músur, undirgefnar karlmönnunum. Þeir eru listamennirnir.

Þetta á sér beina hliðstæðu í samtíma okkar þar sem konur eru hlutgerðar í auglýsingum. Líkami konunnar er söluvara. Það hlýtur að hafa áhrif á hvernig konur líta á sig sjálfar, enda hafa femínistar barist harðlega gegn auglýsingum þar sem vegið er að sæmd kvenna.“

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar um karllæga augnaráðið á nýjan vef, Sirkustjaldið. Sjá þig, stelpa! | Sirkústjaldið.