Mun hatrið mun sigra í söngvakeppni ástarinnar?

Þegar kemur að umfjöllun um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er ráðlegt að byrja á klisjum. Þetta er keppnin sem allir elska að hata (en elska samt), þetta er keppnin sem allir Íslendingar fylgjast með hvort sem þeir viðurkenna það eður ei, þetta er keppnin þar sem lýsingarorðin hallærislegur, yfirdrifinn, öfgakenndur, undarlegur og afbrigðilegur eru ekki hnjóðsyrði. […]

Ásta er búin að segja þetta

að nálgast málefni og umræðu dagsins eins og ljóð

Ljóðið Svaðilför með tvö mölt eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur endar á því að ljóðmælandi ferðast um borgina í strætó „í skeifu í mjódd á hlemm“ og nefnir það sem fyrir augu ber. Þar verður til öflug endurtekning þegar æ fleiri „hótel og hótel og hótel“ hafa risið upp. Þetta var langt frá því að vera […]

Fastur í Ódessa

I Mér reyndist erfitt að lesa og meta efni þessarar bókar án þess að dauði Sigurðar Pálssonar litaði alla þá upplifun. Þessar sérstöku kringumstæður, að hið ástsæla skáld og þýðandi lést frá verkinu óloknu, veitir bókinni ósjálfrátt annan sess í huga Íslendings. Sölvi Björn Sigurðsson, sem lauk þýðingunni, ritar formála að bókinni sem fjallar í […]

Tua Forsström orðin meðlimur sænsku Nóbelsakademíunnar

Finnlandssænska ljóðskáldið Tua Forsström hefur verið valin í sænsku Nóbelsakademíuna í stað Katarinu Frostenson, eiginkonu hins alræmda níðings, Jeans-Claudes Arnault. Mikill styr hefur staðið um veru Katarinu í nefndinni, vegna vensla sinna og varna fyrir hönd Arnaults, og sættist hún loks á að setjast í helgan stein í skiptum fyrir föst listamannalaun. Tua Forsström sest […]

Metfjöldi kvenna tilnefndur til arabískra bókmenntaverðlauna

Fjögur af sex tilnefndum til Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna arabaheimsins (International Prize for Arabic Fiction / الجائزة العالمية للرواية العربية) í ár eru konur. Sjö konur voru eftir á langa listanum og fjórar þeirra voru enn eftir nú þegar stutti listinn var birtur fyrir helgi. Þetta voru þær Hoda Barakat frá Líbanon, Inam Kachachi frá Írak, Shahla […]

Opinberun: Nýtt lag eftir Hermann Stefánsson

Það er febrúar. Eintómt myrkur og varla sólarglenna í augsýn, þótt ljósið komi langt og mjótt. Rithöfundarnir eru að jafna sig af jólaplögginu sínu, fjandann sem þeir voru að belgja sig, hugsa þeir, og farnir að sýsla við hitt og þetta, taka eiturlyf, rægja kollegana, leggja drög að nýjum og betri skáldverkum. Kiljan er í […]

Á mörkum hversdagsleika og óhugnaðar. Um Krossfiska eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Samfélagið gerir ráð fyrir því í fjölmörgum tilfellum að við samsömum okkur einhverju eða einhverjum og höldum með viðkomandi. Þetta á við um enska boltann, pólitíkina og margt fleira. En er það of langt gengið að „halda með“ rithöfundi? Hvort sem svarið er já eða nei, þá er Jónas Reynir Gunnarsson að austan og þess […]

Hata dreifbýlisaumingja*: Tölfræði Listamannalauna

Listamannalaunum var úthlutað í janúar og nú hefur RANNÍS birt einfalda tölfræði að baki úthlutuninni. Þar er farið yfir úthlutanir með tilliti til kyns og búsetu. Að vísu er kyn bara flokkað í tvennt og búseta í þrennt. Umsækjendur eru karlar eða konur og þeir eiga heima í „Reykjavík og nágrenni“, „landsbyggðinni“ og „erlendis“. Þrátt […]

Ritstjórnarpistill: Bara kát

Starafugl snýr nú aftur úr sínu vetrarhíði eftir sex vikna hlé og hefur misst af fjörinu svo um munar. Gunnlaugur Blöndal gerði allt vitlaust með hátt í aldargömlum nektarmyndum í Seðlabankanum, Elli Grill, Barði í Bang Gang og Hatari eru að gera góðan leik í Eurovision – og sjálf keppnin er í senn umdeild vegna […]

Barnsleg jólakæti lágmenningarinnar

Jólin eru fólki svo ótalmargt. Ýmist tími ljóss og friðar — orðatiltæki sem hlýtur að hafa verið sagt háðslega við fyrstu notkun, lýsandi stystu og myrkustu dögum ársins — eða tími samheldni. Sameiningarstund þar sem ástvinir koma saman og njóta samverunnar, hlýjunnar og þess að gleðja og gleðjast með ástvinum. Sumir fagna fæðingu Jesú Krists […]

Morð, mannrán, hrelliklám, heimilisofbeldi og kvenfyrirlitning

Árið 2017 kom sakamálasagan Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Killjuútgáfan er tilefni þess að fjallað er um téð verk hér. Verkið er 381 síða og 34 kaflar. Veröld gefur út. Yrsa Sigurðardóttir (1963) er spennu- og sakamálasagnahöfundur sem krefst ekki mikillar kynningar í bókaumfjöllun af þessu tagi. Hún er af þeim, sem vita gerst, talin […]

Ópus

Stefán Bogi Sveinsson er fæddur á Fljótsdalshéraði árið 1980. Hann er í dag búsettur á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum. Ópus er hans önnur ljóðabók en sú fyrsta kom út árið 2014 og nefnist Brennur. Auk þess hafa birst ljóð eftir hann í tímaritum og í safnritinu Raddir að austan sem kom út […]

Afslöppuð stemning

Önnur breiðskífa Teits Magnússonar er komin út á vegum Alda Music. Hún nefnist Orna. Sú fyrri, 27, kom út fyrir fjórum árum síðan. Á henni, sem og 27, eru átta lög, sjö þeirra eru ný og þá er ábreiða af þjóðlaginu Hringaná. Þrír gestir koma við sögu, Dj. Flugvél og Geimskip, Mr. Silla og Steingrímur […]

Að kúga eða kúgast

Hún er Kærasta nr. 3 en samt er allt nýtt. Það eru engir leikir, engar grímur, ekkert kjaftæði. Þau fikra sig varlega nær hvort öðru, andlega og líkamlega, rúnta upp og niður sitt hvora fortíðina, útskýra sig. Þumall strýkur yfir fæðingarblett. Hálfmánalagað ör er uppgötvað neðan við hægri augabrún. Hreyfingar eru stúderaðar, kækir kortlagðir. Þegar […]

Rætur fléttast saman fyrir framtíð

Skiptidagar: Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal

Skiptidagar er lítil, handhæg og falleg bók sem fangar bæði stór málefni og árþúsund af íslenskri sögu. Það er ekki auðvelt að draga hana í dilka, ekki er hún beinlínis fræðibók en fróðleg þó með eindæmum. Ekki er hún skáldskapur en leyfir ýmsum sögum að lifna við fyrir hugskotum manns. Hugleiðingar einnar manneskju er uppistaða […]

Lífshlaup Ömmu sem kallaði ekki allt ömmu sína

Hér verður fjallað lítillega um minningabókina: Amma: Draumar í lit. Verkið er eftir blaðakonuna Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur (1979). Stundin gefur út. Verkið telur 89 síður. Augljóst er að hlutum var öðruvísi farið á Íslandi í eina tíð. Slíkt ætti hverri heilvita konu og meðalgreindum manni að vera ljóst. Raunar þarf ekki að fara langt aftur […]

Um Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson

Mér finnst dálítið skrítið, en jafnframt heiður, að skrifa um verk Gyrðis Elíassonar. Hann stendur mér svo nærri og hefur fylgt mér um langt árabil – á pappírnum auðvitað, ekki bókstaflega (það væri krípí). Hann hefur hvílt í jakkavasanum á rölti mínu um erlendar borgir, legið með mér uppi í sófa á íslenskum skammdegiskvöldum, setið við hliðina […]

Þegar hláturinn fjarar út

Akkúrat um leið og ég hendi mér inn í djúpa rannsókn á cultoral iconinu Sex and the City berst mér póstur um leikverk sem þarf að gagnrýna. Ég vel verkið Insomnia eftir leikhópinn Stertabendu án þess að vita neitt um efni þess. Það eina sem ég veit er að vinkona mín vildi ólm sjá það […]

Fínt byrjendaverk

Ég get ekki sagt að ég hafi vitað nein deili á GDRN og tók að mér að skrifa um fyrstu plötu hennar Hvað ef til þess að ögra sjálfum mér. Neyða sjálfan mig til að víkka sjóndeildarhringinn og hlusta á tónlist sem ég hlusta ekki á að öllu jöfnu. Kannski heyra og kunna að meta […]

Ferðalag vitundar

Um ljóðabókina Skollaeyru

Skollaeyru eftir Guðrúnu Brjánsdóttur kom út hjá Gini ljónsins árið 2017. Framan á bókakápu er ritað „Gin ljónsins 001“. Þetta er sem sagt fyrsta og, enn sem komið er, eina bókin sem Ginið gefur út, en ég geri ráð fyrir að ætlunin sé (hafi verið?) að þetta sé jafnframt fyrsta bókin í seríu. Þá ef […]

Úr Stund klámsins: Feimnismálin. Hvaða erindi eiga þau inn í bókmenntirnar?

Millistríðsárin voru tími pólitískra og menningarlegra átaka á Íslandi. Borgarmenning undir erlendum áhrifum var að skjóta rótum í Reykjavík og árið 1925 skrifaði Halldór Kiljan Laxness, sem frægt er orðið, að höfuðstaðurinn hefði nú „í skjótri svipan eignast hvað eina, sem heimsborg hentar, ekki að eins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig footboll og hómosexúalisma“. Halldór […]

Sokkin skip. Kæfandi þögn.

 – um Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson

1. Vistarverur, önnur ljóðabók Hauks Ingvarssonar, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar núna í haust. Bókin er 80 blaðsíður og skiptist í tvo hluta: „Allt sekkur“ og „Hrundar borgir“. 13 ljóð í þeim fyrri, 17 í þeim seinni.  En þetta er ekki jafneinfalt og það hljómar.  Því inn á milli birtast myndljóð þar sem endurtekið er unnið […]

Hasar á Hólmanum

Um spennu- og glæpasöguna Blóðengil eftir Óskar Guðmundsson. Blóðengill er gefinn út af Bjarti og telur 363 síður. Þann 11. desember 2011 hringdi sex ára gömul hálfnorsk stúlka að nafni Mira í neyðarlínuna og sagði móður sína, Christinu, liggja í blóði sínu í rúminu og hreyfa sig ekki. Sjálf var hún læst inn í skáp […]

Rétt bráðum hreyfir hún höfuðið

Úr smásagnasafninu Ég hef séð svona áður

Ég þarf að deila herbergi með Tobba. Ég er ósáttur við það. Túrar útheimta mikla samveru, við gerum nánast allt saman: keyrum, sándtékkum, borðum, bíðum, blöðrum við fólkið, förum saman í morgunmat. Nóttin er eina von okkar um að fá að vera einir, þó að það sé bara rétt á meðan við sofum. Við biðjum […]

Landslag er alltaf annarlegt

Hugmyndin að Gallerí Úthverfu var að maður gæti notið sýningana utan af götu vegna þess hvernig stór glugginn opnar allt sýningarrýmið fyrir vegfarendum. Það virkar síðan misvel, einsog allar góðar hugmyndir, en svínvirkar á sýningu rússnesku tvíburasystranna Mariu og Nataliu Petschatnikov „Learning to read Icelandic patterns …“ – að læra að lesa íslensk mynstur. Upplýst […]

Brot úr Drottningin á Júpíter

Vindinn hafði lægt á meðan við töluðum saman. Barþjónninn byrjaði að stóla upp og ganga frá. Ljóskastari lýsti Lúðmillu upp og í smástund var allt úr fókus nema hún. Hún var ein á sviðinu þegar hún tilkynnti að hún tæki núna síðasta lagið. Það var enginn þarna inni lengur nema við þrjár, barþjónninn og gamli […]

Ofbeldi, einelti, hasar, skotbardagar, glæpasamtök… já og fjöldinn allur af morðum

Árið 2015 kom út glæpasagan Hilma eftir Óskar Guðmundsson. Nú kemur verkið út á ný hjá Bjarti í endurskoðaðri útgáfu. Verkið er 455 síður og telur 47 mislanga kafla. Óskar Guðmundsson (1965) (ekki rugla saman við alnafna hans sem skrifaði til að mynda ævisögu Snorra Sturlusonar) er því að gera nýr af nálinni í heimi […]

Hærri hversdagsstaðall

Um matreiðslubókina Beint í ofninn eftir Nönnu Rögnvaldardóttur

Með tilkomu internetsins gerbreyttist það magn af upplýsingum sem við höfum aðgang að. Við getum öll opnað næsta tæki við okkur og fundið upplýsingar um allt sem okkur hefur alltaf langað að vita. Ef vitum hvar við eigum að leita, það er að segja. Það mætti segja að Douglas Adams hafi verið forspár þegar hann […]

Sakti stendur fyrir sínu

Hér skal fjallað um nýjustu breiðskífu pönkhljómsveitarinnar Saktmóðigs. Áður hefur sveitin sent frá sér Ég á mér líf, Plötu og Guð, hann myndi gráta auk ýmissa styttri skífna. Hljómsveitina skipa þeir Daníel Viðar Elíasson trommuleikari, Davíð Ólafsson gítarleikari, Karl Óttar Pétursson söngvari, Ragnar Ríkharðsson gítarleikari og Stefán Jónsson bassaleikari. Þeir syngja allir kórinn í einu […]

Að lokum

Söguþráður Theseus Aþenuhertogi er í þann mund að giftst Hippólítu Amazónudrottningu þegar þrjár ekkjudrottningar biðja hann ásjár og aðstoðar við að heimta lík eiginmanna þeirra sem Creon Þebukonungur meinar þeim að jarða. Theseus fer þegar í stríð og hefur sigur. Meðal herfangs eru tveir ungir aðalsmenn, fóstbræðurnir Arcite og Palamon, sem er stungið í fangelsi. […]

Úr Því miður

Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar með lágt sjálfsálit, kvíða, þunglyndi eða aðra kvilla sem húka eins og flækingshundar undir fullu tungli. Þú ert líka með svona kvilla, því miður. En hinkraðu á línunni, lokaðu augunum og sjá: hin fögru andlit, hin marglitu hrjáðu andlit. Þetta eru andlit þjónustufulltrúanna. Þau eru kvalin og kringlótt og […]

Frá íveru, til óveru, til tilveru

Um Daga höfnunar eftir Elenu Ferrante

Aldrei rétt Olga Innan veggja heimilisins hefur hún völd til þess að stjórna, hún umgirðir alheiminn; hún viðheldur mannkyninu. Þrátt fyrir það afneitar hún aldrei guðdómleika Hans, sérstaklega þar sem hann neitar allri ábyrgð (de Beauvoir, 467). Maður fer frá Konu. Í rauninni er það það eina sem þessi saga fjallar um. Þó hægt væri […]

Á ágætu flugi með hláturkitl í maganum

Um Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu

Ég hafði nánast gleymt hversu snjallt og vel skrifað handrit með litla sem enga umgjörð og góða leikara getur skapað frábært leikhús. Orðin of vön því að velja stóru sýningarnar þar sem öllu er tjaldað til; dansnúmerum, glimmeri og helst fallbyssu. Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu er í einfaldleika sínum gott leikrit. Grínleikrit […]

Það ert ekki þú, það er ég

Chamberlain It seems the marriage with his brother’s wife Has crept too near his conscience. SUFFOLK No, his conscience Has crept too near another lady. Söguþráður Henry VIII er nýkominn heim af friðarsáttmálaráðstefnu í Frakklandi og aðalsmenn færa fregnir þaðan þegar einn þeirra, hertoginn af Buckingham, er handtekinn og sakaður um landráð að undirlagi Wolsey, […]

Úr Stormskeri

7. KAFLI Mikilvægasta tilraun mannkynssögunnar Ópus er 12 ára strákur sem sannfærist um að vindurinn sé lifandi tilfinningavera. Þessi kafli gerist þegar Ópus hefur skorið niður stórt segl sem stendur á víðavangi í því skyni að bjarga vindinum úr prísund. Ópus hafði aldrei verið jafn hræddur. Hnén urðu að brauði, jörðin var skyndilega óstöðug. Eitt […]

Pólitík, prakkaraskapur og prumpuduft

Bókaflokkurinn um Doktor Proktor

Hvort það er lærð hegðun eða meðfædd að flissa yfir prumpi skal ekkert fullyrt um hér, enda virðulegt vefrit, né heldur verður rætt hvort það sé manni eðlislægt að komast yfir þetta fliss og þá vanþroskamerki að gera það ekki. Við látum duga að segja þetta: Fretflissið er jafn eðlilegt og ósjálfrátt og hver annar […]

Sérlundaðir furðufuglar á stakri grein sem sáu ekki móður sína kyssa jólasvein

Um minningaskáldsöguna Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson. JPV gefur út. 221 síða.

Um Ólaf Gunnarsson (1948) má hafa mörg orð 1 . Hann er virkur rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans, Milljón prósent menn, kemur út þegar hann stendur á þrítugu. Fyrir skáldsögur sínar er hann þekktastur. Síðan skrifar hann smásögur, barnasögur og bækur almenns eðlis. Gerðar eru og leikgerðir upp úr verkum hans. Hans þekktasta verk er efalítið […]

„Já.“

- Um Hrafnaklukkur eftir Kristian Guttesen

Það er ef til vill ekki í samræmi við þá ímynd sem maður hefur af ferli skálda að segja að einhverjum fari fram með útgáfu sinnar elleftu bókar. Við eigum því kannski frekar að venjast, gerum jafnvel kröfu um, að eitt til tvö byrjendaverk verði til og að þar með hafi listamaðurinn slitið barnsskónum. Sé […]

Óreiða á sviði

Söguþráður Hertoginn Angelo og tvo sonu. Sá yngri, Henriquez, er flagari og villingur og þegar hann sendir vin sinn Julio til hirðarinnar að sækja fé til að kaupa hest fá Angelo go eldri bróðirinn, hinn göfugi Roderick, hann til að njósna um uppátæki svarta sauðarins. Henriquez er í óða önn að tæla unga sveitastúlku, Violante, […]

Úr Skuggaveiði

Rökkrið vefst utan um þennan helming jarðarinnar einsog túrban um höfuð víðföruls Svarta hryssan sem strauk í gær er ósýnileg í nóttinni Flugvél varpar skuggakrossi á skefjalausa snjóbreiðuna Mannabein hulin, horfin, nöguð Kjarkaðir landpóstar Villtir strokukrakkar Kjánar að sanna karlmennsku sína fyrir glottandi dauðanum Krókloppnar sögupersónur í leit að lesanda Landið er ekki leikvöllur Það […]

Ýkjukennd karla- og íþróttasaga

Um Meistarana eftir Hjört Marteinsson

Hjá JPV útgáfu kom nýverið út skáldsagan Meistararnir eftir Hjört Marteinsson. Verkið telur 217 blaðsíður og 26 mislanga kafla. Hjörtur Marteinsson er fæddur 1957. Eftir hann hafa komið út fimm skáldverk með því sem hér um ræðir. Hann hefir og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Tvisvar hefir hann fengið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Árið 2000 fyrir […]

Guð býr í góðærinu, gorgeirnum og gortinu, þú mellu- og tíkarsonur

Um Kling Kling eftir Herra Hnetusmjör og Joe Frazier

Rapptónlist ku vera vinsælasta tónlistarformið á Íslandi þessa dagana. Tónlistarstefnan sú  sem á upphaf sitt á meðal blökkumanna á austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New York-borg hefir farið eins og eldur í sinu á Fróni síðustu ár. Hér verður þó saga rappsins á Íslandi ekki rakin heldur til gamans litið á einn texta þess listamanns […]