Hugleiðing um alþýðuhefð

Country Roads „Fjórða kynslóð vörubílstjóra er fædd!“ Þetta var tilkynnt innan fjölskyldunnar þegar ég ól frumburðinn. Þrátt fyrir að ég væri ekki sjálf bílstjóri en þó elsta barn elsta sonar þá lá beint við að framtíðaratvinna sonar míns væri ákvörðuð þarna á fæðingardeildinni á Akureyri. Við erum nefnilega fjölskylda á ferðinni, starfsgreinahefð okkar, tal og […]

Sálufélag kvenna

Stóra systir segir að ég giftist þegar ég fæ brjóst Stóra systir gaf mér snyrtibuddu í fermingargjöf og rúllur til að setja í hárið svo ég geti lært að vera kona Ekki seinna vænna en á sjálfan fermingardaginn að tína púður upp úr buddu bláan augnskugga bleikan lit á varir dökkan maskara á ljós augnhárin […]

Páll Ivan frá Eiðum – Atvinnuleysi fyrir alla

Lóa góða hundskastu upp við vegg
já nú verður þú loks skotin
því að þú hefur hallmælt letinni bitch
og þau orð þín voru rotin

allir vilja reis’ við fallbyssurnar
á meðan stend ég og stari
því úr verki verður harla margt
ef maður er aldrei latur

vinnan er mölur, já, vinnan er ryð
böl sem getur öllu grandað
mann fyrir mann og borg fyrir borg
en við viljum bara frið

lóa góða öll götuljósin eru rauð
og stimpilklukkan logar
mávurinn besti kemur snart
og étur hræið þitt góða

Kári Páll Óskarsson

Þessi babýloníski ruglingur orðanna

Þessi babýloníski ruglingur orðanna stafar af því að þau eru tungumál þeirra sem farast það að við skiljum þau ekki lengur stafar af því að ekkert stoðar nú lengur að skilja þau hvað stoðar það hina dauðu að segja þeim hvernig maður hefði getað lifað betur, ekki þrýsta á þá náköldu að svipast um í […]

Ákall

Ég hef kallað í bjargið (það svarar mér engu) ég hef laugað mig regni (það hreinsar mig ekki) því fuglinn er floginn og gengið er fallið og dómur upp kveðinn (sem breytir þó engu) því á landinu bláa þar ríkja þau öflin sem halda í krónur og aura og arðinn sem erlendir menn af kröfunum […]

Andrés gefur öndunum

Hollustan geislar af Andrési fulltrúa Önd, engan sá lýðurinn hlykkjast svo stinnan um bakka. Hann stansar í frjálslegri pósu með poka við hönd; postulínsgumpurinn rís undan matrósajakka. Liðið á Tjörninni upphefur ómstríðan brag athyglisfrekt líkt og hamstola gjallandi símar. En Andrés fær svarað: „Æ ekki neitt japl eða jag; Jóakim segir að nú séu erfiðir […]

Frá byltingu til grafar

Skáldsagan Katrínarsaga eftir Halldóru Thoroddsen (1950). Sæmundur gefur út. Útgáfuár 2018. Blaðsíðufjöldi 144.   Hver kynslóð heldur að hún hafi svarið við því hvernig best sé að lifa. Hver kynslóð telur sig hafa réttinn á að segi eldri kynslóðum til syndanna, telur sig vita betur. Einhvers konar átök eru óhjákvæmileg. Sennilega hefir þessi staðreynd aldrei […]

Ragnheiður Harpa

Rætur

Ég merki ræturnar með gömlum plastböndum utan af Morgunblöðum sem mamma bar út þegar hún var unglingur og amma klippti, flokkaði og geymdi í risinu ef einhvern tímann skyldi vera þörf. Risið er fimm metrar undir súð og geymir alla Íslandssöguna; þrautirnar, vikuáskriftirnar, óveðrið, einveruna, hattana á trúðaísana og ungbarnafötin. Það óx með lífinu, ummálið […]

Þegar samkynhneigður marxisti sýndi mynd um Jesús sem byltingarleiðtoga í Notre Dame kirkjunni: The Gospel According to St. Matthew (1964)

Það verður að segjast eins og er: Pier Paolo Pasolini er alveg með áhugaverðari listamönnum. Við erum að tala um rithöfund, ljóðskáld, leikstjóra, marxista og pólitískan aktívista sem endaði lífið með morð mysteríu sem enn er hitamál þar sem alls konar samsæriskenningar og ásakanir er verið að setja á borð og skeggræða. Marxisti sem fordæmdi […]

Ertu heimamaður?

Um drauga- og glæpasöguna Þorpið eftir Ragnar Jónasson (1976). Veröld gefur út. 318 síður.   Titillinn Þorpið kallar augljóslega fram hugrenningatengsl við samnefnt verk Jóns úr Vör (1917-2000) frá árinu 1946 þar sem hann fjallar, í óbundnum ljóðum, um lítið ónefnt sjávarþorp. Vitað er að verkið byggir á æsku hans á Patreksfirði. Þar var oft […]

Uppgjöfin gegn hávaðanum

Milan Kundera, sá ágæti og eitursnjalli höfundur, varð níræður um daginn. Ég get lesið ritgerðarsöfnin hans aftur og aftur, það eru fjársjóðskistur, eldsneyti fyrir frjóar hugleiðingar í allar áttir, og við Íslendingar njótum þeirrar gæfu að Friðrik Rafnsson hefur þýtt nær allar bækurnar hans. Í einu ritgerðasafninu – og nú man ég skyndilega ekki hverju þeirra, […]

Eyþór Gylfason

Ástarsorg #9

Ég var haltur einn dag í ágústmánuði og komst að því að ég hafði þróað með mér ofnæmi fyrir tunglskininu, ég prófaði allskyns smyrsl til að sporna við þessari veilu en ekkert hreif. Þetta voru erfiðir tímar var mér sagt, en raunar man ég voðalega lítið eftir þeim. Það er líklega það besta við minnið; […]

August og ég

„Næst var gáfnapróf. Andra fannst hann geta svarað öllu nema „Strindberg“. „Finnst á Vestfjörðum,“ skrifaði hann eftir umhugsun. Pétur Gunnarsson, Ég um mig frá mér til mín (1978)     Þetta byrjaði þegar ég ákvað af hálfgerðri rælni að lesa nýlega ævisögu Strindbergs eftir enska rithöfundinn og fræðikonuna Sue Prideaux. Og varð eiginlega uppnumin. Hluti […]

Konur, telpa, dömur, kerlingar, mæður, meyjur, systur, frænkur og kvensur í Konulandslagi

Laugardagur á Vorblóti. Svart sviðið í Tjarnarbíó er baðað bleikri birtu. Bleikur litur hefur einmitt lengi verið tengdur við kvenleika; litlar stelpur eru í bleiku og litlir strákar eru í bláu. Bleika birtan er sveipuð dúlúð en hún vekur einnig upp í hugann þá umræðu hvernig litir eru kynjaðir í samfélaginu og umhugsun um afhverju við […]

Um Manneskjusögu

Við búum í litlu samfélagi. Í litlum samfélögum getur stundum verið erfitt að segja hluti. Erfiðir hlutir eiga það til að liggja í láginni því allsstaðar eru tengsl og það getur skapað vesen. Það vill enginn vesen. Það er fátt betri vitnisburður um smæð samfélagsins en einmitt sú staðreynd að ég er að skrifa þennan […]

Opinberun persónulífsins í Afsökunum Auðar

AFSAKANIR er plata eftir tónlistarmanninn Auði sem kom út í lok ársins 2018. Í febrúar fylgdi hann plötunni eftir með tuttugu mínútna stuttmynd undir sama nafni, einskonar frásögn plötunnar á sjónrænu formi. Á plötunni fær Auður með sér í lið ýmis þekkt nöfn úr tónlistarheiminum, af yngri kynslóð rappsins, hip hops og r&b á Íslandi. […]

Er endalaust hægt að góla um ást eða ástleysi?

Þannig að við svörum spurningu yfirskiftar virðist sú sannlega vera raunin. Síbylja útvarpstöðvanna spilar í sífellu allslags ástaróða er fjalla um þá hamingju að vera ástfanginn eða sorgina sem sambandslitum og ástleysi kann að fylgja. Dægurlagatextarnir eru eins og gengur og gerist í mismunandi formi, söguformi, einhvers konar abstrakt formi, rímnaformi og þar fram eftir […]

Ég bíð þess

Ég bíð þess að það komi að mínu máli og ég bíð þess að undrunin endurfæðist og ég bíð þess að einhver uppgötvi loks Ameríku og góli og ég bíð þess að þau uppgötvist hin nýju táknrænu endimörk vestursins og ég bíð þess að bandaríski skallaörninn breiði loks út vængi sína rétti úr sér og […]

Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellingar

Athygli skal vakin á Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellingar sem er hluti af ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem Háskólaútgáfan gefur út. Verkið kom út 2016 og er 352 síður. 12. nóvember síðastliðinn voru 100 ár síðan konur fengu kosningarétt í Þýskalandi. Þessi misserin er talsvert um að hinu og þessu, sem viðkemur réttindabaráttu […]

Skrif um skrif um skrif

Ég gerðist skáldsagnaritstjóri Starafugls síðasta haust. Óvart. Boðið kom óvænt eins og elding af himni. Elding er útrás af rafmagni úr skýi sem oft fylgir þruma. Eins og Tesla eldingar. Eða bassalínueldingar Bjarkar sem komu úr Tesla spólu í Silfurbergi Hörpu á Biophilia-túrnum og gáfu ekki bara undirstöðu tónlistinni, heldur líka hugmyndinni um töfrandi afsprengi […]

Útfjör – Fun Home

Söngleikurinn Fun Home, Útfjör í íslenskri þýðingu, er nýr söngleikur byggður á sjálfsævisögu Alison Bechdel teiknimyndasöguhöfundar. Verkið sjálft er margslungið, spennandi og mjög fyndið. Það fjallar aðallega um æsku Alison og flókið samband hennar við föður sinn. Íslenski titillinn Útfjör á að visa í að heimilisfaðirinn rekur útfararstofu. Þó finnst mér enski titillinn mun betri […]

Þóra

Brot úr Kviku

Orð Hann er algjör meistari í að snúa orðum mínum gegn mér. Hann man allt betur en ég og getur rifjað upp ólíklegustu hluti sem ég hef sagt og sett þá í óheppilegt samhengi. Þegar við rífumst ræðst hann á mig með orðunum mínum. Þá líður mér eins og stúlku sem hefur klippt af sér […]

Uppreisn, andmenning og skandalar

Ritstjórn Skandala: Tanja Rasmussen, Aldís Dagmar Erlingsdóttir, Anton Sturla Antonsson, Jón Magnús Arnarsson, Karitas M. Bjarkadóttir, Oddný Þorvaldsdóttir og Ægir Þór Jähnke.  Skandali er nafnið á nýju – eða réttara sagt væntanlegu – menningartímariti sem mun sérstaklega ætlað yngri eða nýrri höfundum og óhefðbundnum og framúrstefnulegum verkum. Tímaritið er á vegum sjö manns á aldrinum 18 […]

Stund klámsins

Klám á Íslandi: Titillinn vekur athygli. Ertu ekki dálítið forvitin/n? Langar þig ekki til að handfjatla gripinn? Þú ert næsta víst ekki sá eini/a sem finnur fyrir þeim áhuga. Hér er ekki gefið í skyn að þú sért klámhundur. Ef svo er ertu líkast til ekki á réttum stað án þess að fullyrða megi um […]

„Heillandi að skrifa á tungumáli sem er að deyja“

Viðtal við Arnar Má Arngrímsson

„Arnar Már Arngrímsson (f. 1972) er tveggja barna faðir og kennari á Akureyri. Sölvasaga unglings er hans fyrsta bók.“ 1 Með þessum orðum, og í einhverjum skilningi án þeirra, lýkur kynningu á frumraun Arnars Más í hringleikahúsi íslenskrar bóksölu. Frumraun sem kom, og fór, að mestu hljóðlaust og ósýnileg á íslenskan markað; hundsuð af gagnrýnendum […]

Samtíminn er XXXXX

Um skáldsöguna Hans Blævi eftir Eirík Örn Norðdahl. Mál og menning gefur út. Útgáfuár 2018. Síðutal 335. Um samtímann má segja að hann sé á reiki, að hann sé á sífelldu breytingaskeiði. Mörk hins eðlilega breytast frá degi til dags. Oft á tíðum mætti hafa á tilfinningunni að allt stýrist af einhvers konar geðþóttaákvörðunum. Sú […]

Ókindarlegar Evudætur og íslenskir strákstaular

Á því herrans ári 2017 bar sköpunargáfa tveggja ungra, frómra og íslenskra rappmenna ríkulegan ávöxt þegar dægurlagið B.O.B.A leit dagsins ljós. Naut það gífurlegrar lýðhylli og varð á snöggu augabragði vinsælla á Íslandi en Jesús Kristur, sonur Guðs nokkurs sem ku bera ábyrgð á jólasveininum, gúmmíinu, garðslöngunni og því að gera Ricky Gervais að trúleysingja. […]

eytt

  við erum þegar í sjálfheldu búin að rúlla niður þverhnípi brenna reipi brenna skó sitjum á syllu milli lifenda og dauðra búin að ýta á alla rauðu takkana snúa tveimur lyklum drekka allt grunnvatnið allan bjórinn og bolluna búin að lifa áratugum saman í eftir — eftir að–inu eftir að við rústuðum öllu segjandi […]

úr ljóðabókinni Gangverk

árið 2007 stendur tíminn í stað í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur stendur tíminn í stað og ég hugsa ekki því í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur er ég ekki til hugsa ekki um enskutímann sem ég er að missa af hugsa ekki um krumpað samlokubréfið við hliðina á mér hugsa […]

Haustaugu eftir Hannes Pétursson

Ég er búinn að liggja á þessari bók nokkuð lengi eða frá því í byrjun desember. Yfirleitt les ég ljóðabækur hægt og hef lýst því hér áður. Mér finnst vont að æða í gegnum þær. Ég vil frekar fá að melta þær á löngum tíma – sérstaklega bækur eins og þessa.  Það eru liðin tólf […]

Helgur blús fyrir innvígða

Síðasta haust kom út platan Sacred Blues með Tholly’s Sacred Blues Band. Í sveitinni eru Þollý Rósmunds söngkona, Friðrik Karlsson gítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jonni Richter bassaleikari. Þeim til aðstoðar eru þeir Hjörtur Howser á Hammond, Jens Hansson á saxafón, Ívar Guðmundsson á trompet og Jón Arnar Einarsson á […]

Opnað fyrir umsóknir í barnamenningarsjóði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í tvo nýja styrktarsjóði sem tengjast íslenskri barnamenningu, Barnamenningarsjóð Íslands og sjóð til útgáfu barna- og ungmennabóka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. „Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins en hlutverk hans er að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með […]

Hugleiðingar um hinn svokallaða veruleika

Franski heimspekingurinn Michel Foucault velti fyrir sér eftirlitssamfélaginu í kringum árið 1975 þegar hann rýndi í teikningar af hinni fullkomnu panopticon-eftirlitsstofnun eftir heimspekinginn Jeremy Bentham frá lokum 18. aldar, Alsjána.   Alsjáin er stofnun í hringlaga byggingu með klefum sem eru gagnsæir inn á við og út á við en þó sjá íbúar hennar ekki […]

Skrifandi gervigreind ógnar mannkyni

Forritið GPT-2 frá fyrirtækinu OpenAI, sem styrkt er af tryllta milljarðamæringnum Elon Musk, fékk að lesa fyrstu setningarnar í 1984 eftir George Orwell og hélt svo áfram með söguna, síðu eftir síðu, í trúverðugum dystópískum prósa. Þetta var bjartur, kaldur apríldagur og klukkan var að slá þrettán. 1 Af þessu ber forritið kennsl á stíl […]